„Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 07:00 Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslunnar fylgist með sprengjunni springa í fjarska. Möl sést þeytast upp í loftið við sprenginguna við enda vegarins fyrir miðri mynd. Skjáskot Rúnar Karl Kristjánsson bifvélavirki kom auga á einkennilegan hlut í vegkanti á leið sinni heim frá vinnu á þriðjudag. Það var ekki fyrr en Rúnar dró hlutinn upp úr jörðinni sem hann áttaði sig á því að um virka sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni væri að ræða. Myndband sem Rúnar tók af því þegar sprengikúlunni var eytt má finna neðst í fréttinni. Rúnar Karl kláraði vinnudag á Selfossi síðdegis á þriðjudag og ók þá sem leið lá heim til Reykjavíkur. Hann segir í samtali við Vísi að eftir leiðindaveður þá um daginn hafi skyndilega ræst úr því á heimleiðinni og hann ákveðið í skyndi að taka örlítinn aukabíltúr. Hann tók því beygju hjá Litlu Kaffistofunni og ók nokkurn spöl, þangað til hann var kominn út á Sandskeið. Rúnar sést hér lengst til vinstri á mynd, ásamt viðbragðsaðilum sem kallaðir voru út vegna sprengikúlunnar.Landhelgisgæslan „Og svo sá ég þennan hlut í moldarbarðinu. Einhverra hluta vegna ákvað ég að stoppa og kanna hvað þetta væri,“ segir Rúnar. Hann kveðst í raun ekki hafa pælt sérstaklega í möguleikanum á því að hluturinn væri sprengja. „Ég sá þetta bara og dró þetta út úr moldinni. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk.“ Rúnar kveðst ekki hafa orðið smeykur þegar það rann upp fyrir honum hvernig í pottinn væri búið. Hann byrjaði á því að hringja í bróður sinn, sem svo heppilega vill til að vinnur hjá Landhelgisgæslunni. Bróðirinn hafi bent honum á að hringja í neyðarlínu og í kjölfarið fór heljarinnar ferli í gang. Sprengjan var um 20-30 sentímetra löng, að sögn Rúnars.Rúnar Karl Kristjánsson Rúnar telur að sprengikúlan hafi verið á bilinu 20 til 30 sentímetrar að lengd. Þá hafi hún verið talsvert þung, enda drjúgt af járni í henni. Rúnar fékk að fylgjast með störfum sprengjusérfræðinga úr séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, sem kallaðir voru út vegna kúlunnar. Ákveðið var að færa hana úr stað til að koma í veg fyrir tjón á háspennulínum og henni eytt í öruggri fjarlægð. „Ég var svo forvitinn að fylgjast með þessu. Það var áhugavert í alla staði að fá að verða vitni að því þegar þetta var sprengt. Það er sett einhver sprengihleðsla utan um þetta og hún sprengd. Hún á auðvitað að springa við högg en henni hefur sennilega verið skotið á sínum tíma og lent í mjúkri moldinni,“ segir Rúnar. Gígurinn sem sprengjan skildi eftir sig.Rúnar Karl Kristjánsson Hann náði myndbandi af því þegar sprengjan var að endingu sprengd. Myndbandið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, var tekið upp í öruggri fjarlægð frá sprengingunni – um þrjú hundruð metrum. „Það var grafin hola þannig að sprengjubrotin færu ekki upp. Þetta var heilmikið ferli,“ segir Rúnar. Landhelgisgæslan Kópavogur Tengdar fréttir Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Rúnar Karl Kristjánsson bifvélavirki kom auga á einkennilegan hlut í vegkanti á leið sinni heim frá vinnu á þriðjudag. Það var ekki fyrr en Rúnar dró hlutinn upp úr jörðinni sem hann áttaði sig á því að um virka sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni væri að ræða. Myndband sem Rúnar tók af því þegar sprengikúlunni var eytt má finna neðst í fréttinni. Rúnar Karl kláraði vinnudag á Selfossi síðdegis á þriðjudag og ók þá sem leið lá heim til Reykjavíkur. Hann segir í samtali við Vísi að eftir leiðindaveður þá um daginn hafi skyndilega ræst úr því á heimleiðinni og hann ákveðið í skyndi að taka örlítinn aukabíltúr. Hann tók því beygju hjá Litlu Kaffistofunni og ók nokkurn spöl, þangað til hann var kominn út á Sandskeið. Rúnar sést hér lengst til vinstri á mynd, ásamt viðbragðsaðilum sem kallaðir voru út vegna sprengikúlunnar.Landhelgisgæslan „Og svo sá ég þennan hlut í moldarbarðinu. Einhverra hluta vegna ákvað ég að stoppa og kanna hvað þetta væri,“ segir Rúnar. Hann kveðst í raun ekki hafa pælt sérstaklega í möguleikanum á því að hluturinn væri sprengja. „Ég sá þetta bara og dró þetta út úr moldinni. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri sprengja og hún væri greinilega virk.“ Rúnar kveðst ekki hafa orðið smeykur þegar það rann upp fyrir honum hvernig í pottinn væri búið. Hann byrjaði á því að hringja í bróður sinn, sem svo heppilega vill til að vinnur hjá Landhelgisgæslunni. Bróðirinn hafi bent honum á að hringja í neyðarlínu og í kjölfarið fór heljarinnar ferli í gang. Sprengjan var um 20-30 sentímetra löng, að sögn Rúnars.Rúnar Karl Kristjánsson Rúnar telur að sprengikúlan hafi verið á bilinu 20 til 30 sentímetrar að lengd. Þá hafi hún verið talsvert þung, enda drjúgt af járni í henni. Rúnar fékk að fylgjast með störfum sprengjusérfræðinga úr séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, sem kallaðir voru út vegna kúlunnar. Ákveðið var að færa hana úr stað til að koma í veg fyrir tjón á háspennulínum og henni eytt í öruggri fjarlægð. „Ég var svo forvitinn að fylgjast með þessu. Það var áhugavert í alla staði að fá að verða vitni að því þegar þetta var sprengt. Það er sett einhver sprengihleðsla utan um þetta og hún sprengd. Hún á auðvitað að springa við högg en henni hefur sennilega verið skotið á sínum tíma og lent í mjúkri moldinni,“ segir Rúnar. Gígurinn sem sprengjan skildi eftir sig.Rúnar Karl Kristjánsson Hann náði myndbandi af því þegar sprengjan var að endingu sprengd. Myndbandið, sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan, var tekið upp í öruggri fjarlægð frá sprengingunni – um þrjú hundruð metrum. „Það var grafin hola þannig að sprengjubrotin færu ekki upp. Þetta var heilmikið ferli,“ segir Rúnar.
Landhelgisgæslan Kópavogur Tengdar fréttir Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Sprengja fannst undir háspennulínum á Sandskeiði Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar færðu sprengikúluna og eyddu henni. 23. september 2020 13:36