Jose Mourinho, oft kallaður sá sérstaki, stendur við stóru orðin og það sannaðist í dag er blaðamaður fékk mynd af sér með portúgalska stjóranum.
Tottenham mætti í dag liði Shkendija frá Makedóníu og á blaðamannafundi í gær fékk Portúgalinn spurningu frá norður-makedónskum blaðamanni.
Blaðamaðurinn vildi uppfylla ósk látins föður síns sem vildi að ef sonur sinn fengi tækifæri til að hitta Mourinho myndi hann fá mynd af sér með honum.
Mourinho tók vel í spurninguna og bauð honum upp á hótel Tottenham liðsins. Þar mætti blaðamaðurinn í dag en myndinni var svo deilt á Twitter-síðu Tottenham.
Gestrisni í Portúgalanum.
Jose Mourinho and Igor Aleksandrovic #THFC #COYS pic.twitter.com/Oza5OpUM57
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) September 24, 2020