Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2020 22:45 Kyle Rittenhouse í Kenosha þann 25. ágúst. Seinna um kvöldið skaut hann tvo menn til bana og særði þriðja. AP/Adam Rogan Lögmenn Kyle Rittenhouse segja hann ekki hræddan táning sem skotið hafi tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann sé föðurlandsvinur. Rittenhouse hafi verið að verja frelsi sitt og réttindi til að bera vopn í óeirðum á götum borgarinnar. Í myndbandi sem hópur sem tengis lögmannateymi Rittenhouse birti í vikunni segir að stjórnmálamenn séu að reyna að fórna honum. Það sé gert í þeim tilgangi að fella niður stjórnarskrábundinn rétt borgara til að vernda samfélög sín. John Pierce, aðallögmaður í teymi Rittenhouse birti tíst fyrr í mánuðinum þar sem hann líkti skjólstæðingi sínum við hetjur frelsisstríðs Bandaríkjanna. Önnur bylting gegn ógnarstjórn væri hafin í Bandaríkjunum. Hann eyddi tístinu þó fljótlega. Aðrir lögmenn í teyminu hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og þannig hafa þeir safnað nærri því tveimur milljónum dala til lögfræðikostnaðar Rittenhouse, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar sem blaðamann fréttaveitunnar ræddu við segja þó óljóst hvort að pólitískur áróður sem þessi muni virka í dómsal, þó hann virðist virka á samfélagsmiðlum. Samkvæmt AP hafa báðir helstu lögmenn Rittenhouse tengingar við Trump. Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump, réði Pierce til að mynda í fyrra þegar hann var sagður til rannsóknar vegna starfa hans í Úkraínu. Hinn lögmaðurinn, Lin Wood, sem sérhæfir sig í meiðyrðamálum, er einnig lögmaður Sean Hannity, fréttamanns á Fox og vinar Trump. Sjá einnig: Trump lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha í síðasta mánuði. Þau hófust eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið úr miklu návígi. Rittenhouse lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Áður en kvöldið var úti hafði Rittenhouse skotið tvo til bana og sært einn. Árásarmaður eða „bráð“? Saksóknarar segja Rittenhouse hafa skotið fyrsta manninn, Joseph Rosenbaum, eftir að sá síðarnefndi reyndi að kasta plastpoka. Verjendur Rittenhouse segja hins vegar að Rosenbaum hafi leitt hóp brennuvarga sem hafi litið á Rittenhouse sem „bráð“. Farið er yfir atburðarásina í fréttinni hér að neðan. Eins og áður segir eru sérfræðingar ekki vissir um að það sé í þágu Rittenhouse að lýsa honum sem frelsishetju og telja viðmælendur AP að það gæti komið niður á vörn hans fyrir dómstólum. „Þeir eru að spila inn í neikvæðustu staðalímyndirnar, það sem gagnrýnendur hans sjá hann sem. Brjálaðan vopnaðan mann sem var þarna til að valda skaða og koma af stað byltingu,“ sagði lögmaðurinn Robert Barnes við AP. Eric Creizman, sem starfaði áður með Pierce, segir áróðurinn og öfgarnar í ummælum Pierce ekki koma sér á óvart. Hann setur þó spurningarmerki við hvort það hjálpi Rittenhouse. „Þeir ættu að einbeita sér að spurningunni hvort þessi maður sé sekur um það sem hann er sakaður um, í stað þess að gera þetta að pólitísku deiluefni.“ Það hvað fjáröflun lögmannanna hefur gengið vel hefur sömuleiðis vakið áhyggjur um að þeir muni gera það sem þeir geta til að tefja málið og halda því, og fjáröfluninni, gangandi. Lagaprófessorinn Jonathan Turley, sagði AP að það kæmi honum ekki á óvart að á endanum yrði allt tal um Rittenhouse sem hetju lagt til hliðar og vörn hans yrði einfölduð til muna. Hún myndi snúast um að hann hafi verið strákur sem lent hafi í aðstöðu sem hann réði ekki við. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Lögmenn Kyle Rittenhouse segja hann ekki hræddan táning sem skotið hafi tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann sé föðurlandsvinur. Rittenhouse hafi verið að verja frelsi sitt og réttindi til að bera vopn í óeirðum á götum borgarinnar. Í myndbandi sem hópur sem tengis lögmannateymi Rittenhouse birti í vikunni segir að stjórnmálamenn séu að reyna að fórna honum. Það sé gert í þeim tilgangi að fella niður stjórnarskrábundinn rétt borgara til að vernda samfélög sín. John Pierce, aðallögmaður í teymi Rittenhouse birti tíst fyrr í mánuðinum þar sem hann líkti skjólstæðingi sínum við hetjur frelsisstríðs Bandaríkjanna. Önnur bylting gegn ógnarstjórn væri hafin í Bandaríkjunum. Hann eyddi tístinu þó fljótlega. Aðrir lögmenn í teyminu hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og þannig hafa þeir safnað nærri því tveimur milljónum dala til lögfræðikostnaðar Rittenhouse, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar sem blaðamann fréttaveitunnar ræddu við segja þó óljóst hvort að pólitískur áróður sem þessi muni virka í dómsal, þó hann virðist virka á samfélagsmiðlum. Samkvæmt AP hafa báðir helstu lögmenn Rittenhouse tengingar við Trump. Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump, réði Pierce til að mynda í fyrra þegar hann var sagður til rannsóknar vegna starfa hans í Úkraínu. Hinn lögmaðurinn, Lin Wood, sem sérhæfir sig í meiðyrðamálum, er einnig lögmaður Sean Hannity, fréttamanns á Fox og vinar Trump. Sjá einnig: Trump lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha í síðasta mánuði. Þau hófust eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið úr miklu návígi. Rittenhouse lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Áður en kvöldið var úti hafði Rittenhouse skotið tvo til bana og sært einn. Árásarmaður eða „bráð“? Saksóknarar segja Rittenhouse hafa skotið fyrsta manninn, Joseph Rosenbaum, eftir að sá síðarnefndi reyndi að kasta plastpoka. Verjendur Rittenhouse segja hins vegar að Rosenbaum hafi leitt hóp brennuvarga sem hafi litið á Rittenhouse sem „bráð“. Farið er yfir atburðarásina í fréttinni hér að neðan. Eins og áður segir eru sérfræðingar ekki vissir um að það sé í þágu Rittenhouse að lýsa honum sem frelsishetju og telja viðmælendur AP að það gæti komið niður á vörn hans fyrir dómstólum. „Þeir eru að spila inn í neikvæðustu staðalímyndirnar, það sem gagnrýnendur hans sjá hann sem. Brjálaðan vopnaðan mann sem var þarna til að valda skaða og koma af stað byltingu,“ sagði lögmaðurinn Robert Barnes við AP. Eric Creizman, sem starfaði áður með Pierce, segir áróðurinn og öfgarnar í ummælum Pierce ekki koma sér á óvart. Hann setur þó spurningarmerki við hvort það hjálpi Rittenhouse. „Þeir ættu að einbeita sér að spurningunni hvort þessi maður sé sekur um það sem hann er sakaður um, í stað þess að gera þetta að pólitísku deiluefni.“ Það hvað fjáröflun lögmannanna hefur gengið vel hefur sömuleiðis vakið áhyggjur um að þeir muni gera það sem þeir geta til að tefja málið og halda því, og fjáröfluninni, gangandi. Lagaprófessorinn Jonathan Turley, sagði AP að það kæmi honum ekki á óvart að á endanum yrði allt tal um Rittenhouse sem hetju lagt til hliðar og vörn hans yrði einfölduð til muna. Hún myndi snúast um að hann hafi verið strákur sem lent hafi í aðstöðu sem hann réði ekki við.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira