Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2020 22:45 Kyle Rittenhouse í Kenosha þann 25. ágúst. Seinna um kvöldið skaut hann tvo menn til bana og særði þriðja. AP/Adam Rogan Lögmenn Kyle Rittenhouse segja hann ekki hræddan táning sem skotið hafi tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann sé föðurlandsvinur. Rittenhouse hafi verið að verja frelsi sitt og réttindi til að bera vopn í óeirðum á götum borgarinnar. Í myndbandi sem hópur sem tengis lögmannateymi Rittenhouse birti í vikunni segir að stjórnmálamenn séu að reyna að fórna honum. Það sé gert í þeim tilgangi að fella niður stjórnarskrábundinn rétt borgara til að vernda samfélög sín. John Pierce, aðallögmaður í teymi Rittenhouse birti tíst fyrr í mánuðinum þar sem hann líkti skjólstæðingi sínum við hetjur frelsisstríðs Bandaríkjanna. Önnur bylting gegn ógnarstjórn væri hafin í Bandaríkjunum. Hann eyddi tístinu þó fljótlega. Aðrir lögmenn í teyminu hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og þannig hafa þeir safnað nærri því tveimur milljónum dala til lögfræðikostnaðar Rittenhouse, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar sem blaðamann fréttaveitunnar ræddu við segja þó óljóst hvort að pólitískur áróður sem þessi muni virka í dómsal, þó hann virðist virka á samfélagsmiðlum. Samkvæmt AP hafa báðir helstu lögmenn Rittenhouse tengingar við Trump. Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump, réði Pierce til að mynda í fyrra þegar hann var sagður til rannsóknar vegna starfa hans í Úkraínu. Hinn lögmaðurinn, Lin Wood, sem sérhæfir sig í meiðyrðamálum, er einnig lögmaður Sean Hannity, fréttamanns á Fox og vinar Trump. Sjá einnig: Trump lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha í síðasta mánuði. Þau hófust eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið úr miklu návígi. Rittenhouse lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Áður en kvöldið var úti hafði Rittenhouse skotið tvo til bana og sært einn. Árásarmaður eða „bráð“? Saksóknarar segja Rittenhouse hafa skotið fyrsta manninn, Joseph Rosenbaum, eftir að sá síðarnefndi reyndi að kasta plastpoka. Verjendur Rittenhouse segja hins vegar að Rosenbaum hafi leitt hóp brennuvarga sem hafi litið á Rittenhouse sem „bráð“. Farið er yfir atburðarásina í fréttinni hér að neðan. Eins og áður segir eru sérfræðingar ekki vissir um að það sé í þágu Rittenhouse að lýsa honum sem frelsishetju og telja viðmælendur AP að það gæti komið niður á vörn hans fyrir dómstólum. „Þeir eru að spila inn í neikvæðustu staðalímyndirnar, það sem gagnrýnendur hans sjá hann sem. Brjálaðan vopnaðan mann sem var þarna til að valda skaða og koma af stað byltingu,“ sagði lögmaðurinn Robert Barnes við AP. Eric Creizman, sem starfaði áður með Pierce, segir áróðurinn og öfgarnar í ummælum Pierce ekki koma sér á óvart. Hann setur þó spurningarmerki við hvort það hjálpi Rittenhouse. „Þeir ættu að einbeita sér að spurningunni hvort þessi maður sé sekur um það sem hann er sakaður um, í stað þess að gera þetta að pólitísku deiluefni.“ Það hvað fjáröflun lögmannanna hefur gengið vel hefur sömuleiðis vakið áhyggjur um að þeir muni gera það sem þeir geta til að tefja málið og halda því, og fjáröfluninni, gangandi. Lagaprófessorinn Jonathan Turley, sagði AP að það kæmi honum ekki á óvart að á endanum yrði allt tal um Rittenhouse sem hetju lagt til hliðar og vörn hans yrði einfölduð til muna. Hún myndi snúast um að hann hafi verið strákur sem lent hafi í aðstöðu sem hann réði ekki við. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Lögmenn Kyle Rittenhouse segja hann ekki hræddan táning sem skotið hafi tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann sé föðurlandsvinur. Rittenhouse hafi verið að verja frelsi sitt og réttindi til að bera vopn í óeirðum á götum borgarinnar. Í myndbandi sem hópur sem tengis lögmannateymi Rittenhouse birti í vikunni segir að stjórnmálamenn séu að reyna að fórna honum. Það sé gert í þeim tilgangi að fella niður stjórnarskrábundinn rétt borgara til að vernda samfélög sín. John Pierce, aðallögmaður í teymi Rittenhouse birti tíst fyrr í mánuðinum þar sem hann líkti skjólstæðingi sínum við hetjur frelsisstríðs Bandaríkjanna. Önnur bylting gegn ógnarstjórn væri hafin í Bandaríkjunum. Hann eyddi tístinu þó fljótlega. Aðrir lögmenn í teyminu hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og þannig hafa þeir safnað nærri því tveimur milljónum dala til lögfræðikostnaðar Rittenhouse, samkvæmt AP fréttaveitunni. Sérfræðingar sem blaðamann fréttaveitunnar ræddu við segja þó óljóst hvort að pólitískur áróður sem þessi muni virka í dómsal, þó hann virðist virka á samfélagsmiðlum. Samkvæmt AP hafa báðir helstu lögmenn Rittenhouse tengingar við Trump. Rudy Giuliani, einkalögmaður Trump, réði Pierce til að mynda í fyrra þegar hann var sagður til rannsóknar vegna starfa hans í Úkraínu. Hinn lögmaðurinn, Lin Wood, sem sérhæfir sig í meiðyrðamálum, er einnig lögmaður Sean Hannity, fréttamanns á Fox og vinar Trump. Sjá einnig: Trump lýsti yfir stuðningi við táning sem skaut þrjá menn Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha í síðasta mánuði. Þau hófust eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið úr miklu návígi. Rittenhouse lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Áður en kvöldið var úti hafði Rittenhouse skotið tvo til bana og sært einn. Árásarmaður eða „bráð“? Saksóknarar segja Rittenhouse hafa skotið fyrsta manninn, Joseph Rosenbaum, eftir að sá síðarnefndi reyndi að kasta plastpoka. Verjendur Rittenhouse segja hins vegar að Rosenbaum hafi leitt hóp brennuvarga sem hafi litið á Rittenhouse sem „bráð“. Farið er yfir atburðarásina í fréttinni hér að neðan. Eins og áður segir eru sérfræðingar ekki vissir um að það sé í þágu Rittenhouse að lýsa honum sem frelsishetju og telja viðmælendur AP að það gæti komið niður á vörn hans fyrir dómstólum. „Þeir eru að spila inn í neikvæðustu staðalímyndirnar, það sem gagnrýnendur hans sjá hann sem. Brjálaðan vopnaðan mann sem var þarna til að valda skaða og koma af stað byltingu,“ sagði lögmaðurinn Robert Barnes við AP. Eric Creizman, sem starfaði áður með Pierce, segir áróðurinn og öfgarnar í ummælum Pierce ekki koma sér á óvart. Hann setur þó spurningarmerki við hvort það hjálpi Rittenhouse. „Þeir ættu að einbeita sér að spurningunni hvort þessi maður sé sekur um það sem hann er sakaður um, í stað þess að gera þetta að pólitísku deiluefni.“ Það hvað fjáröflun lögmannanna hefur gengið vel hefur sömuleiðis vakið áhyggjur um að þeir muni gera það sem þeir geta til að tefja málið og halda því, og fjáröfluninni, gangandi. Lagaprófessorinn Jonathan Turley, sagði AP að það kæmi honum ekki á óvart að á endanum yrði allt tal um Rittenhouse sem hetju lagt til hliðar og vörn hans yrði einfölduð til muna. Hún myndi snúast um að hann hafi verið strákur sem lent hafi í aðstöðu sem hann réði ekki við.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira