Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 06:35 Michelle Ballarin tók þátt í hlutafjárútboði Icelandair en stjórn félagsins tók ekki tilboðinu. Ballarin hyggst leita réttar síns. Vísir Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin hér á landi, telur að hún hafi verið beitt mismunun í útboðinu og að líklega hafi aðrir þættir en fjárhagslegir hagsmunir ráðið afstöðu til tilboðsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Það vakti töluverða athygli þegar Ballarin kom til landsins í síðustu viku til þess að taka þátt í útboðinu. Tilboð hennar hljóðaði upp á sjö milljarða króna en á föstudag greindu fjölmiðlar frá því að stjórn Icelandair hefði hafnað tilboði Ballarin. Páll Ágúst segir í viðtali við Fréttablaðið að það sé ekki einu sinni hægt að segja að tilboði Ballarin hafi verið hafnað. „Því var einfaldlega ekki svarað,“ segir hann. Það hafi komið honum á óvart hversu ófaglega málsmeðferð Ballarin fékk í útboðinu. „Ég þori að fullyrða að aðrir sjö þúsund þátttakendur í útboðinu hafi ekki verið krafðir um sams konar sönnun fyrir fjármögnun og hún,“ segir Páll Ágúst sem efast um að afstaða Icelandair til tilboðsins hafi aðeins byggt á fjárhagslegum forsendum. Varðandi hina meintu mismunun segir hann nauðsynlegt að upplýsa hvort umbjóðandi hans hafi setið við sama borð og aðrir sem þátt tóku í útboðinu. Þá þurfi þessi ákvörðun Icelandair, sem sé eitt stærsta fyrirtæki landsins og skráð á opinberan markað, að vera hafin yfir vafa. „Ég held að hér hafi bæði haft áhrif að umbjóðandi minn hefur skoðanir á flugrekstri og hefur tjáð sig um hvað henni finnst mega betur fara hjá fyrirtækinu og mögulega hugnast forsvarsmönnum fyrirtækisins ekki að stórir hluthafar þess hafi slíkar skoðanir. Okkur var einfaldlega ekkert svigrúm gefið til þess að sýna fram á greiðslugetu og í skjóli nætur eftir að útboðinu lauk var henni einfaldlega hent út ef marka má það sem við lásum í fjölmiðlum morguninn eftir,“ segir Páll Ágúst. Ekki er ljóst á þessari stundu hver næstu skref verða en lögmaðurinn segir réttarstöðu Ballarin til skoðunar og líklegt sé að hún muni sækja rétt sinn í takti við það sem lög leyfa. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin hér á landi, telur að hún hafi verið beitt mismunun í útboðinu og að líklega hafi aðrir þættir en fjárhagslegir hagsmunir ráðið afstöðu til tilboðsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Það vakti töluverða athygli þegar Ballarin kom til landsins í síðustu viku til þess að taka þátt í útboðinu. Tilboð hennar hljóðaði upp á sjö milljarða króna en á föstudag greindu fjölmiðlar frá því að stjórn Icelandair hefði hafnað tilboði Ballarin. Páll Ágúst segir í viðtali við Fréttablaðið að það sé ekki einu sinni hægt að segja að tilboði Ballarin hafi verið hafnað. „Því var einfaldlega ekki svarað,“ segir hann. Það hafi komið honum á óvart hversu ófaglega málsmeðferð Ballarin fékk í útboðinu. „Ég þori að fullyrða að aðrir sjö þúsund þátttakendur í útboðinu hafi ekki verið krafðir um sams konar sönnun fyrir fjármögnun og hún,“ segir Páll Ágúst sem efast um að afstaða Icelandair til tilboðsins hafi aðeins byggt á fjárhagslegum forsendum. Varðandi hina meintu mismunun segir hann nauðsynlegt að upplýsa hvort umbjóðandi hans hafi setið við sama borð og aðrir sem þátt tóku í útboðinu. Þá þurfi þessi ákvörðun Icelandair, sem sé eitt stærsta fyrirtæki landsins og skráð á opinberan markað, að vera hafin yfir vafa. „Ég held að hér hafi bæði haft áhrif að umbjóðandi minn hefur skoðanir á flugrekstri og hefur tjáð sig um hvað henni finnst mega betur fara hjá fyrirtækinu og mögulega hugnast forsvarsmönnum fyrirtækisins ekki að stórir hluthafar þess hafi slíkar skoðanir. Okkur var einfaldlega ekkert svigrúm gefið til þess að sýna fram á greiðslugetu og í skjóli nætur eftir að útboðinu lauk var henni einfaldlega hent út ef marka má það sem við lásum í fjölmiðlum morguninn eftir,“ segir Páll Ágúst. Ekki er ljóst á þessari stundu hver næstu skref verða en lögmaðurinn segir réttarstöðu Ballarin til skoðunar og líklegt sé að hún muni sækja rétt sinn í takti við það sem lög leyfa.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira