Hnattræn hlýnun gerir gróðureldana „ótvírætt“ verri Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2020 15:47 Slökkviliðsmaður í Kaliforníu berst við Gaupueldinni svonefnda í síðustu viku. Eldarnir í ár eru enn verri en eldarnir miklu sem geisuðu árið 2018. Vísir/EPA Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa ótvíræð áhrif á umfang og áhrif gróðurelda sem hafa valdið hörmungum í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hlýnun hefur skapað kjöraðstæður fyrir eldana. Fleiri en þrjátíu manns hafa lítið lífið í mestu gróðureldum í Kaliforníu í tæpa tvo áratugi í ágúst og september. Þúsundir manna hafa jafnframt þurft að flýja heimili sín. Eldar hafa einnig brunnið og valdið mannskaða og eignatjóni í nágrannaríkjunum á vesturströndinni, Oregon og Washington. Í nýrri rannsókn þar sem teknar voru saman niðurstöður fleiri en hundrað vísindagreina sem hafa verið gefnar út frá árinu 2013 komast vísindamenn að þeirri ályktun að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi aukið eldhættu verulega, bæði tíðni eldhættutímabila og alvarleika þeirra. Sérstök eldhætta er þegar saman fara mikill hiti, þurrkur, lítil úrkoma og sterkur vindur. „Hvað varðar þróunina sem við sjáum, hvað varðar útbreiðslu gróðurelda, sem hafa aukist áttfalt til tífalt á undanförnum fjórum áratugum, þá drífa loftslagsbreytingar þá þróun áfram,“ segir Matthew Jones frá Háskólanum í Austur-Anglíu í Bretlandi sem stýrði samantektinni, við breska ríkisútvarpið BBC. Sömu vísindamenn greindu áhrif loftslagsbreytinga á gróðureldana sem geisuðu í Ástralíu í lok síðasta árs og byrjun þessa. Önnur vandamál sem stuðla að eldum ágerast Hlýnun jarðar af völdum manna þýðir að skógar og gróðurlendi er nú oftar hlýrri og þurrari en þeir voru áður en menn byrjuðu að hafa áhrif á loftslagið með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Landnotkun manna hefur einnig áhrif á alvarleika gróðureldanna og valdið því að eldiviður safnast fyrir í þeim. Þeir eldar sem kvikna náttúrulega eru yfirleitt slökktir nær samstundis og þá hafa yfirvöld lítið gert af því að brenna lággróður og dauð tré viljandi til að draga úr mögulegum eldsmat. Eins teygir mannabyggð sig nú langt inn í skóglendi sem eykur bæði hættuna á að eldar kvikni og líkurnar á eignatjóni í þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, hefur viljað kenna landnotkun einni um gróðurelda undanfarinna ára. Vísindamennirnir segja verri umhirðu um skóga ekki skýra versnandi elda. „Þegar þú kveikir stýrða elda getur þú aðeins gert það þegar aðstæður eru ekki of heitir og þurrar vegna þess að þú verður að geta stýrt eldinum. Þegar þú ert kominn umfram þann punkt þar sem aðstæður eru heitar og þurrar stóran hluta ársins missir þú tækifærið til að gera mikið af stýrðum eldum. Það gerir illt verra og torveldar enn umsjón landsins,“ segir Richard Betts frá Veðurstofu Bretlands. Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Loftslagsbreytingar af völdum manna hafa ótvíræð áhrif á umfang og áhrif gróðurelda sem hafa valdið hörmungum í Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarin ár. Hlýnun hefur skapað kjöraðstæður fyrir eldana. Fleiri en þrjátíu manns hafa lítið lífið í mestu gróðureldum í Kaliforníu í tæpa tvo áratugi í ágúst og september. Þúsundir manna hafa jafnframt þurft að flýja heimili sín. Eldar hafa einnig brunnið og valdið mannskaða og eignatjóni í nágrannaríkjunum á vesturströndinni, Oregon og Washington. Í nýrri rannsókn þar sem teknar voru saman niðurstöður fleiri en hundrað vísindagreina sem hafa verið gefnar út frá árinu 2013 komast vísindamenn að þeirri ályktun að hnattræn hlýnun af völdum manna hafi aukið eldhættu verulega, bæði tíðni eldhættutímabila og alvarleika þeirra. Sérstök eldhætta er þegar saman fara mikill hiti, þurrkur, lítil úrkoma og sterkur vindur. „Hvað varðar þróunina sem við sjáum, hvað varðar útbreiðslu gróðurelda, sem hafa aukist áttfalt til tífalt á undanförnum fjórum áratugum, þá drífa loftslagsbreytingar þá þróun áfram,“ segir Matthew Jones frá Háskólanum í Austur-Anglíu í Bretlandi sem stýrði samantektinni, við breska ríkisútvarpið BBC. Sömu vísindamenn greindu áhrif loftslagsbreytinga á gróðureldana sem geisuðu í Ástralíu í lok síðasta árs og byrjun þessa. Önnur vandamál sem stuðla að eldum ágerast Hlýnun jarðar af völdum manna þýðir að skógar og gróðurlendi er nú oftar hlýrri og þurrari en þeir voru áður en menn byrjuðu að hafa áhrif á loftslagið með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Landnotkun manna hefur einnig áhrif á alvarleika gróðureldanna og valdið því að eldiviður safnast fyrir í þeim. Þeir eldar sem kvikna náttúrulega eru yfirleitt slökktir nær samstundis og þá hafa yfirvöld lítið gert af því að brenna lággróður og dauð tré viljandi til að draga úr mögulegum eldsmat. Eins teygir mannabyggð sig nú langt inn í skóglendi sem eykur bæði hættuna á að eldar kvikni og líkurnar á eignatjóni í þeim. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem afneitar vísindalegri þekkingu á loftslagsbreytingum, hefur viljað kenna landnotkun einni um gróðurelda undanfarinna ára. Vísindamennirnir segja verri umhirðu um skóga ekki skýra versnandi elda. „Þegar þú kveikir stýrða elda getur þú aðeins gert það þegar aðstæður eru ekki of heitir og þurrar vegna þess að þú verður að geta stýrt eldinum. Þegar þú ert kominn umfram þann punkt þar sem aðstæður eru heitar og þurrar stóran hluta ársins missir þú tækifærið til að gera mikið af stýrðum eldum. Það gerir illt verra og torveldar enn umsjón landsins,“ segir Richard Betts frá Veðurstofu Bretlands.
Gróðureldar í Kaliforníu Bandaríkin Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fingraför manna alls staðar á gróðureldunum vestanhafs Loftslagsbreytingar af völdum manna sköpuðu aðstæðurnar sem hafa gert gróðureldana miklu í vestanverðum Bandaríkjunum enn verri en ella. Fleiri mannanna verk hafa þó stuðlað að alvarleika eldanna, þar á meðal umhirða skóga og skipulag byggðar. 19. september 2020 09:00