Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 09:03 Lögreglumenn standa yfir kjötöxi sem talið er að árásarmaðurinn hafi notað. AP/Soufian Fezzani Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn sjálfur er talinn vera átján ára gamall piltur af pakistönskum ættum. Hann var handtekinn nærri vettvangi árásanna og er sagður hafa verið vopnaður kjötöxi eða sveðju. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, segir að ungi maðurinn hafi verið í landinu í þrjú ár og ekki hafi verið vitað þess að hann hefði hneigst til öfgahyggju. Darmanin segir að árásinar hafi verið „klárlega hryðjuverk íslamista“. Lögreglan hefði vanmetið hryðjuverkahættuna á svæðinu þar sem skrifstofur Charlie Hebdo voru áður. Íslamskir hryðjuverkamenn drápu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum blaðsins árið 2015. Skrifstofur þess eru nú á leynilegum stað. Sex manns til viðbótar voru handteknir og yfirheyrðir vegna árásanna, einn alsírskur ríkisborgari og fimm aðrir menn af pakistönskum uppruna. Þeir eru allir sagðir á fertugs- og þrítugsaldri. Þeir fimm síðarnefndu voru handteknir í íbúð í norðanverðri París þar sem talið er að árásarmaðurinn hafi búið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segir að grunuðum vitorðsmanni hafi verið sleppt úr haldi án ákæru. Hann var handtekinn rétt eftir árásina vegna gruns um að hann tengdist árásarmanninum. Mikill viðbúnaður var í París eftir árásinar í gær. Grunur leikur á um að hryðjuverk íslamista hafi verið að ræða.AP/Thibault Camus Þau særðu eru sögð karl og kona sem vinna fyrir kvimyndaframleiðslufyrirtæki. Jean Castex, forsætisráðherra, sagði fréttamönnum í gær að þau væru ekki talin í lífshættu. Samstarfsfólk þeirra segir að þau hafi verið fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins að reykja þegar maðurinn réðst á þau. Þau hafi bæði særst alvarlega. Árásarnir voru framdar á sama tíma og réttar er yfir fjórtán manns vegna morðanna á skrifstofum Charlie Hebdo. Blaðið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni sem gerðu ritstjórnina að skotspóni hryðjuverkamanna á sínum tíma. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru sögð hafa hótað blaðinu eftir að það birti myndirnar aftur. Árásin á skrifstofur Charlie Hebdo fyrir fimm árum voru upphafið að bylgju hryðjuverka íslamista í Frakklandi sem varð fleiri en 250 manns að bana. Frakkland Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn sjálfur er talinn vera átján ára gamall piltur af pakistönskum ættum. Hann var handtekinn nærri vettvangi árásanna og er sagður hafa verið vopnaður kjötöxi eða sveðju. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, segir að ungi maðurinn hafi verið í landinu í þrjú ár og ekki hafi verið vitað þess að hann hefði hneigst til öfgahyggju. Darmanin segir að árásinar hafi verið „klárlega hryðjuverk íslamista“. Lögreglan hefði vanmetið hryðjuverkahættuna á svæðinu þar sem skrifstofur Charlie Hebdo voru áður. Íslamskir hryðjuverkamenn drápu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum blaðsins árið 2015. Skrifstofur þess eru nú á leynilegum stað. Sex manns til viðbótar voru handteknir og yfirheyrðir vegna árásanna, einn alsírskur ríkisborgari og fimm aðrir menn af pakistönskum uppruna. Þeir eru allir sagðir á fertugs- og þrítugsaldri. Þeir fimm síðarnefndu voru handteknir í íbúð í norðanverðri París þar sem talið er að árásarmaðurinn hafi búið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segir að grunuðum vitorðsmanni hafi verið sleppt úr haldi án ákæru. Hann var handtekinn rétt eftir árásina vegna gruns um að hann tengdist árásarmanninum. Mikill viðbúnaður var í París eftir árásinar í gær. Grunur leikur á um að hryðjuverk íslamista hafi verið að ræða.AP/Thibault Camus Þau særðu eru sögð karl og kona sem vinna fyrir kvimyndaframleiðslufyrirtæki. Jean Castex, forsætisráðherra, sagði fréttamönnum í gær að þau væru ekki talin í lífshættu. Samstarfsfólk þeirra segir að þau hafi verið fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins að reykja þegar maðurinn réðst á þau. Þau hafi bæði særst alvarlega. Árásarnir voru framdar á sama tíma og réttar er yfir fjórtán manns vegna morðanna á skrifstofum Charlie Hebdo. Blaðið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni sem gerðu ritstjórnina að skotspóni hryðjuverkamanna á sínum tíma. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru sögð hafa hótað blaðinu eftir að það birti myndirnar aftur. Árásin á skrifstofur Charlie Hebdo fyrir fimm árum voru upphafið að bylgju hryðjuverka íslamista í Frakklandi sem varð fleiri en 250 manns að bana.
Frakkland Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira