Segir óhjákvæmilegt að einhver ferðaþjónustufyrirtæki verði gjaldþrota Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. september 2020 19:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir efnahagsaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins ekki lokið. Vísir/Einar Forsætisráðherra segir að ekki verði hjá því komist að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum en aðgerðum ríkistjórnarinnar sé þó ekki lokið. Formenn Viðreisnar og Miðflokksins gagnrýna stjórnvöld fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. Forsætisráðherra var spurð í Víglínunni í dag út í stöðu ferðaþjónustunnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnuleysi stjórnvalda og sagði þörf á sterku efnahagslegu plani.Vísir/Einar „Það má segja að þetta sé tvíþætt verkefni. Annars vegar að tryggja það að fyrirtæki geti verið í einhverju skjóli og geti svo spyrnt við fótum. Það er alveg ljóst að það munu einhver fyrirtæki fara á hausinn hjá því verður ekki komist,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún fengið fjölda fyrirspurna um það hvort efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins væri lokið. Svo væri ekki. „Ég hef oft verið spurð hvort þetta sé síðasti pakkinn, að pökkunum er ekki lokið,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ekki mega gleyma sparnaðaraðgerðum í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.Vísir/Einar Formenn Miðflokksins og Viðreisnar gagnrýna ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. „Það sem við höfum verið að kalla eftir er að samhliða þessum sterku sóttvarnaraðgerðum að ríkisstjórnin myndi kynna sterkt efnahagslegt plan, áætlun. Það hefur hún hins vegar ekki gert,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Undir þetta tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mikilvægt væri að fara ekki einungis í aðgerðir sem leiddu til útgjalda heldur þyrfti að fara í sparnaðaraðgerðir. „Það vantar alla sýn um það hvert skuli stefnt. Og á sama tíma og útgjöld munu aukast óhjákvæmilega þá minnka tekjur ríkisins. Þess vegna má ekki gleyma sparnaðaraðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00 Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00 Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Forsætisráðherra segir að ekki verði hjá því komist að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu verði gjaldþrota á næstu mánuðum en aðgerðum ríkistjórnarinnar sé þó ekki lokið. Formenn Viðreisnar og Miðflokksins gagnrýna stjórnvöld fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. Forsætisráðherra var spurð í Víglínunni í dag út í stöðu ferðaþjónustunnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi stefnuleysi stjórnvalda og sagði þörf á sterku efnahagslegu plani.Vísir/Einar „Það má segja að þetta sé tvíþætt verkefni. Annars vegar að tryggja það að fyrirtæki geti verið í einhverju skjóli og geti svo spyrnt við fótum. Það er alveg ljóst að það munu einhver fyrirtæki fara á hausinn hjá því verður ekki komist,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún fengið fjölda fyrirspurna um það hvort efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins væri lokið. Svo væri ekki. „Ég hef oft verið spurð hvort þetta sé síðasti pakkinn, að pökkunum er ekki lokið,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ekki mega gleyma sparnaðaraðgerðum í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar.Vísir/Einar Formenn Miðflokksins og Viðreisnar gagnrýna ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í efnahagsmálum. „Það sem við höfum verið að kalla eftir er að samhliða þessum sterku sóttvarnaraðgerðum að ríkisstjórnin myndi kynna sterkt efnahagslegt plan, áætlun. Það hefur hún hins vegar ekki gert,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Undir þetta tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mikilvægt væri að fara ekki einungis í aðgerðir sem leiddu til útgjalda heldur þyrfti að fara í sparnaðaraðgerðir. „Það vantar alla sýn um það hvert skuli stefnt. Og á sama tíma og útgjöld munu aukast óhjákvæmilega þá minnka tekjur ríkisins. Þess vegna má ekki gleyma sparnaðaraðgerðum,“ sagði Sigmundur Davíð.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00 Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00 Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Leiðtogar ólíkra sjónarmiða í Víglínunni Katrín Jakbosdóttir, forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýendurkjörin formaður Viðreisnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, verða gestir fyrsta Vígínuþáttar vetrarins klukkan 17:40. 27. september 2020 17:00
Formaður Viðreisnar segir tvo kosti í boði Formaður Viðreisnar sagði í setningarræðu á landsþingi flokksins í dag að heimsfaraldur kórónuveirunnar hefði leitt til þess að allt í einu væru tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem kreppan biti fast á og þjóðin sem kreppan léti enn sem komið væri í friði. 25. september 2020 20:00
Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Of mikil óvissa ríkir á tímum kórónuveirufaraldursins, að mati formanns Miðflokksins. Draga verði úr henni eftir fremsta megni. 26. september 2020 19:30