Snæfell fær þunga sekt Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2020 12:31 Það er rík hefð fyrir körfubolta í Stykkishólmi en í vetur verður enginn meistaraflokkur karla hjá Snæfelli. mynd/@kkd.snaefells Körfuknattleiksdeild Snæfells fær þunga sekt fyrir að draga karlalið sitt úr keppni í 1. deild og útlit er fyrir að ekki komi lið inn í deildina í staðinn. Keppni í 1. deild hefst á föstudaginn en nú standa níu lið eftir í deildinni eftir ákvörðunina sem Snæfell tilkynnti um í gærkvöld. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, telur að ekki komi lið úr 2. deild í stað Snæfells: „Mjög líklega ekki. Það er verið að vinna í þessum málum núna. Þetta gerðist hratt um helgina og við höfum verið í miklu sambandi við Hólmara, en tíminn er allt of knappur til að gera eitthvað. Þetta er þannig að 2. deild karla er þegar byrjuð, og 1. deild byrjar á föstudaginn. Mótanefnd er núna á fullu að fara yfir málið en ég geri ráð fyrir því að tíminn sé of knappur [til að bæta við liði í stað Snæfells],“ segir Hannes. „Afskaplega sorglegt“ Hannes segir málið svo sannarlega sorglegt enda um að ræða eitt af þeim félögum sem orðið hefur Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki, og lið sem varð Íslands- og bikarmeistari fyrir tíu árum. Kvennaliðið mun hins vegar áfram spila, í Dominos-deildinni. „Stykkishólmur er mikill körfuboltabær og sú saga teygir sig mjög langt aftur, svo þetta er afskaplega sorglegt. Á sama tíma held ég að við verðum að líta á það Snæfell getur núna farið í uppbyggingu, sett aftur af stað meistaraflokk karla sem allra fyrst og unnið sig upp. Þá verður þetta bara bakslag. Það eru tækifæri í þessu líka,“ segir Hannes. Sekt upp á 650 þúsund krónur Samkvæmt reglum KKÍ ber körfuknattleiksdeild Snæfells að greiða 650 þúsund króna sekt til KKÍ, fyrir að hætta við þátttöku eftir að staðfest leikjadagskrá hefur verið gefin út. Snæfell dró lið sitt úr keppni vegna rekstrerfiðleika og slík sekt hjálpar sjálfsagt ekki til í þeim efnum: „Auðvitað er það leiðinlegt en það er búin að eiga sér stað mikil vinna við að koma mótunum í gang og það er ástæðan fyrir því að það eru háar sektir. Undirbúningur fyrir næsta ár er til að mynda þegar hafinn hjá okkur. Með þessu er ég þó ekki að gagnrýna ákvörðun manna í Stykkishólmi því þeir hafa sínar ástæður,“ segir Hannes. Íslenski körfuboltinn Stykkishólmur Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Snæfells fær þunga sekt fyrir að draga karlalið sitt úr keppni í 1. deild og útlit er fyrir að ekki komi lið inn í deildina í staðinn. Keppni í 1. deild hefst á föstudaginn en nú standa níu lið eftir í deildinni eftir ákvörðunina sem Snæfell tilkynnti um í gærkvöld. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, telur að ekki komi lið úr 2. deild í stað Snæfells: „Mjög líklega ekki. Það er verið að vinna í þessum málum núna. Þetta gerðist hratt um helgina og við höfum verið í miklu sambandi við Hólmara, en tíminn er allt of knappur til að gera eitthvað. Þetta er þannig að 2. deild karla er þegar byrjuð, og 1. deild byrjar á föstudaginn. Mótanefnd er núna á fullu að fara yfir málið en ég geri ráð fyrir því að tíminn sé of knappur [til að bæta við liði í stað Snæfells],“ segir Hannes. „Afskaplega sorglegt“ Hannes segir málið svo sannarlega sorglegt enda um að ræða eitt af þeim félögum sem orðið hefur Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki, og lið sem varð Íslands- og bikarmeistari fyrir tíu árum. Kvennaliðið mun hins vegar áfram spila, í Dominos-deildinni. „Stykkishólmur er mikill körfuboltabær og sú saga teygir sig mjög langt aftur, svo þetta er afskaplega sorglegt. Á sama tíma held ég að við verðum að líta á það Snæfell getur núna farið í uppbyggingu, sett aftur af stað meistaraflokk karla sem allra fyrst og unnið sig upp. Þá verður þetta bara bakslag. Það eru tækifæri í þessu líka,“ segir Hannes. Sekt upp á 650 þúsund krónur Samkvæmt reglum KKÍ ber körfuknattleiksdeild Snæfells að greiða 650 þúsund króna sekt til KKÍ, fyrir að hætta við þátttöku eftir að staðfest leikjadagskrá hefur verið gefin út. Snæfell dró lið sitt úr keppni vegna rekstrerfiðleika og slík sekt hjálpar sjálfsagt ekki til í þeim efnum: „Auðvitað er það leiðinlegt en það er búin að eiga sér stað mikil vinna við að koma mótunum í gang og það er ástæðan fyrir því að það eru háar sektir. Undirbúningur fyrir næsta ár er til að mynda þegar hafinn hjá okkur. Með þessu er ég þó ekki að gagnrýna ákvörðun manna í Stykkishólmi því þeir hafa sínar ástæður,“ segir Hannes.
Íslenski körfuboltinn Stykkishólmur Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira