Leikarinn Joaquin Phoenix og Rooney Mara hafa gefið frumburði sínum nafnið River Phoenix.
Þetta staðfesti leikstjórinn Victor Kossakovsky sem vann með Joaquin Phoenix að nýjustu mynd hans Gunda.
🚨 Viktor Kossakovsky 📽️, Gunda: He just had a baby Boy who's Called River. ( about Joaquin) pic.twitter.com/WuUISnuTsZ
— Max California's Lover (@Paula_FlorV) September 27, 2020
Nafnið er í höfuðið á bróðir Joaquin Phoenix sem lést árið 1993, aðeins 23 ára, eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefni.
Hann var þekktur leikari og tónlistarmaður og mikil barnastjarna eins og bróðir sinn Joaquin.