12 mánuði til barnsins Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 28. september 2020 14:01 Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. Það er undarlegt svo ekki sé meira sagt að félags- og barnamálaráðherra hafi komist að þeirri niðurstöðu réttast sé að þrengja að rétti foreldra til þess að ákveða sjálfir og taka ákvarðanir í framhaldinu sem gagnast barninu best. Þessi forræðishyggja ráðherrans lýsir beinlínis vantrausti á foreldra nýfæddra barna. Ég ásamt félögum mínum í þingflokki Miðflokksins munum leggja fram tillögu þess efnis að foreldrar eigi rétt til sameiginlegs fæðingarorlofs í tólf mánuði og að sama skapi rétt til að skipta þeim með sér eins og hentar barninu best. Það eru ótal álitamál sem vakna við lestur frumvarpsdraganna, til að mynda er sagt í kaflanum um tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar að nú séu 20 ár liðin frá því að núverandi lög um fæðingarorlof tóku gildi og því sé rétt að aðlaga fæðingarofskerfið að þeirri miklu þróun sem hefur orðið í samfélaginu, þar á meðal í jafnréttismálum og stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Ég fæ ekki séð hvernig þessi gamaldags forræðishyggja gagnist okkur í jafnréttisbaráttunni. Það er beinlínis ákveðið í þessu frumvarpi að skikka hvort foreldri til þess að taka sex mánuði innan knapps tímaramma en þeim sé leyfilegt að skipta einum mánuði á milli sín, það sagt vera til þess að koma til móts við aðstæður fjölskyldna. Það er erfitt að sjá hvernig þetta gagnast jafnrétti og sérstaklega hvernig þetta gagnast stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Aðstæður foreldra eru mismunandi og hvað gerist ef annað foreldrið hefur ekki tök á að taka sína sex mánuði, falla þeir þá niður, fær barnið þá aðeins að njóta samvista annars foreldrisins. Foreldrar vilja vera með börnum sínum, sú forræðishyggja sem birtist í þessu frumvarpi mun ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér fæðingarorlofshlutann sem því er ætlað á þessum knappa tíma. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði sem foreldrar skipta á milli sín, eins og hentar best fyrir barnið miðað við aðstæður fjölskyldunnar. Þetta frumvarp er frumvarp vonbrigða, forsjárhyggju og vantrausts á nýbakaða foreldra, eitt atriði er að ekkert tillit virðist vera tekið til aðstæðna einstæðra foreldra og eða foreldra sem búa í sitthvorum landshlutanum. Ekki er hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla innan þess knappa tímaramma sem frumvarpið boðar. Það er einnig undarlegt að tala um leikskóla sem dagvistun eins og gert er í drögunum þar sem leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið, en kemur svo sem ekki á óvart miðað við boðskap frumvarpsins. Það er nefnilega einnig lagt til í frumvarpinu að stytta það tímabil sem foreldrar hafa til þess að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs, núna eru það 24 mánuðir en það á að stytta tímabilið í 18 mánuði, það er sagt gert til þess að foreldrar nýti orlofið fyrstu mánuðina í lífi barns þegar það þarf á mikilli umönnun foreldra að halda. Það að stytta heildartímabilið getur orðið til þess að foreldrar hreinlega geti ekki tekið allt orlofstímabilið og sérstaklega þarf að huga að þeim veruleika sem nú blasir við á þessum tímum. Þetta frumvarp er vont, það gagnast ekki jafnrétti, skerðir rétt barnsins og setur foreldra í afleita stöðu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Fæðingarorlof Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú liggja fyrir drög að frumvarpi um fæðingarorlof í samráðsgátt stjórnvalda en samkvæmt drögunum er verið að þrengja svo um munar að möguleikum foreldra til að taka ákvarðanir sem henta barninu best og með hag þess að leiðarljósi. Það er undarlegt svo ekki sé meira sagt að félags- og barnamálaráðherra hafi komist að þeirri niðurstöðu réttast sé að þrengja að rétti foreldra til þess að ákveða sjálfir og taka ákvarðanir í framhaldinu sem gagnast barninu best. Þessi forræðishyggja ráðherrans lýsir beinlínis vantrausti á foreldra nýfæddra barna. Ég ásamt félögum mínum í þingflokki Miðflokksins munum leggja fram tillögu þess efnis að foreldrar eigi rétt til sameiginlegs fæðingarorlofs í tólf mánuði og að sama skapi rétt til að skipta þeim með sér eins og hentar barninu best. Það eru ótal álitamál sem vakna við lestur frumvarpsdraganna, til að mynda er sagt í kaflanum um tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar að nú séu 20 ár liðin frá því að núverandi lög um fæðingarorlof tóku gildi og því sé rétt að aðlaga fæðingarofskerfið að þeirri miklu þróun sem hefur orðið í samfélaginu, þar á meðal í jafnréttismálum og stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Ég fæ ekki séð hvernig þessi gamaldags forræðishyggja gagnist okkur í jafnréttisbaráttunni. Það er beinlínis ákveðið í þessu frumvarpi að skikka hvort foreldri til þess að taka sex mánuði innan knapps tímaramma en þeim sé leyfilegt að skipta einum mánuði á milli sín, það sagt vera til þess að koma til móts við aðstæður fjölskyldna. Það er erfitt að sjá hvernig þetta gagnast jafnrétti og sérstaklega hvernig þetta gagnast stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Aðstæður foreldra eru mismunandi og hvað gerist ef annað foreldrið hefur ekki tök á að taka sína sex mánuði, falla þeir þá niður, fær barnið þá aðeins að njóta samvista annars foreldrisins. Foreldrar vilja vera með börnum sínum, sú forræðishyggja sem birtist í þessu frumvarpi mun ekki gera annað en að skapa sektarkennd og jafnvel skömm hjá því foreldri sem einhverra hluta vegna getur ekki nýtt sér fæðingarorlofshlutann sem því er ætlað á þessum knappa tíma. Eðlilegast er að barnið fái þessa 12 mánuði sem foreldrar skipta á milli sín, eins og hentar best fyrir barnið miðað við aðstæður fjölskyldunnar. Þetta frumvarp er frumvarp vonbrigða, forsjárhyggju og vantrausts á nýbakaða foreldra, eitt atriði er að ekkert tillit virðist vera tekið til aðstæðna einstæðra foreldra og eða foreldra sem búa í sitthvorum landshlutanum. Ekki er hugað að aðstæðum foreldra sem ekki fá pláss fyrir barn sitt á leikskóla innan þess knappa tímaramma sem frumvarpið boðar. Það er einnig undarlegt að tala um leikskóla sem dagvistun eins og gert er í drögunum þar sem leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið, en kemur svo sem ekki á óvart miðað við boðskap frumvarpsins. Það er nefnilega einnig lagt til í frumvarpinu að stytta það tímabil sem foreldrar hafa til þess að nýta rétt sinn til fæðingarorlofs, núna eru það 24 mánuðir en það á að stytta tímabilið í 18 mánuði, það er sagt gert til þess að foreldrar nýti orlofið fyrstu mánuðina í lífi barns þegar það þarf á mikilli umönnun foreldra að halda. Það að stytta heildartímabilið getur orðið til þess að foreldrar hreinlega geti ekki tekið allt orlofstímabilið og sérstaklega þarf að huga að þeim veruleika sem nú blasir við á þessum tímum. Þetta frumvarp er vont, það gagnast ekki jafnrétti, skerðir rétt barnsins og setur foreldra í afleita stöðu. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun