Fylkir íhugar að kæra KR vegna ummæla Rúnars Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2020 17:50 Rúnar Kristinsson var ekki par sáttur með Ólaf Inga eftir leik í gær. Fylkir íhugar nú að kæra KR vegna ummæla Rúnars. Samsett/Bára/Hulda Margrét Fylkir vann langþráðan sigur á Íslandsmeisturum KR í Frostaskjóli í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær. Lokatölur leiksins 2-1 þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu undir blálokin. Aðdragandi hennar var langur en Beitir Ólafsson – markvörður KR – fékk dæmda á sig vítaspyrnu ásamt því að fá rautt spjald að launum fyrir að slæma hendi í andlit Ólafs Inga Skúlasonar, leikmanns Fylkis. Ólafur Ingi féll til jarðar og þó svo að KR væri komið í sókn á hinum enda vallarins ákvað Ívar Orri Kristjánsson – dómari leiksins – á endanum að dæma vítaspyrnu og reka Beiti út af. Ólafur Ingi mætti í viðtal eftir leik þar sem hann sagði að Beitir hefði sett olnbogann í andlit sitt og að vítaspyrna hafi verið réttur dómur. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði við Vísi eftir leik að Ólafur Ingi hefði sett upp leikrit og ekki í fyrsta skiptið. „Hann hefur gert þetta oft áður og hann er að reyna eyðileggja leikinn á þennan hátt … þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar að leik loknum. Knattspyrnudeild Fylkis íhugar nú að kæra KR til KSÍ vegna ummæla Rúnars eftir leik. Kjartan Daníelsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, staðfesti þetta í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Ólafur Ingi Skúlason, sagði í viðtali við Rikka G fyrr í dag, að Fylkir væri búið að leggja fram kæru á hendur KR en það virðist ekki alveg rétt. „Ég get staðfest að við erum að skoða hvaða leiðir við ætlum að fara í þessu máli. Við erum að skoða þetta innan félagsins vegna þess hve alvarleg ummæli er um að ræða,“ sagði Kjartan. Fylkir hefur fimm daga til að taka ákvörðun í málinu en þá rennur kærufrestur Knattspyrnusambandsins út. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagðist ekkert hafa heyrt um málið en það væri ljóst að KR-ingar myndu svara fyrir það ef málið myndi rata inn á borð til þeirra. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57 Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30 Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20 Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25 Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Fylkir vann langþráðan sigur á Íslandsmeisturum KR í Frostaskjóli í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í gær. Lokatölur leiksins 2-1 þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu undir blálokin. Aðdragandi hennar var langur en Beitir Ólafsson – markvörður KR – fékk dæmda á sig vítaspyrnu ásamt því að fá rautt spjald að launum fyrir að slæma hendi í andlit Ólafs Inga Skúlasonar, leikmanns Fylkis. Ólafur Ingi féll til jarðar og þó svo að KR væri komið í sókn á hinum enda vallarins ákvað Ívar Orri Kristjánsson – dómari leiksins – á endanum að dæma vítaspyrnu og reka Beiti út af. Ólafur Ingi mætti í viðtal eftir leik þar sem hann sagði að Beitir hefði sett olnbogann í andlit sitt og að vítaspyrna hafi verið réttur dómur. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði við Vísi eftir leik að Ólafur Ingi hefði sett upp leikrit og ekki í fyrsta skiptið. „Hann hefur gert þetta oft áður og hann er að reyna eyðileggja leikinn á þennan hátt … þegar lið vinna á þennan hátt þá er þetta bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar að leik loknum. Knattspyrnudeild Fylkis íhugar nú að kæra KR til KSÍ vegna ummæla Rúnars eftir leik. Kjartan Daníelsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, staðfesti þetta í samtali við Vísi nú rétt í þessu. Ólafur Ingi Skúlason, sagði í viðtali við Rikka G fyrr í dag, að Fylkir væri búið að leggja fram kæru á hendur KR en það virðist ekki alveg rétt. „Ég get staðfest að við erum að skoða hvaða leiðir við ætlum að fara í þessu máli. Við erum að skoða þetta innan félagsins vegna þess hve alvarleg ummæli er um að ræða,“ sagði Kjartan. Fylkir hefur fimm daga til að taka ákvörðun í málinu en þá rennur kærufrestur Knattspyrnusambandsins út. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, sagðist ekkert hafa heyrt um málið en það væri ljóst að KR-ingar myndu svara fyrir það ef málið myndi rata inn á borð til þeirra.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57 Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30 Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20 Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31 Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25 Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Sjá meira
Segist hafa þurft að útskýra fyrir börnunum sínum að hann sé ekki svindlari Ólafur Ingi Skúlason segir ummæli Rúnars Kristinssonar í sinn garð eftir leik KR og Fylkis honum til skammar. 28. september 2020 16:57
Fyrsti sigur Fylkis í Frostaskjólinu í ellefu ár Fylkir vann í gær sinn fyrsta sigur í Frostaskjólinu síðan 2009 og sinn fyrsta sigur á KR síðan 2012. 28. september 2020 13:30
Rýndu í rauða spjaldið sem Beitir fékk og gerði Rúnar foxillan „Þegar lið vinna á þennan hátt þá er það bara svindl og svínarí,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, um lokin á leiknum við Fylki í gær. Kjartan Atli Kjartansson og Hjörvar Hafliðason rýndu í það sem þar gerðist í Pepsi Max tilþrifunum. 28. september 2020 09:20
Sjáðu dramatíkina í sundlaug Vesturbæjar og markaóðan Birki bjarga stigi Það var nóg af mörkum og dramatík í 18. umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta sem leikin var í gær. Hér má sjá öll mörkin. 28. september 2020 08:31
Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Framganga Ólafs Inga Skúlasonar var helsti umræðupunkturinn eftir dramatískan sigur Fylkis á KR í Pepsi-Max deild karla í fótbolta í dag. 27. september 2020 18:25
Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14