Járnvilji í bestu dúfu landsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. september 2020 20:00 Bréfdúfan Járnfrúin átti stórsigur á mótaröð sumarsins í keppnisflugi og hefur verið valin besta dúfa landsins. Eigandi hennar á yfir eitt hundrað dúfur og segist þekkja þær allar í sundur. „Þetta er bara eins og hjá sauðfjárbónda sem fer inn í rollukofann sinn. Hann þekkir allar kindrunar í sundur þó þær séu allar með horn og hvítar. Þær eru allar gjörólíkar fyrir mér,“ segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, dúfnaræktandi. Ekki nóg með að Vilhelm þekki allar 135 dúfurnar sínar í sundur heldur kann hann einig deili á forfeðrum þeirra. Enda hefur hann ræktað bréfdúfur til keppnisflugs í tugi ára. Þetta árið er hann með nokkrar hraðfleygustu dúfur landsins. Þar á meðal dúfuna sem var valin sú besta í ár. „Hún var send í tíu keppnir, var átta sinnum á meðal fyrstu fugla og tvisvar var hún í verðlaunasæti,“ segir hann. Hún hefur fengið nafnið Iron Lady, eða Járnfrúin, með vísan til breska forsætisráðherrans fyrrverandi. „Það lýsir hennar járnvilja. Hún flýgur mjög vel í erfiðum mótvindskeppnum og svo er hún með beina- og vöðvabyggingu úr stáli,“ segir Vilhelm. Það kemur sér vel í löngu keppnisfluginu. Í ár flaug hún til dæmis frá Langanesi og til Garðabæjar, þar sem hún á heima. „Við förum bara með þær eins langt og við getum farið með þær hérna á Íslandi. Það eru 400 kílómetrar.“ Vilhelm Ragnar Sigurjónsson hefur ræktað dúfur í tugi ára. Hann segir ekki algengt að dúfurnar týnist og þá er það helst ef þær þreytast eða lenda í ránfugli. Þær rati iðulega heim. „Þær fara eftir segulsviði jarðar, nota það og sólina. Þær fljúga hérna fyrir utan heima hjá sér og staðsetja sig og virðast mynda einhvers konar kort.“ Vilhelm er ásamt tveimur öðrum með ræktunina, sem nefnist Stjörnu-loft, enda felst í þessu mikil vinna. Dúfurnar borða sérstakt fæði og metnaður er lagður í undaneldi. Keppnisskapið er mikið og nú þegar hefur Járnfrúin verið pöruð með besta karlfugli landsins og munu ungar þeirra fá að spreyta sig næsta sumar. „Þessir ungar hafa allt sem góð bréfdúfa þarf að hafa,“ segir Vilhelm spenntur fyrir næsta tímabili. Dýr Fuglar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bréfdúfan Járnfrúin átti stórsigur á mótaröð sumarsins í keppnisflugi og hefur verið valin besta dúfa landsins. Eigandi hennar á yfir eitt hundrað dúfur og segist þekkja þær allar í sundur. „Þetta er bara eins og hjá sauðfjárbónda sem fer inn í rollukofann sinn. Hann þekkir allar kindrunar í sundur þó þær séu allar með horn og hvítar. Þær eru allar gjörólíkar fyrir mér,“ segir Vilhelm Ragnar Sigurjónsson, dúfnaræktandi. Ekki nóg með að Vilhelm þekki allar 135 dúfurnar sínar í sundur heldur kann hann einig deili á forfeðrum þeirra. Enda hefur hann ræktað bréfdúfur til keppnisflugs í tugi ára. Þetta árið er hann með nokkrar hraðfleygustu dúfur landsins. Þar á meðal dúfuna sem var valin sú besta í ár. „Hún var send í tíu keppnir, var átta sinnum á meðal fyrstu fugla og tvisvar var hún í verðlaunasæti,“ segir hann. Hún hefur fengið nafnið Iron Lady, eða Járnfrúin, með vísan til breska forsætisráðherrans fyrrverandi. „Það lýsir hennar járnvilja. Hún flýgur mjög vel í erfiðum mótvindskeppnum og svo er hún með beina- og vöðvabyggingu úr stáli,“ segir Vilhelm. Það kemur sér vel í löngu keppnisfluginu. Í ár flaug hún til dæmis frá Langanesi og til Garðabæjar, þar sem hún á heima. „Við förum bara með þær eins langt og við getum farið með þær hérna á Íslandi. Það eru 400 kílómetrar.“ Vilhelm Ragnar Sigurjónsson hefur ræktað dúfur í tugi ára. Hann segir ekki algengt að dúfurnar týnist og þá er það helst ef þær þreytast eða lenda í ránfugli. Þær rati iðulega heim. „Þær fara eftir segulsviði jarðar, nota það og sólina. Þær fljúga hérna fyrir utan heima hjá sér og staðsetja sig og virðast mynda einhvers konar kort.“ Vilhelm er ásamt tveimur öðrum með ræktunina, sem nefnist Stjörnu-loft, enda felst í þessu mikil vinna. Dúfurnar borða sérstakt fæði og metnaður er lagður í undaneldi. Keppnisskapið er mikið og nú þegar hefur Járnfrúin verið pöruð með besta karlfugli landsins og munu ungar þeirra fá að spreyta sig næsta sumar. „Þessir ungar hafa allt sem góð bréfdúfa þarf að hafa,“ segir Vilhelm spenntur fyrir næsta tímabili.
Dýr Fuglar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira