Katrín Tanja á topplistanum yfir markaðsvænlegasta íþróttafólk heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2020 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir er flottur sendiherra fyrir bæði CrossFit íþróttina og íslensku þjóðina. Getty/Meg Oliphant Ísland á flottan fulltrúa á nýjum lista yfir það íþróttafólk heimsins sem er með seljanlegustu ímyndina. Lionel Messi endaði ofar en Cristiano Ronaldo. SportsPro hefur gefið út topp fimmtíu lista sinn yfir það íþróttafólk sem á auðveldast með að breyta sterkri ímynd sinni í auglýsingatekjur. Tveir fótboltamenn eru efstir á listanum en í næstu sætum koma LeBron James og indversk krikketstjarna. Við Íslendingar fögnum því hins vegar að Ísland á flottan fulltrúa á listanum því Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 45. sætinu. Katrín Tanja Davíðsdóttir er sú eina í CrossFit íþróttinni sem kemst inn á topp fimmtíu listann en heimsmeistarar síðustu ár, þau Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey, eru hvergi sjáanleg. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari i CrossFit 2015 og 2016 og hefur síðan haldið sér í hópi þeirra fimm bestu á öllum heimsleikunum síðan. Það varð engin breyting á því á dögunum þegar hún tryggði sér sæti í fimm manna ofurúrslitum um heimsmeistaratitilinn 2020. The world s most marketable athlete for 2020 has been revealed.https://t.co/W4d4tmr3JX pic.twitter.com/8uuOzaAuOO— SPORTbible (@sportbible) September 29, 2020 Næsta á undan Katrínu Tönju eru körfuboltastjörnurnar Giannis Antetokounmpo, Zion Williamson og Anthony Davis sem eru allir framtíðar stórstjörnur í NBA-deildinni í körfubolta. Auk frábærs árangurs í íþróttinni sjálfri þá hefur Katrín Tanja Davíðsdóttir verið eins konar sendiherra CrossFit með því að stíga fram á mörgum mismunandi stöðum. Hún sat meðal annars fyrir í Body blaði ESPN fyrst CrossFit fólks og hefur talað á ráðstefnum á vegum ESPN. Katrín Tanja Davíðsdóttir heillar alla með keppnisskapi sínu, heilindum og prúðmennsku og það er ekkert skrýtið að hún fá það krefjandi hlutverk að tala fyrir sinni íþrótt. Katrín Tanja er líka dugleg að auglýsa Ísland og er því einnig frábær sendiherra fyrir íslensku þjóðina. Katrín Tanja er vissulega í 45. sæti á heildarlistanum en hún er síðan í tólfta sæti meðal kvenna á listanum. Þær eru sem eru á undan henni eru tenniskonurnar Bianca Andreescu, Coco Gauff og Naomi Osaka, fimleikakonan Simone Biles, fótboltakonurnar Alex Morgan og Megan Rapinoe, frjálsíþróttakonan Dina Asher-Smith, brimbettakonurnar Kelia Termini, Bethany Hamilton og Carissa Moore og snjóbrettakonan Anna Gasser. NEW: Our list of the World s 50 Most Marketable athletes is now available. Get our complete @SportsPro analysis of over 6,000 athletes from 21 sports and learn which superstars and leagues are driving the evolution of sports culture and media. https://t.co/SmJjbqAW5g pic.twitter.com/YX2uhwvZsn— Nielsen Sports (@nielsensports) September 28, 2020 En aftur að öðrum á þessum athyglisverða lista. Cristiano Ronaldo nær nefnilega ekki efsta sætinu þrátt fyrir að vera með meiri auglýsingatekjur en Lionel Messi og í raun meiri auglýsingatekjur en allir íþróttamenn heimsins. Lionel Messi tekur samt efsta sætið og SportsPro tekur þar inn í alls kyns atriði eins og Gullboltan, fylgjendur á samfélagsmiðlum, jafna stækkun fylgjendahóps í langan tíma, vegsemd í fjölmiðlum og frammistöðu merkjavöru út frá náttúrulegum efnistökum. Cristiano Ronaldo er þannig að vinna með miklu fleiri styrktaraðilum en það er meira virði að ná samning við Lionel Messi sem er með miklu færri auglýsingasamninga en Ronaldo. Fimmti íþróttamaðurinn á listanum og efsta konan er kanadíska tenniskonan Bianca Andreescu. Fótboltamenn eru annars afar áberandi meðal efstu íþróttamann en á topp tíu eru einnig Neymar hjá PSG (sjötti), Mo Salah hjá Liverpool (níundi) og Paulo Dybala hjá Juventus (tíundi). Markaðsvænlegasta íþróttafólk heimsins 50. Russell Westbrook (Körfubolti) 49. Mikaela Shiffrin (Skíði) 48. Ashleigh Barty (Tennis) 47. Dorothea Wierer (Skíðaskotfimi) 46. Katelyn Ohashi (Fimmleikar) 45. Katrín Tanja Davíðsdóttir (Crossfit) 44. Giannis Antetokounmpo (Körfubolti) 43. Zion Williamson (Körfubolti) 42. Anthony Davis (Körfubolti) 41. Carissa Moore (Brimbretti) 40. Bethany Hamilton (Brimbretti) 39. Dele Alli (Fótbolti) 38. Kelia Termini (Brimbretti) 37. Charles Leclerc (Formúla eitt) 36. Luka Doncic (Körfubolti) 35. Roger Federer (Tennis) 34. Son Heung-min (Fótbolti) 33. Naomi Osaka (Tennis) 32. Tyson Fury (Hnefaleikar) 31. Anthony Joshua (Hnefaleikar) 30. Tom Brady (Amerískur fótbolti) 29. Anna Gasser (Snjóbretti) 28. Rafael Nadal (Tennis) 27. Sky Brown (Hjólabretti) 26. Patrick Mahomes (Amerískur fótbolti) 25. Megan Rapinoe (Fótbolti) 24. Jorge Masvidal (MMA) 23. Virgil van Dijk (Fótbolti) 22. Dina Asher-Smith (Frjálsar íþróttir) 21. Lewis Hamilton (Formúla eitt) 20. Robert Lewandowski (Fótbolti) 19. Paul Pogba (Fótbolti) 18. Coco Gauff (Tennis) 17. Alex Morgan (Fótbolti) 16. Erling Haaland (Fótbolti) 15. Kylian Mbappe (Fótbolti) 14. Simone Biles (Fimleikar) 13. Steph Curry (Körfubolti) 12. Ryan Garcia (Hnefaleikar) 11. Eden Hazard (Fótbolti) 10. Paulo Dybala (Fótbolti) 9. Mohamed Salah (Fótbolti) 8. Rohit Sharma (Krikket) 7. Khabib Nurmagomedov (MMA) 6. Neymar Jr (Fótbolti) 5. Bianca Andreescu (Tennis) 4. Virat Kohli (Krikket) 3. LeBron James (Körfubolti) 2. Cristiano Ronaldo (Fótbolti) 1. Lionel Messi (Fótbolti) CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Fleiri fréttir Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira
Ísland á flottan fulltrúa á nýjum lista yfir það íþróttafólk heimsins sem er með seljanlegustu ímyndina. Lionel Messi endaði ofar en Cristiano Ronaldo. SportsPro hefur gefið út topp fimmtíu lista sinn yfir það íþróttafólk sem á auðveldast með að breyta sterkri ímynd sinni í auglýsingatekjur. Tveir fótboltamenn eru efstir á listanum en í næstu sætum koma LeBron James og indversk krikketstjarna. Við Íslendingar fögnum því hins vegar að Ísland á flottan fulltrúa á listanum því Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 45. sætinu. Katrín Tanja Davíðsdóttir er sú eina í CrossFit íþróttinni sem kemst inn á topp fimmtíu listann en heimsmeistarar síðustu ár, þau Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey, eru hvergi sjáanleg. Katrín Tanja Davíðsdóttir varð heimsmeistari i CrossFit 2015 og 2016 og hefur síðan haldið sér í hópi þeirra fimm bestu á öllum heimsleikunum síðan. Það varð engin breyting á því á dögunum þegar hún tryggði sér sæti í fimm manna ofurúrslitum um heimsmeistaratitilinn 2020. The world s most marketable athlete for 2020 has been revealed.https://t.co/W4d4tmr3JX pic.twitter.com/8uuOzaAuOO— SPORTbible (@sportbible) September 29, 2020 Næsta á undan Katrínu Tönju eru körfuboltastjörnurnar Giannis Antetokounmpo, Zion Williamson og Anthony Davis sem eru allir framtíðar stórstjörnur í NBA-deildinni í körfubolta. Auk frábærs árangurs í íþróttinni sjálfri þá hefur Katrín Tanja Davíðsdóttir verið eins konar sendiherra CrossFit með því að stíga fram á mörgum mismunandi stöðum. Hún sat meðal annars fyrir í Body blaði ESPN fyrst CrossFit fólks og hefur talað á ráðstefnum á vegum ESPN. Katrín Tanja Davíðsdóttir heillar alla með keppnisskapi sínu, heilindum og prúðmennsku og það er ekkert skrýtið að hún fá það krefjandi hlutverk að tala fyrir sinni íþrótt. Katrín Tanja er líka dugleg að auglýsa Ísland og er því einnig frábær sendiherra fyrir íslensku þjóðina. Katrín Tanja er vissulega í 45. sæti á heildarlistanum en hún er síðan í tólfta sæti meðal kvenna á listanum. Þær eru sem eru á undan henni eru tenniskonurnar Bianca Andreescu, Coco Gauff og Naomi Osaka, fimleikakonan Simone Biles, fótboltakonurnar Alex Morgan og Megan Rapinoe, frjálsíþróttakonan Dina Asher-Smith, brimbettakonurnar Kelia Termini, Bethany Hamilton og Carissa Moore og snjóbrettakonan Anna Gasser. NEW: Our list of the World s 50 Most Marketable athletes is now available. Get our complete @SportsPro analysis of over 6,000 athletes from 21 sports and learn which superstars and leagues are driving the evolution of sports culture and media. https://t.co/SmJjbqAW5g pic.twitter.com/YX2uhwvZsn— Nielsen Sports (@nielsensports) September 28, 2020 En aftur að öðrum á þessum athyglisverða lista. Cristiano Ronaldo nær nefnilega ekki efsta sætinu þrátt fyrir að vera með meiri auglýsingatekjur en Lionel Messi og í raun meiri auglýsingatekjur en allir íþróttamenn heimsins. Lionel Messi tekur samt efsta sætið og SportsPro tekur þar inn í alls kyns atriði eins og Gullboltan, fylgjendur á samfélagsmiðlum, jafna stækkun fylgjendahóps í langan tíma, vegsemd í fjölmiðlum og frammistöðu merkjavöru út frá náttúrulegum efnistökum. Cristiano Ronaldo er þannig að vinna með miklu fleiri styrktaraðilum en það er meira virði að ná samning við Lionel Messi sem er með miklu færri auglýsingasamninga en Ronaldo. Fimmti íþróttamaðurinn á listanum og efsta konan er kanadíska tenniskonan Bianca Andreescu. Fótboltamenn eru annars afar áberandi meðal efstu íþróttamann en á topp tíu eru einnig Neymar hjá PSG (sjötti), Mo Salah hjá Liverpool (níundi) og Paulo Dybala hjá Juventus (tíundi). Markaðsvænlegasta íþróttafólk heimsins 50. Russell Westbrook (Körfubolti) 49. Mikaela Shiffrin (Skíði) 48. Ashleigh Barty (Tennis) 47. Dorothea Wierer (Skíðaskotfimi) 46. Katelyn Ohashi (Fimmleikar) 45. Katrín Tanja Davíðsdóttir (Crossfit) 44. Giannis Antetokounmpo (Körfubolti) 43. Zion Williamson (Körfubolti) 42. Anthony Davis (Körfubolti) 41. Carissa Moore (Brimbretti) 40. Bethany Hamilton (Brimbretti) 39. Dele Alli (Fótbolti) 38. Kelia Termini (Brimbretti) 37. Charles Leclerc (Formúla eitt) 36. Luka Doncic (Körfubolti) 35. Roger Federer (Tennis) 34. Son Heung-min (Fótbolti) 33. Naomi Osaka (Tennis) 32. Tyson Fury (Hnefaleikar) 31. Anthony Joshua (Hnefaleikar) 30. Tom Brady (Amerískur fótbolti) 29. Anna Gasser (Snjóbretti) 28. Rafael Nadal (Tennis) 27. Sky Brown (Hjólabretti) 26. Patrick Mahomes (Amerískur fótbolti) 25. Megan Rapinoe (Fótbolti) 24. Jorge Masvidal (MMA) 23. Virgil van Dijk (Fótbolti) 22. Dina Asher-Smith (Frjálsar íþróttir) 21. Lewis Hamilton (Formúla eitt) 20. Robert Lewandowski (Fótbolti) 19. Paul Pogba (Fótbolti) 18. Coco Gauff (Tennis) 17. Alex Morgan (Fótbolti) 16. Erling Haaland (Fótbolti) 15. Kylian Mbappe (Fótbolti) 14. Simone Biles (Fimleikar) 13. Steph Curry (Körfubolti) 12. Ryan Garcia (Hnefaleikar) 11. Eden Hazard (Fótbolti) 10. Paulo Dybala (Fótbolti) 9. Mohamed Salah (Fótbolti) 8. Rohit Sharma (Krikket) 7. Khabib Nurmagomedov (MMA) 6. Neymar Jr (Fótbolti) 5. Bianca Andreescu (Tennis) 4. Virat Kohli (Krikket) 3. LeBron James (Körfubolti) 2. Cristiano Ronaldo (Fótbolti) 1. Lionel Messi (Fótbolti)
Markaðsvænlegasta íþróttafólk heimsins 50. Russell Westbrook (Körfubolti) 49. Mikaela Shiffrin (Skíði) 48. Ashleigh Barty (Tennis) 47. Dorothea Wierer (Skíðaskotfimi) 46. Katelyn Ohashi (Fimmleikar) 45. Katrín Tanja Davíðsdóttir (Crossfit) 44. Giannis Antetokounmpo (Körfubolti) 43. Zion Williamson (Körfubolti) 42. Anthony Davis (Körfubolti) 41. Carissa Moore (Brimbretti) 40. Bethany Hamilton (Brimbretti) 39. Dele Alli (Fótbolti) 38. Kelia Termini (Brimbretti) 37. Charles Leclerc (Formúla eitt) 36. Luka Doncic (Körfubolti) 35. Roger Federer (Tennis) 34. Son Heung-min (Fótbolti) 33. Naomi Osaka (Tennis) 32. Tyson Fury (Hnefaleikar) 31. Anthony Joshua (Hnefaleikar) 30. Tom Brady (Amerískur fótbolti) 29. Anna Gasser (Snjóbretti) 28. Rafael Nadal (Tennis) 27. Sky Brown (Hjólabretti) 26. Patrick Mahomes (Amerískur fótbolti) 25. Megan Rapinoe (Fótbolti) 24. Jorge Masvidal (MMA) 23. Virgil van Dijk (Fótbolti) 22. Dina Asher-Smith (Frjálsar íþróttir) 21. Lewis Hamilton (Formúla eitt) 20. Robert Lewandowski (Fótbolti) 19. Paul Pogba (Fótbolti) 18. Coco Gauff (Tennis) 17. Alex Morgan (Fótbolti) 16. Erling Haaland (Fótbolti) 15. Kylian Mbappe (Fótbolti) 14. Simone Biles (Fimleikar) 13. Steph Curry (Körfubolti) 12. Ryan Garcia (Hnefaleikar) 11. Eden Hazard (Fótbolti) 10. Paulo Dybala (Fótbolti) 9. Mohamed Salah (Fótbolti) 8. Rohit Sharma (Krikket) 7. Khabib Nurmagomedov (MMA) 6. Neymar Jr (Fótbolti) 5. Bianca Andreescu (Tennis) 4. Virat Kohli (Krikket) 3. LeBron James (Körfubolti) 2. Cristiano Ronaldo (Fótbolti) 1. Lionel Messi (Fótbolti)
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Fleiri fréttir Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Sjá meira