Sara fær góða HM-kveðju á stórafmælinu Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 14:00 Sara Björk Gunnarsdóttir jafnaði landsleikjamet Íslands í leiknum við Svíþjóð á dögunum. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fagnar þrítugsafmæli í dag og af því tilefni fær hún góða kveðju á Twitter-síðu heimsmeistaramóts FIFA. Með kveðjunni fylgir myndskeið af Söru í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sumar þar sem hún skoraði þriðja mark Lyon og innsiglaði 3-1 sigur liðsins á Wolfsburg, sínu gamla liði. This #UWCL final goal hero and prolific trophy-collector turns 30 today Join us in wishing @sarabjork18 a happy birthday #HBD | @OLfeminin | @footballiceland pic.twitter.com/ILeHPmmcwf— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) September 29, 2020 Í kveðjunni er Söru lýst sem hetju úr úrslitaleiknum og hún sögð afkastamikill titlasafnari. Það eru orð að sönnu. Frá því að Sara fór í atvinnumennsku 2011 hefur hún fjórum sinnum orðið sænskur meistari og unnið sænska bikarinn einu sinni, unnið deild og bikar í Þýskalandi fjögur ár í röð, og svo franska bikarinn og Meistaradeild Evrópu í sumar, auk minni titla. Innilega til hamingju með stórafmælið captain @sarabjork18 pic.twitter.com/nnAkHbPtW4— Jón Þór Hauksson (@jonthor78) September 29, 2020 Sara, sem var kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2018, náði sömuleiðis frábærum árangri sem landsliðskona fyrir 30 ára afmælisdaginn. Hún jafnaði fyrr í þessum mánuði landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur með því að spila sinn 133. A-landsleik, og getur slegið metið í Gautaborg í næsta mánuði. Sara hefur þrisvar sinnum farið með Íslandi í lokakeppni EM og verið í byrjunarliðinu í öllum tíu leikjunum sem Ísland hefur spilað á stórmóti til þessa. Fótbolti Tímamót Tengdar fréttir Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sara Björk jafnaði landsleikjametið í gær. Hún hefur varla misst af alvöru leik síðan hún var 16 ára gömul. 23. september 2020 14:01 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fagnar þrítugsafmæli í dag og af því tilefni fær hún góða kveðju á Twitter-síðu heimsmeistaramóts FIFA. Með kveðjunni fylgir myndskeið af Söru í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sumar þar sem hún skoraði þriðja mark Lyon og innsiglaði 3-1 sigur liðsins á Wolfsburg, sínu gamla liði. This #UWCL final goal hero and prolific trophy-collector turns 30 today Join us in wishing @sarabjork18 a happy birthday #HBD | @OLfeminin | @footballiceland pic.twitter.com/ILeHPmmcwf— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) September 29, 2020 Í kveðjunni er Söru lýst sem hetju úr úrslitaleiknum og hún sögð afkastamikill titlasafnari. Það eru orð að sönnu. Frá því að Sara fór í atvinnumennsku 2011 hefur hún fjórum sinnum orðið sænskur meistari og unnið sænska bikarinn einu sinni, unnið deild og bikar í Þýskalandi fjögur ár í röð, og svo franska bikarinn og Meistaradeild Evrópu í sumar, auk minni titla. Innilega til hamingju með stórafmælið captain @sarabjork18 pic.twitter.com/nnAkHbPtW4— Jón Þór Hauksson (@jonthor78) September 29, 2020 Sara, sem var kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2018, náði sömuleiðis frábærum árangri sem landsliðskona fyrir 30 ára afmælisdaginn. Hún jafnaði fyrr í þessum mánuði landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur með því að spila sinn 133. A-landsleik, og getur slegið metið í Gautaborg í næsta mánuði. Sara hefur þrisvar sinnum farið með Íslandi í lokakeppni EM og verið í byrjunarliðinu í öllum tíu leikjunum sem Ísland hefur spilað á stórmóti til þessa.
Fótbolti Tímamót Tengdar fréttir Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sara Björk jafnaði landsleikjametið í gær. Hún hefur varla misst af alvöru leik síðan hún var 16 ára gömul. 23. september 2020 14:01 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira
Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sara Björk jafnaði landsleikjametið í gær. Hún hefur varla misst af alvöru leik síðan hún var 16 ára gömul. 23. september 2020 14:01
Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16