Schumacher þreytir frumraun sína á næstu vikum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2020 23:01 Mick Schumacher fær smjörþefinn af Formúlu 1 í næsta mánuði. Joe Portlock /Getty Images Mick Schumacher – sonur Michael Schumacher – mun þreyta frumraun sína í Formúlu 1 kappakstrinum í næsta mánuði. BBC greindi frá. Schumacher yngri verður hluti af teymi Alfa Romeo fyrir fyrir Eifel-kappaksturinn í Þýskalandi þann 9. október. Þar með fær Schumacher smjörþefinn af Formúlu 1 kappakstri þó aðeins sé um að ræða æfingar fyrir kappaksturinn sjálfan. Mick Schumacher will make his FP1 debut at next month s German GP The 21-year-old will step in Antonio s car for the session.Read more https://t.co/xA4lfXgAsG #AlfaRomeoRacing #ORLEN pic.twitter.com/K96JsKOoct— Alfa Romeo Racing ORLEN (@alfaromeoracing) September 29, 2020 Þetta verður í fyrsta skipti sem Schumacher keyrir Formúlu 1 bíl en hann er sem stendur efstur í Formúlu 2. Þar keyrir hann fyrir Ferrari en talið er að hann keyri fyrir Alfa Romeo í Formúlu 1 á næstu leiktíð. Alfa Romeo er tengt Ferrari og því væri um hálfgerðan reynsluakstur að ræða. Bretinn Callum Ilott fær að öllum líkindum einnig tækifæri í F1 á næsta ári en hann er í öðru sæti í Formúlu 2 sem stendur. Ilott myndi keyra fyrir Haas sem er einnig tengt Ferrari. „Ég er mjög ánægður með að fá þetta tækifæri. Að mitt fyrsta skipti sem hluti af Formúlu 1 helgi verði fyrir framan heimafólk mitt í Nurburgring gerir þetta enn sérstakara. Ég ætla að nýta næstu tíu daga til þess að undirbúa mig eins vel og mögulegt er svo ég standi mig sem allra best,“ sagði Schumacher í viðtali við BBC. Þó svo að Schumacher komist inn í hinn harða heim Formúlu 1 þá á hann töluvert í land með að ná karli föður sínum. Schumacher eldri varð meistari alls sjö sinnum frá 1994 til 2004. Hann vann 91 kappakstur á sínum ferli og skilaði sér 155 sinnum á verðlaunapall. Formúla Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Mick Schumacher – sonur Michael Schumacher – mun þreyta frumraun sína í Formúlu 1 kappakstrinum í næsta mánuði. BBC greindi frá. Schumacher yngri verður hluti af teymi Alfa Romeo fyrir fyrir Eifel-kappaksturinn í Þýskalandi þann 9. október. Þar með fær Schumacher smjörþefinn af Formúlu 1 kappakstri þó aðeins sé um að ræða æfingar fyrir kappaksturinn sjálfan. Mick Schumacher will make his FP1 debut at next month s German GP The 21-year-old will step in Antonio s car for the session.Read more https://t.co/xA4lfXgAsG #AlfaRomeoRacing #ORLEN pic.twitter.com/K96JsKOoct— Alfa Romeo Racing ORLEN (@alfaromeoracing) September 29, 2020 Þetta verður í fyrsta skipti sem Schumacher keyrir Formúlu 1 bíl en hann er sem stendur efstur í Formúlu 2. Þar keyrir hann fyrir Ferrari en talið er að hann keyri fyrir Alfa Romeo í Formúlu 1 á næstu leiktíð. Alfa Romeo er tengt Ferrari og því væri um hálfgerðan reynsluakstur að ræða. Bretinn Callum Ilott fær að öllum líkindum einnig tækifæri í F1 á næsta ári en hann er í öðru sæti í Formúlu 2 sem stendur. Ilott myndi keyra fyrir Haas sem er einnig tengt Ferrari. „Ég er mjög ánægður með að fá þetta tækifæri. Að mitt fyrsta skipti sem hluti af Formúlu 1 helgi verði fyrir framan heimafólk mitt í Nurburgring gerir þetta enn sérstakara. Ég ætla að nýta næstu tíu daga til þess að undirbúa mig eins vel og mögulegt er svo ég standi mig sem allra best,“ sagði Schumacher í viðtali við BBC. Þó svo að Schumacher komist inn í hinn harða heim Formúlu 1 þá á hann töluvert í land með að ná karli föður sínum. Schumacher eldri varð meistari alls sjö sinnum frá 1994 til 2004. Hann vann 91 kappakstur á sínum ferli og skilaði sér 155 sinnum á verðlaunapall.
Formúla Mest lesið Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira