Rifjuðu upp geggjað mark Gylfa fyrir heimsókn West Ham á Goodison í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2020 14:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti West Ham fyrir tæpu ári síðan. Getty/ Jan Kruger Gylfi Þór Sigurðsson fær vonandi dýrmætar mínútur til að sanna sig fyrir Carlo Ancelotti í kvöld þegar Everton fær West Ham í heimsókn í enska deildabikarnum en í boði er sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Everton hefur byrjað tímabilið frábærlega og hefur unnið fyrstu fimm leiki sína í deild (3) og deildabikar (2). Þetta verður hins vegar fyrsti bikarleikur liðsins á móti úrvalsdeildarliði. Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið inn á sem varamaður í öllum þremur úrvalsdeildarleikjunum á tímabilinu en hefur verið í byrjunarliðinu og með fyrirliðabandið í leikjunum í enska deildabikarnum. Everton fær West Ham í heimsókn í kvöld í sextán liða úrslitum enska deildarbikarsins en liðið er þegar búið að vinna góða sigra á Salford (3-0) og Fleetwood (5-2) í keppninni til þessa. Gylfi hefur spilað allar 180 mínúturnar í boði í þessum tveimur sigrum liðsins. Gylfi á góðar minningar frá síðasta leik Everton og West Ham á Goodison Park en hann innsiglaði þá 2-0 sigur Everton með geggjuðu marki undir lok leiksins. Everton hitaði upp fyrir leikinn í kvöld með því að rifja upp þetta mark Gylfa fyrir leikinn en það má sjá markið hans frá öllum sjónarhornum í myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube Markið á móti West Ham 19. október í fyrra er næstsíðasta mark Gylfa fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði mark úr víti á móti Leicester City seinna á tímabilinu og eina mark hans á þessu tímabili var mark sem hann skoraði í sigurleiknum á móti Salford City. Gylfi hefur alls skorað þrjú mörk á móti West Ham. Fyrsta deildarmark hans fyrir Tottenham kom á móti West Ham og þá skoraði hann einnig fyrir Everton á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2018-19. Leikur Everton og West Ham hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport 3. Leikur Brighton og Manchester United verður sýndir beint á sama tíma á Stöð 2 Sport 4. #EFC West Ham #CarabaoCup pic.twitter.com/ublFQkrzP7— Everton (@Everton) September 30, 2020 Enski boltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fær vonandi dýrmætar mínútur til að sanna sig fyrir Carlo Ancelotti í kvöld þegar Everton fær West Ham í heimsókn í enska deildabikarnum en í boði er sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Everton hefur byrjað tímabilið frábærlega og hefur unnið fyrstu fimm leiki sína í deild (3) og deildabikar (2). Þetta verður hins vegar fyrsti bikarleikur liðsins á móti úrvalsdeildarliði. Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið inn á sem varamaður í öllum þremur úrvalsdeildarleikjunum á tímabilinu en hefur verið í byrjunarliðinu og með fyrirliðabandið í leikjunum í enska deildabikarnum. Everton fær West Ham í heimsókn í kvöld í sextán liða úrslitum enska deildarbikarsins en liðið er þegar búið að vinna góða sigra á Salford (3-0) og Fleetwood (5-2) í keppninni til þessa. Gylfi hefur spilað allar 180 mínúturnar í boði í þessum tveimur sigrum liðsins. Gylfi á góðar minningar frá síðasta leik Everton og West Ham á Goodison Park en hann innsiglaði þá 2-0 sigur Everton með geggjuðu marki undir lok leiksins. Everton hitaði upp fyrir leikinn í kvöld með því að rifja upp þetta mark Gylfa fyrir leikinn en það má sjá markið hans frá öllum sjónarhornum í myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube Markið á móti West Ham 19. október í fyrra er næstsíðasta mark Gylfa fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði mark úr víti á móti Leicester City seinna á tímabilinu og eina mark hans á þessu tímabili var mark sem hann skoraði í sigurleiknum á móti Salford City. Gylfi hefur alls skorað þrjú mörk á móti West Ham. Fyrsta deildarmark hans fyrir Tottenham kom á móti West Ham og þá skoraði hann einnig fyrir Everton á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2018-19. Leikur Everton og West Ham hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport 3. Leikur Brighton og Manchester United verður sýndir beint á sama tíma á Stöð 2 Sport 4. #EFC West Ham #CarabaoCup pic.twitter.com/ublFQkrzP7— Everton (@Everton) September 30, 2020
Enski boltinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Sjá meira