Íslensk börn hafa áhyggjur af kynferðislegri misnotkun á netinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. september 2020 18:27 Hluti skýrsluhöfunda kom saman í gær og fögnuðu útgáfu skýrslunnar sem unnið hefur verið að síðustu tvö ár. Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. Skýrslan er unnin með þátttöku barna og ungmenna víðsvegar af landinu til að mæta aðaláherslu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna; að börn hafi aðkomu að ákvörðunum sem varða þau. Við vinnslu skýrslunnar skein í gegn áhyggjur barna af kynfeðrislegri misnotkun á netinu og vantrú á að dómskerfið taki á slikum málum. Þau vilja aukna fræðslu. „Það er erfitt að halda utan um það sem gerist á netinu og okkur finnst að það verði að fræða fólk,“ segir Soffía Kristjánsdóttir, ein þeirra sem tók þátt í starfinu. „Það þarf að fræða ungmenni og börn um hættur á netinu og hvernig þau geti sýnt ábyrga net-og samfélagsmiðlanotkun.“ Skýrsluhöfundar tóku viðtal við Sólborgu Guðbrandsdóttur sem heldur úti instagramsíðunni Fávitar. Hún fær tugi fyrirspurna frá börnum á degi hverjum sem varðaa kynlíf og kynferðislega áreitni. „Yngsta barnið sem hefur leitað til mín er 11 ára og mörg börn í grunnskóla hafa hringt og beðið um ráð,“ segir Sólborg meðal annars í myndbandi sem hópurinn setti saman. Hún telur síðan upp um hvað fyrirspurnirnar fjalla helst um. Soffía tók þátt í að vinna skýrsluna og Einar Hrafn var ritstjórnarmeðlimur.vísir/sigurjón „Algengast er að þetta séu kynferðisskilaboð, kynferðislýsingar, óumbeðnar kynfæramyndir, börnunum boðið vændiskaup og hótanir á dreifingu nektarmynda,“ segir Sólborg. Skýrsluhöfundar segja að það skorti greinilega kynfræðslu. Einn ristjóra skýrslunnar segir börn leggja mikla áherslu á það. „Og að vinna með börnum í að búa til kynfræðslu. Það kom síítrekað upp. Einnig að vinna með LGBT-börnum við að þróa nýjar áherslur og einnig aðrar breyttar áherslur í breyttum heimi,“ segir Einar Hrafn Árnason. Ofbeldi gegn börnum Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Kynferðisleg misnotkun á netinu og skortur á kynfræðslu eru þau málefni sem brenna helst á íslenskum börnum og ungmennum. Barnaskýrsla um stöðu mannréttinda á Íslandi var kynnt fyrir Barnaréttanefnd Sameinuðu þjóðanna í dag og tekin þar fyrir í fyrsta sinn. Skýrslan er unnin með þátttöku barna og ungmenna víðsvegar af landinu til að mæta aðaláherslu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna; að börn hafi aðkomu að ákvörðunum sem varða þau. Við vinnslu skýrslunnar skein í gegn áhyggjur barna af kynfeðrislegri misnotkun á netinu og vantrú á að dómskerfið taki á slikum málum. Þau vilja aukna fræðslu. „Það er erfitt að halda utan um það sem gerist á netinu og okkur finnst að það verði að fræða fólk,“ segir Soffía Kristjánsdóttir, ein þeirra sem tók þátt í starfinu. „Það þarf að fræða ungmenni og börn um hættur á netinu og hvernig þau geti sýnt ábyrga net-og samfélagsmiðlanotkun.“ Skýrsluhöfundar tóku viðtal við Sólborgu Guðbrandsdóttur sem heldur úti instagramsíðunni Fávitar. Hún fær tugi fyrirspurna frá börnum á degi hverjum sem varðaa kynlíf og kynferðislega áreitni. „Yngsta barnið sem hefur leitað til mín er 11 ára og mörg börn í grunnskóla hafa hringt og beðið um ráð,“ segir Sólborg meðal annars í myndbandi sem hópurinn setti saman. Hún telur síðan upp um hvað fyrirspurnirnar fjalla helst um. Soffía tók þátt í að vinna skýrsluna og Einar Hrafn var ritstjórnarmeðlimur.vísir/sigurjón „Algengast er að þetta séu kynferðisskilaboð, kynferðislýsingar, óumbeðnar kynfæramyndir, börnunum boðið vændiskaup og hótanir á dreifingu nektarmynda,“ segir Sólborg. Skýrsluhöfundar segja að það skorti greinilega kynfræðslu. Einn ristjóra skýrslunnar segir börn leggja mikla áherslu á það. „Og að vinna með börnum í að búa til kynfræðslu. Það kom síítrekað upp. Einnig að vinna með LGBT-börnum við að þróa nýjar áherslur og einnig aðrar breyttar áherslur í breyttum heimi,“ segir Einar Hrafn Árnason.
Ofbeldi gegn börnum Sameinuðu þjóðirnar Réttindi barna Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira