Vinnumálastofnun hafa borist tilkynningar um hópuppsagnir frá átta fyrirtækjum nú í lok mánaðar.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við fréttastofu að samanlagt hafi 293 misst vinnuna í hópuppsögnum í september.
Sjö af átta fyrirtækjum starfa innan ferðaþjónustu en eitt þeirra í byggingariðnaði.
Atvinnuleysi mælist nú hátt í tíu prósent.
Unnur á ekki von á því að fleiri tilkynningar berist í kvöld en vildi heldur ekki útiloka það.