Inter Milan og Atalanta með stórsigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 21:41 Inter Milan fer vel af stað í ítölsku úrvalsdeildinni. Vísir/Getty Ítalska úrvalsdeildin er komin á fleygiferð og lærisveinar Antonio Conte buðu aftur til veislu. Þá vann Atalanta stórsigur á Lazio. Inter Milan hóf leiktíðina á 4-3 sigri á Fiorentina. Í kvöld unnu þeir 5-2 stórsigur á Benevento á útivelli. Liðið hóf leikinn á besta máta en Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. Roberto Gagliardini kom Inter í 2-0 á 25. mínútu og þremur mínútur síðar hafði Lukaku skorað annað mark sitt og þriðja mark Inter. Gianluca Caprari minnkaði muninn fyrir heimamenn á 34. mínútu en Achraf Hakimi kom Inter aftur þremur mörkum yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. One goal, one assist in 45 minutes.Inter have a gem pic.twitter.com/a81HGtjrTi— B/R Football (@brfootball) September 30, 2020 Lautaro Martinez bætti fimmta marki Inter við í síðari hálfleik en Caprari minnkaði muninn að nýju þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þar með lauk markasúpu dagsins en Inter vann 5-2 sigur í frábærum leik. Í Róm mættust Lazio og Atalanta. Robin Gosens kom gestunum yfir strax eftir tíu mínútna leik og Hans Hataboer bætti við öðru marki þegar rúmur hálftími var liðinn. Gestirnir voru þó ekki hættir og Alejandro Gomez skoraði þriðja mark þeirra áður en flautað var til hálfleiks. Lazio því 3-0 undir í hálfleik en Felipe Caicedo minnkaði muninn fyrir heimamenn á 57. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Gomez sitt annað mark og fjórða mark Atalanta. Gomez var frábær í liði Atalanta í kvöld.EPA-EFE/MAURIZIO BRAMBATTI Lokatölur 4-1 Atlanta í vil sem heldur áfram að vera eitt skemmtilegasta lið Evrópu. Lazio virðist hins vegar ekki ætla að ógna toppliðum deildarinnar verulega á þessari leiktíð. Þá unnu nýliðar Spezia góðan 2-0 útisigur á Udinese. Þegar tveimur umferðum er lokið eru Napoli, Atalanta, Inter, AC Milan og Hellas Verona öll með fullt hús stiga. Lazio hafa á sama tíma unnið einn og tapað einum. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ Sjá meira
Ítalska úrvalsdeildin er komin á fleygiferð og lærisveinar Antonio Conte buðu aftur til veislu. Þá vann Atalanta stórsigur á Lazio. Inter Milan hóf leiktíðina á 4-3 sigri á Fiorentina. Í kvöld unnu þeir 5-2 stórsigur á Benevento á útivelli. Liðið hóf leikinn á besta máta en Romelu Lukaku kom þeim yfir strax á fyrstu mínútu. Roberto Gagliardini kom Inter í 2-0 á 25. mínútu og þremur mínútur síðar hafði Lukaku skorað annað mark sitt og þriðja mark Inter. Gianluca Caprari minnkaði muninn fyrir heimamenn á 34. mínútu en Achraf Hakimi kom Inter aftur þremur mörkum yfir áður en fyrri hálfleikur var úti. One goal, one assist in 45 minutes.Inter have a gem pic.twitter.com/a81HGtjrTi— B/R Football (@brfootball) September 30, 2020 Lautaro Martinez bætti fimmta marki Inter við í síðari hálfleik en Caprari minnkaði muninn að nýju þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þar með lauk markasúpu dagsins en Inter vann 5-2 sigur í frábærum leik. Í Róm mættust Lazio og Atalanta. Robin Gosens kom gestunum yfir strax eftir tíu mínútna leik og Hans Hataboer bætti við öðru marki þegar rúmur hálftími var liðinn. Gestirnir voru þó ekki hættir og Alejandro Gomez skoraði þriðja mark þeirra áður en flautað var til hálfleiks. Lazio því 3-0 undir í hálfleik en Felipe Caicedo minnkaði muninn fyrir heimamenn á 57. mínútu. Fjórum mínútum síðar skoraði Gomez sitt annað mark og fjórða mark Atalanta. Gomez var frábær í liði Atalanta í kvöld.EPA-EFE/MAURIZIO BRAMBATTI Lokatölur 4-1 Atlanta í vil sem heldur áfram að vera eitt skemmtilegasta lið Evrópu. Lazio virðist hins vegar ekki ætla að ógna toppliðum deildarinnar verulega á þessari leiktíð. Þá unnu nýliðar Spezia góðan 2-0 útisigur á Udinese. Þegar tveimur umferðum er lokið eru Napoli, Atalanta, Inter, AC Milan og Hellas Verona öll með fullt hús stiga. Lazio hafa á sama tíma unnið einn og tapað einum.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ Sjá meira