Varðandi umfjöllun um sænsku leiðina með Tegnell Lárus S. Guðmundsson skrifar 30. september 2020 21:39 Í netmiðlinum Vísi birtist umfjöllun með fyrirsögninni „Sigríður fór yfir „sænsku leiðina“ með Tegnell í beinni útsendingu.“ Þar var netsamtal Sigríðar Á. Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins við Dr. Anders Tegnell Sóttvarnarlækni Svíþjóðar og var það sýnt í beinni útsendingu á Facebook. Þetta var að mínu mati gott viðtal með ágætum spurningum og svörum. Hér eru nokkrar athugasemdir og punktar til umhugsunar varðandi „sænsku leiðina“. Í ofangreindu netsamtali spurði Sigríður hann Tegnell um hvort viðhorf hans til „sænsku leiðarinnar“ hefði breyst eftir því sem liðið hefði á faraldurinn og hafði Tegnell eftirfarandi svar: „Við höfum reynt að aðlaga hana að faraldrinum eftir því sem honum vindur fram í Svíþjóð og eftir því sem við vitum meira um sjúkdóminn. Við höfum breytt henni lítillega hér og þar. En mér finnst grunnstefnan hafa gengið tiltölulega vel. Ráðin hefur verið bót á því sem ekki hefur gengið vel, eins og að vernda eldra fólk, og það gengur nú vel. Þannig að í heildina erum við ánægð með stefnu okkar“. Það er erfitt að bera saman fjölda tilfella af COVID-19 á milli landa þar sem þau eru mjög háð því hve margir eru prófaðir fyrir veirunni á hverjum tímapunkti, því er hér lögð áhersla á COVID tengd dauðsföll (mynd 1). Mynd 1. Fjöldi COVID tengdra dauðsfalla, á Norðurlöndunum, á hverju degi miðað við milljón í búa, sjö daga leitni. Graf af síðunni mackuba.eu sem byggir á gögnum frá John Hopkins, þann 30.09.2020 Það má sjá á myndinni að fjöldi COVID tengdra dauðsfalla miðað við höfðatölu er svipaður á Íslandi og Noregi, dauðsföllin í Finnlandi og Danmörku eru aðeins fleiri, aftur á móti eru dauðsföll í Svíþjóð margfalt fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Það eru nokkrar spurningar sem vakna við að horfa á grafið fyrir Svíþjóð, t.d. hvenær var gripið til ráðstafana á öldrunarstofnunum? Hvenær höfðu heilbrigðisstarfsmenn á öldrunarstofnunum, í heilsugæslu og á sjúkrahúsum nægjanlegan hlífðarbúnað til þess að forða því að þeir smitist og að þeir smiti sjúklinga sína? Hvenær höfðu ofangreindir heilbrigðisstarfsmenn greiðan aðgang að prófi fyrir COVID-19 fyrir sína sjúklinga og fyrir sig? Það er einnig mikilvægt að fá svar við því hver eru langtímaáhrif þess að veikjast vegna veirunnar. En það eru mjög margir sjúkdómar sem tengjast því að fá COVID-19. Til þess að rannsaka langtímaáhrif vegna COVID-19 sýkingar verður að greina þá sem smitast og meta fylgisjúkdóma áður einstaklingur smitaðist. Í fyrra voru 60 ár frá því að Svíinn Nils Bohlin fann upp þriggja punkta öryggisbeltið og er talið að þessi framþróun í öryggismálum hafi varnað rúmlega einni milljón dauðsfalla á heimsvísu. Fjöldi Svía var 7,5 milljónir árið 1960 og 10 milljónir árið 2020. Fjöldi jarðarbúa var 3,0 milljarðar árið 1960 og 7,8 milljarðar 2020. Með ofangreindum tölum má áætla að notkun þriggja punkta öryggisbelta undafarna áratugi í Svíþjóð hafi komið í veg fyrir um það bil eitt til tvö þúsund dauðsföll. Ef að fjöldi dauðsfalla sem voru fyrirbyggð í Svíþjóð vegna notkunar þriggja punkta öryggisbelta, undanfarin sextíu ár, var á bilinu eitt til tvö þúsund þá getum við sagt að Svíar hefðu geta forðað rúmlega tvöfalt fleiri dauðsföllum en það á sjö mánuðum með því að nota smitvarnir sem voru á pari við hin Norðurlöndin. Margra ofangreindra spurninga verður ekki svarað með nákvæmni fyrr en eftir eitt til tvö ár, en sú þekking, varðandi smit og smitvarnir, sem var til staðar áður en COVID-19 faraldurinn brast á var nægjanleg til þess að vernda miklu fleiri í Svíþjóð er raun bar vitni. Spurningin sem vaknar er hver er réttur aldraðra og þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma í Svíþjóð? Höfundur er lyfja- og faraldsfræðingur og dósent við Lyfjafræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í netmiðlinum Vísi birtist umfjöllun með fyrirsögninni „Sigríður fór yfir „sænsku leiðina“ með Tegnell í beinni útsendingu.“ Þar var netsamtal Sigríðar Á. Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins við Dr. Anders Tegnell Sóttvarnarlækni Svíþjóðar og var það sýnt í beinni útsendingu á Facebook. Þetta var að mínu mati gott viðtal með ágætum spurningum og svörum. Hér eru nokkrar athugasemdir og punktar til umhugsunar varðandi „sænsku leiðina“. Í ofangreindu netsamtali spurði Sigríður hann Tegnell um hvort viðhorf hans til „sænsku leiðarinnar“ hefði breyst eftir því sem liðið hefði á faraldurinn og hafði Tegnell eftirfarandi svar: „Við höfum reynt að aðlaga hana að faraldrinum eftir því sem honum vindur fram í Svíþjóð og eftir því sem við vitum meira um sjúkdóminn. Við höfum breytt henni lítillega hér og þar. En mér finnst grunnstefnan hafa gengið tiltölulega vel. Ráðin hefur verið bót á því sem ekki hefur gengið vel, eins og að vernda eldra fólk, og það gengur nú vel. Þannig að í heildina erum við ánægð með stefnu okkar“. Það er erfitt að bera saman fjölda tilfella af COVID-19 á milli landa þar sem þau eru mjög háð því hve margir eru prófaðir fyrir veirunni á hverjum tímapunkti, því er hér lögð áhersla á COVID tengd dauðsföll (mynd 1). Mynd 1. Fjöldi COVID tengdra dauðsfalla, á Norðurlöndunum, á hverju degi miðað við milljón í búa, sjö daga leitni. Graf af síðunni mackuba.eu sem byggir á gögnum frá John Hopkins, þann 30.09.2020 Það má sjá á myndinni að fjöldi COVID tengdra dauðsfalla miðað við höfðatölu er svipaður á Íslandi og Noregi, dauðsföllin í Finnlandi og Danmörku eru aðeins fleiri, aftur á móti eru dauðsföll í Svíþjóð margfalt fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Það eru nokkrar spurningar sem vakna við að horfa á grafið fyrir Svíþjóð, t.d. hvenær var gripið til ráðstafana á öldrunarstofnunum? Hvenær höfðu heilbrigðisstarfsmenn á öldrunarstofnunum, í heilsugæslu og á sjúkrahúsum nægjanlegan hlífðarbúnað til þess að forða því að þeir smitist og að þeir smiti sjúklinga sína? Hvenær höfðu ofangreindir heilbrigðisstarfsmenn greiðan aðgang að prófi fyrir COVID-19 fyrir sína sjúklinga og fyrir sig? Það er einnig mikilvægt að fá svar við því hver eru langtímaáhrif þess að veikjast vegna veirunnar. En það eru mjög margir sjúkdómar sem tengjast því að fá COVID-19. Til þess að rannsaka langtímaáhrif vegna COVID-19 sýkingar verður að greina þá sem smitast og meta fylgisjúkdóma áður einstaklingur smitaðist. Í fyrra voru 60 ár frá því að Svíinn Nils Bohlin fann upp þriggja punkta öryggisbeltið og er talið að þessi framþróun í öryggismálum hafi varnað rúmlega einni milljón dauðsfalla á heimsvísu. Fjöldi Svía var 7,5 milljónir árið 1960 og 10 milljónir árið 2020. Fjöldi jarðarbúa var 3,0 milljarðar árið 1960 og 7,8 milljarðar 2020. Með ofangreindum tölum má áætla að notkun þriggja punkta öryggisbelta undafarna áratugi í Svíþjóð hafi komið í veg fyrir um það bil eitt til tvö þúsund dauðsföll. Ef að fjöldi dauðsfalla sem voru fyrirbyggð í Svíþjóð vegna notkunar þriggja punkta öryggisbelta, undanfarin sextíu ár, var á bilinu eitt til tvö þúsund þá getum við sagt að Svíar hefðu geta forðað rúmlega tvöfalt fleiri dauðsföllum en það á sjö mánuðum með því að nota smitvarnir sem voru á pari við hin Norðurlöndin. Margra ofangreindra spurninga verður ekki svarað með nákvæmni fyrr en eftir eitt til tvö ár, en sú þekking, varðandi smit og smitvarnir, sem var til staðar áður en COVID-19 faraldurinn brast á var nægjanleg til þess að vernda miklu fleiri í Svíþjóð er raun bar vitni. Spurningin sem vaknar er hver er réttur aldraðra og þeirra sem eru með undirliggjandi sjúkdóma í Svíþjóð? Höfundur er lyfja- og faraldsfræðingur og dósent við Lyfjafræðideild HÍ.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun