Breiðablik segir ummæli Þorsteins tekin úr samhengi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 07:01 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna. vísir/bára Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar – þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu - varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar, Keflavík, verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi. Í gær greindi Vísir frá því að Þorsteinn Halldórsson hefði sagt í samtali við vef DV.is að landsliðskonan Sveindís Jane hefði átt að skipta fyrr um lið. Sveindís gekk í raðir Breiðabliks frá Keflavík fyrir komandi tímabil og hefur slegið í gegn, bæði með Blikum sem og íslenska landsliðinu. Hún er sem stendur markahæst í Pepsi Max deildinni með 14 mörk. Þá skoraði hún í sínum fyrsta A-landsleik á dögunum og gæti endað sem bæði Íslands- og bikarmeistari með Breiðablik ef allt gengur upp. „Það eina sem ég sé núna er að hún átti að vera löngu búin að fara í sterkara lið. Það er leiðinlegt að segja það við Keflavík en hún hefði höndlað þetta skref miklu fyrr, hún hefði mátt koma til okkar fyrir einu eða tveimur árum. Hún hefði þurft sterkara æfingaumhverfi fyrr, það er ekki hægt að gagnrýna neitt. Keflavík á allt í henni, við vorum ekki að finna hana upp. Ég spyr mig að því hvar hún væri stödd ef hún hefði komið fyrr til okkar eða eitthvert annað í sterkara umhverfi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef erlend félög reyna að fá hana núna, það er spurning hvaða skref hún vill taka. Hversu hratt hún vill taka skrefið, hvort hún fái lið sem hún vill fara til. Hún þarf að gefa sér tíma í að taka ákvörðun, það er ljóst að lið munu bera víurnar í hana,“ segir í samtali Þorsteins við DV. „Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins Halldórssonar þjálfara kvennaliðs Breiðabliks í viðtali við annan fjölmiðil eru slitin úr samhengi, vilja Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteinn Halldórsson taka fram að á engan hátt er verið að gera lítið úr öflugu fótboltastarfi í Keflavík í viðtalinu,“ segir í tilkynningu Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Í frétt Vísis hér að ofan er vitnað orðrétt í það sem Þorsteinn ku hafa sagt í samtali við DV þó svo að síðustu tvær setningarnar vanti. Breiðablik mætir Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda á laugardaginn kemur þann 3. október í leik sem svo gott sem sker úr um hvar Íslandsmeistaratitilinn endar í ár. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Blika þar sem Sveindís Jane fór á kostum. Leikurinn á laugardag hefst klukkan 17:00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst 20 mínútum fyrir leik. Frá Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteini Halldórssyni Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Miðvikudagur, 30. september 2020 Uppfært kl. 10.55: Að gefnu tilefni tekur ritstjórn Vísis fram að hún stendur við fréttaflutning sinn af málinu. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Keflavík ÍF Tengdar fréttir Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 8-0 | Stærsti sigur sumarsins Breiðablik rúllaði yfir vængbrotið lið ÍBV, 8-0, á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í dag. 27. september 2020 16:39 Segir að aldamótabörnin veiti okkur mikla von fyrir framtíðina Ungu leikmennirnir í íslenska kvennalandsliðinu fengu hrós eftir leikinn gegn Svíþjóð frá einum besta leikmanni Íslands fyrr og síðar. 23. september 2020 13:30 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Sænska pressan um Sveindísi og Karólínu: „Leggið þessi tvö nöfn á minnið“ Það voru ekki bara íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem var hrifið af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í gær því það gerðu einnig sænskir miðlar. 23. september 2020 07:00 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar – þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu - varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar, Keflavík, verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi. Í gær greindi Vísir frá því að Þorsteinn Halldórsson hefði sagt í samtali við vef DV.is að landsliðskonan Sveindís Jane hefði átt að skipta fyrr um lið. Sveindís gekk í raðir Breiðabliks frá Keflavík fyrir komandi tímabil og hefur slegið í gegn, bæði með Blikum sem og íslenska landsliðinu. Hún er sem stendur markahæst í Pepsi Max deildinni með 14 mörk. Þá skoraði hún í sínum fyrsta A-landsleik á dögunum og gæti endað sem bæði Íslands- og bikarmeistari með Breiðablik ef allt gengur upp. „Það eina sem ég sé núna er að hún átti að vera löngu búin að fara í sterkara lið. Það er leiðinlegt að segja það við Keflavík en hún hefði höndlað þetta skref miklu fyrr, hún hefði mátt koma til okkar fyrir einu eða tveimur árum. Hún hefði þurft sterkara æfingaumhverfi fyrr, það er ekki hægt að gagnrýna neitt. Keflavík á allt í henni, við vorum ekki að finna hana upp. Ég spyr mig að því hvar hún væri stödd ef hún hefði komið fyrr til okkar eða eitthvert annað í sterkara umhverfi. Það kæmi mér ekkert á óvart ef erlend félög reyna að fá hana núna, það er spurning hvaða skref hún vill taka. Hversu hratt hún vill taka skrefið, hvort hún fái lið sem hún vill fara til. Hún þarf að gefa sér tíma í að taka ákvörðun, það er ljóst að lið munu bera víurnar í hana,“ segir í samtali Þorsteins við DV. „Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins Halldórssonar þjálfara kvennaliðs Breiðabliks í viðtali við annan fjölmiðil eru slitin úr samhengi, vilja Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteinn Halldórsson taka fram að á engan hátt er verið að gera lítið úr öflugu fótboltastarfi í Keflavík í viðtalinu,“ segir í tilkynningu Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Í frétt Vísis hér að ofan er vitnað orðrétt í það sem Þorsteinn ku hafa sagt í samtali við DV þó svo að síðustu tvær setningarnar vanti. Breiðablik mætir Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda á laugardaginn kemur þann 3. október í leik sem svo gott sem sker úr um hvar Íslandsmeistaratitilinn endar í ár. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Blika þar sem Sveindís Jane fór á kostum. Leikurinn á laugardag hefst klukkan 17:00 og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst 20 mínútum fyrir leik. Frá Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteini Halldórssyni Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Miðvikudagur, 30. september 2020 Uppfært kl. 10.55: Að gefnu tilefni tekur ritstjórn Vísis fram að hún stendur við fréttaflutning sinn af málinu.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Keflavík ÍF Tengdar fréttir Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 8-0 | Stærsti sigur sumarsins Breiðablik rúllaði yfir vængbrotið lið ÍBV, 8-0, á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í dag. 27. september 2020 16:39 Segir að aldamótabörnin veiti okkur mikla von fyrir framtíðina Ungu leikmennirnir í íslenska kvennalandsliðinu fengu hrós eftir leikinn gegn Svíþjóð frá einum besta leikmanni Íslands fyrr og síðar. 23. september 2020 13:30 Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10 Sænska pressan um Sveindísi og Karólínu: „Leggið þessi tvö nöfn á minnið“ Það voru ekki bara íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem var hrifið af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í gær því það gerðu einnig sænskir miðlar. 23. september 2020 07:00 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 8-0 | Stærsti sigur sumarsins Breiðablik rúllaði yfir vængbrotið lið ÍBV, 8-0, á Kópavogsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í dag. 27. september 2020 16:39
Segir að aldamótabörnin veiti okkur mikla von fyrir framtíðina Ungu leikmennirnir í íslenska kvennalandsliðinu fengu hrós eftir leikinn gegn Svíþjóð frá einum besta leikmanni Íslands fyrr og síðar. 23. september 2020 13:30
Földu löngu innköstin hennar Sveindísar gegn Lettum Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir segir að það hafi verið klókt hjá landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Haukssyni að fela löngu innköstin hennar Sveindísar Jane Jónsdóttur gegn Lettum til að koma Svíum á óvart. 23. september 2020 11:10
Sænska pressan um Sveindísi og Karólínu: „Leggið þessi tvö nöfn á minnið“ Það voru ekki bara íslenskt knattspyrnuáhugafólk sem var hrifið af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins í gær því það gerðu einnig sænskir miðlar. 23. september 2020 07:00