Take-away listi af kínverskum veitingastað? Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2020 12:46 Hvað það er sem tengir þessa Íslendinga er okkar að vita en Kínverja að finna út. Listi yfir nöfn þeirra sem lentu á hinum kínverska lista lýsir afar ósamstæðum hópi. Þar er til dæmis að finna nöfn Ríkharðs Daðasonar knattspyrnukappa, Halldóru Mogensen Pírata, Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi Moggaritstjóra og Karls Gauta Hjaltasonar Miðflokksmanns. Margir klóra sér nú ákaft í kolli yfir lista yfir þá Íslendinga sem koma fyrir í gagnasafni kínverska fyrirtækisins Zhenhua. Meðan fjölmiðlar kynna þennan lista til sögunnar sem nöfn áhrifafólks í íslensku þjóðfélagi fá aðrir ekkert vit í listann. Sagt er að umræddur gagnaleki hafi vakið mikla athygli um heim allan en talið er að í fórum kínverska fyrirtækisins séu persónuupplýsingar um 2,4 milljónir manna í nær öllum ríkjum heims. En hinn afar ósamstæði listi yfir Íslendingana gefur þeim sem áhuga hafa á þjóðmálum ekki ástæðu til að telja að þarna sé um markvissar njósnir að ræða. „Sá einhvers staðar að þetta væri take-away listi af kínverskum veitingastað,“ segir Egill Helgason sjónvarpsmaður um þennan lista á Facebook hvar þetta er til umræðu. Og Páll Ásgeir Ásgeirsson rithöfundur og leiðsögumaður segir: „Sá sem setti saman þennan lista og seldi einhverjum Kínverjum er tvímælalaust viðskiptamaður ársins.“ Hann bætir því við að hugur hans sé hjá þeim starfsmanni sem þarf að fylgjast með þessu fólki, sérstaklega þeim sem eru látnir. Látinn maður á listanum Þarna er Páll Ásgeir að vísa til þess að á listanum má finna nafn Harðar Zóphaníassonar ljóðskálds og fyrrverandi skólastjóra í Hafnarfirði. Hörður andaðist í maí árið 2015. Annar á listanum er Magnús Torfi Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Samtaka frjálsyndra og vinstri manna en hann lést árið 1998. Hörður Zóphaníasson heitinn, ljóðskáld og fyrrverandi skólastjóri, er á lista Kínverjanna. Hvað Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata, Heiða Kristín Helgadóttir athafnakona og Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins eiga sameiginlegt, svo dæmi séu nefnd, er gáta sem gæti reynst Kínverjunum erfið viðureignar. Upplifi höfnunartilfinningu. Ekki njósna Kínverjarnir um mig en mundu þó eftir Haraldi Einarssyni fv. Framsóknarþingmanni sem ég var meira að segja búinn að gleyma að væri til.Posted by Stefán Pálsson on Þriðjudagur, 29. september 2020 Þorvaldur Sverrisson framkvæmdastjóri og heimspekingur virðist ekki hafa þungar áhyggjur af málinu sem er haft til marks um umfangsmikinn eftirlitsiðnað Kínverja. „Sennilega er leti eitt aðal-karaktereinkenni njósnara.“ Og Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar reynir að fá eitthvert vit í listann, segir að samkvæmt klisjunni hugsi Kínverjar víst 100 ár fram í tímann. „Mögulega gæti þessi listi verið í samhengi við eitthvað þá.“ PEP-arar og annað fólk Stundin hefur fjallað ítarlega um málið og þar kemur meðal annars fram að tæplega 400 Íslendingar séu á þessum leynilegum upplýsingalista kínverska fyrirtækisins Zhenhua, sem lekið hefur út til nokkurra fjölmiðla í heiminum í gegnum bandarískan fræðimann, Christopher Balding, og ástralskt netfyrirtæki. „Nöfn 2,5 milljón einstaklinga víða um heima er að finna á listanum. Fyrirtækið sem tók listann saman heitir Zhenhua Data Information Technology er dótturfélag fyrirtækis sem er í eigu kínverska hersins.“ Einungis mun hafa tekist að afrita tíu prósent listans en þar er fólki skipt í þrjá hópa. PEP; fólk sem á að heita pólitískt tengdir, RCA sem eru skyldmenni PEP-arana og svo SIP, fólk sem hefur verið dæmt fyrir lögbrot. Samkæmt Stundinni eru þessir meðal annarra skilgreindir eru sem PEP á listanum: Aðalsteinn Guðmundsson (PEP) Aðalsteinn Leifsson (PEP), ríkissáttasemjari og fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Auðunn Atlason (PEP), sendiherra Íslands í Finnlandi Auður Finnbogasdóttir, stjórnarmaður í Íslandsbanka Ágúst Kristinsson (PEP) Árni Jóhannsson (PEP) Ásdís Snævarr (RCA), sendiherra og eiginkona Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Virðist vera á listanum sem eiginkona Kjartans. Ástríður Grímsdóttir (PEP) Héraðsdómari við héraðsdóm Suðurlands frá árinu 2006 Birkir Kristinsson (SIP) Bjarkey Gunnarsdóttir (PEP), þingkona Vinstri grænna Björg Friðleifsdóttir (Siv Friðleifsdóttir), fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra. Björn Guðbjörnsson (PEP) Borghildur Erlingsdóttir (PEP), lögfræðingur og forstjóri ríkisfyrirtækisins Einkaleyfastofu Brynhildur Pétursdóttir (PEP), fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Danielle Neben (PEP), markaðsstjóri tæknifyrirtækisins Epassi Ísland og sérfræðingur í markaðsmálum í Kína. Epassi á í samstarfi við kínverska samskiptaforritið WeChat sem er vinsælt greiðslumiðlunarapp í Kína. Einar Þór Bjarnason (PEP), ráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Intellecta og stjórnarmaður í Landsbankanum Elmar Svavarsson, (SIP) fyrrverandi starfsmaður Glitnis sem er á listanum vegna dóms í efnahagsbrotamálum. Erlendur Magnússon (PEP), fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Glitni og stjórnarformaður fjármálafyrirtækisins Total Capital Partners Geir H. Haarde (PEP/SIP), sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og fyrrverandi forsætisráðherra sem var dæmdur fyrir vanrækslu í starfi í Landsdómi í kjölfar efnahagshrunsins en var ekki gerð refsing. Geir kemur fyrir tvisvar á listanum. Annars vegar sem pólitískt mikilvægur einstaklingur og hins vegar vegna dómsins í Landsdómsmálinu. Gísli Magnússon (PEP), ekki vitað Guðmundur Árnason (PEP), ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu Gunnar Helgi Hálfdánarson (SEP), fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsbanka Íslands, og fyrrverandi stjórnarmaður í honum eftir bankahrunið 2008. Gunnar Snorri Gunnarsson (PEP), sendiherra Íslands í Kína. Gylfi Magnússon (PEP), hagfræðingur við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra Halldór Kristjánsson (PEP), fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands og senior executive vice president hjá fjármálafyrirtækinu Prospect Financial Services í Edmonton í Kanada. Halldóra Mogensen (PEP), þingkona Pírata Halli Sigurðsson (PEP) Hanna Katrín Friðriksson (PEP), þingkona Viðreisnar og þingflokksformaður flokksins Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins Heiða Helgadóttir (PEP), einn af stofendum Besta flokksins og fyrrverandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar Helga Sigrún Harðardóttir (PEP), þingkona Framsóknarflokksins á árunum 2008 til 2009 Helga Olrich (RCA), dóttir Tómasar Inga Olrich fyrrverandi ráðherra Hjörleifur Sveinbjörnsson (RCA), eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttardómari. Var í embætti 1987 til 2007. Logi Ólafsson, starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandspósts og einn lykilstjórnandi ríkisfyrirtækisins Hörður Zóphaníasson (PEP), fyrrverandi skólastjóri og fulltrúi í kjararáði Höskuldur Erlingsson (PEP), ekki vitað Ingibjörg Guðmundsdóttir (PEP), fyrrverandi varaforseti ASÍ Ingimundur Sigurpálsson, fyrrverandi forstjóri Íslandspósts Ingþór Eiríksson (PEP) fjársýslustjóri Jakob Falur Garðarsson (PEP), framkvæmdastjóri Frumtaka - Jensína Kristín Böðvarsdóttir (PEP), einn af stjórnendum alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Valcon og fyrrverandi starfsmaður Alvogen, Símans og Landsbankans Jón Egill Egilsson (PEP), fyrrverandi sendiherra og fyrrverandi ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og núverandi meðlimur í orðunefnd Fálkaorðunnar. Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandsbanka. Jón HB. Snorrason (PEP), fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík og saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara Karl Gauti Hjaltason (PEP), þingmaður Miðflokksins, Katrín Júlíusdóttir (PEP), fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra og núverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Kristinn Gunnarsson (PEP), fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins Kristján Andri Stefánsson (PEP), sendiherra Íslands í Brussel Lilja Einarsdóttir (PEP), bankastjóri Landsbankans Magnús Torfi Ólafsson (PEP), fyrrverandi þingmaður Samtaka frjálsyndra og vinstri manna sem lést árið 1998. Mynd fylgir af Magnúsi Torfa í gagnagrunninum. Margrét Hauksdóttir (PEP), forstjóri Þjóðskrár sem er ríkisstofnun Maríanna Jónasdóttir (PEP), skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu Óttar Proppé (PEP), fyrrverandi þingmaður Bjartar framtíðar og ráðherra Ragnar Kristjánsson (PEP), ekki vitað Ragnhildur Hjaltadóttir (PEP), ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og þar á undan ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu Reynir Vignir (PEP), endurskoðandi og fyrrverandi formaður skilanefndar Straums fjárfestingarbanka. Ríkharður Daðason (RCA), fjárfestir og sonur Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, fyrrverandi þingkonu Sjálfstæðisflokksins Sari Ohyama (RCA), eiginkona Ragnars Baldurssonar sendiráðsfulltrúa Íslands í Kína. Sigríður Jóhannesdóttir (PEP), þingmaður Alþýðubandalagsins á árunum 1996 til 2003. Sigurður Bessason (PEP), fyrrverandi formaður Eflingar og varaforseti ASÍ Sjöfn Þórðardóttir (PEP), kennari, ráðgjafi og fyrrverandi formaður Landsambands sjálstæðiskvenna. Sólveig Pétursdóttir (PEP), fyrrverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra Stefán Skjaldarsson (PEP), fyrrverandi sendiherra Íslands í Kína og núverandi starfandi sendiherra í utanríkisráðuneytinu. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina og fyrrverandi varaþingmaður. Tryggvi Pálsson (PEP), fyrrverandi forstöðumaður fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands og fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans. Þóra Arnórsdóttir (PEP), ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Þórður Bjarni Guðjónsson (PEP), starfsmaður utanríkisráðuneytisins, meðal annars fyrrverandi aðalræðismaður Íslands í Winnipeg. Þórir Ibsen (PEP), sendiherra Þórir Skarphéðinsson (PEP), lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður sjávarútvegs- og viðskiptaráðuneytisins Kína Upplýsingatækni Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Margir klóra sér nú ákaft í kolli yfir lista yfir þá Íslendinga sem koma fyrir í gagnasafni kínverska fyrirtækisins Zhenhua. Meðan fjölmiðlar kynna þennan lista til sögunnar sem nöfn áhrifafólks í íslensku þjóðfélagi fá aðrir ekkert vit í listann. Sagt er að umræddur gagnaleki hafi vakið mikla athygli um heim allan en talið er að í fórum kínverska fyrirtækisins séu persónuupplýsingar um 2,4 milljónir manna í nær öllum ríkjum heims. En hinn afar ósamstæði listi yfir Íslendingana gefur þeim sem áhuga hafa á þjóðmálum ekki ástæðu til að telja að þarna sé um markvissar njósnir að ræða. „Sá einhvers staðar að þetta væri take-away listi af kínverskum veitingastað,“ segir Egill Helgason sjónvarpsmaður um þennan lista á Facebook hvar þetta er til umræðu. Og Páll Ásgeir Ásgeirsson rithöfundur og leiðsögumaður segir: „Sá sem setti saman þennan lista og seldi einhverjum Kínverjum er tvímælalaust viðskiptamaður ársins.“ Hann bætir því við að hugur hans sé hjá þeim starfsmanni sem þarf að fylgjast með þessu fólki, sérstaklega þeim sem eru látnir. Látinn maður á listanum Þarna er Páll Ásgeir að vísa til þess að á listanum má finna nafn Harðar Zóphaníassonar ljóðskálds og fyrrverandi skólastjóra í Hafnarfirði. Hörður andaðist í maí árið 2015. Annar á listanum er Magnús Torfi Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Samtaka frjálsyndra og vinstri manna en hann lést árið 1998. Hörður Zóphaníasson heitinn, ljóðskáld og fyrrverandi skólastjóri, er á lista Kínverjanna. Hvað Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata, Heiða Kristín Helgadóttir athafnakona og Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins eiga sameiginlegt, svo dæmi séu nefnd, er gáta sem gæti reynst Kínverjunum erfið viðureignar. Upplifi höfnunartilfinningu. Ekki njósna Kínverjarnir um mig en mundu þó eftir Haraldi Einarssyni fv. Framsóknarþingmanni sem ég var meira að segja búinn að gleyma að væri til.Posted by Stefán Pálsson on Þriðjudagur, 29. september 2020 Þorvaldur Sverrisson framkvæmdastjóri og heimspekingur virðist ekki hafa þungar áhyggjur af málinu sem er haft til marks um umfangsmikinn eftirlitsiðnað Kínverja. „Sennilega er leti eitt aðal-karaktereinkenni njósnara.“ Og Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar reynir að fá eitthvert vit í listann, segir að samkvæmt klisjunni hugsi Kínverjar víst 100 ár fram í tímann. „Mögulega gæti þessi listi verið í samhengi við eitthvað þá.“ PEP-arar og annað fólk Stundin hefur fjallað ítarlega um málið og þar kemur meðal annars fram að tæplega 400 Íslendingar séu á þessum leynilegum upplýsingalista kínverska fyrirtækisins Zhenhua, sem lekið hefur út til nokkurra fjölmiðla í heiminum í gegnum bandarískan fræðimann, Christopher Balding, og ástralskt netfyrirtæki. „Nöfn 2,5 milljón einstaklinga víða um heima er að finna á listanum. Fyrirtækið sem tók listann saman heitir Zhenhua Data Information Technology er dótturfélag fyrirtækis sem er í eigu kínverska hersins.“ Einungis mun hafa tekist að afrita tíu prósent listans en þar er fólki skipt í þrjá hópa. PEP; fólk sem á að heita pólitískt tengdir, RCA sem eru skyldmenni PEP-arana og svo SIP, fólk sem hefur verið dæmt fyrir lögbrot. Samkæmt Stundinni eru þessir meðal annarra skilgreindir eru sem PEP á listanum: Aðalsteinn Guðmundsson (PEP) Aðalsteinn Leifsson (PEP), ríkissáttasemjari og fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Auðunn Atlason (PEP), sendiherra Íslands í Finnlandi Auður Finnbogasdóttir, stjórnarmaður í Íslandsbanka Ágúst Kristinsson (PEP) Árni Jóhannsson (PEP) Ásdís Snævarr (RCA), sendiherra og eiginkona Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins. Virðist vera á listanum sem eiginkona Kjartans. Ástríður Grímsdóttir (PEP) Héraðsdómari við héraðsdóm Suðurlands frá árinu 2006 Birkir Kristinsson (SIP) Bjarkey Gunnarsdóttir (PEP), þingkona Vinstri grænna Björg Friðleifsdóttir (Siv Friðleifsdóttir), fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra. Björn Guðbjörnsson (PEP) Borghildur Erlingsdóttir (PEP), lögfræðingur og forstjóri ríkisfyrirtækisins Einkaleyfastofu Brynhildur Pétursdóttir (PEP), fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar og framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Danielle Neben (PEP), markaðsstjóri tæknifyrirtækisins Epassi Ísland og sérfræðingur í markaðsmálum í Kína. Epassi á í samstarfi við kínverska samskiptaforritið WeChat sem er vinsælt greiðslumiðlunarapp í Kína. Einar Þór Bjarnason (PEP), ráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Intellecta og stjórnarmaður í Landsbankanum Elmar Svavarsson, (SIP) fyrrverandi starfsmaður Glitnis sem er á listanum vegna dóms í efnahagsbrotamálum. Erlendur Magnússon (PEP), fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Glitni og stjórnarformaður fjármálafyrirtækisins Total Capital Partners Geir H. Haarde (PEP/SIP), sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og fyrrverandi forsætisráðherra sem var dæmdur fyrir vanrækslu í starfi í Landsdómi í kjölfar efnahagshrunsins en var ekki gerð refsing. Geir kemur fyrir tvisvar á listanum. Annars vegar sem pólitískt mikilvægur einstaklingur og hins vegar vegna dómsins í Landsdómsmálinu. Gísli Magnússon (PEP), ekki vitað Guðmundur Árnason (PEP), ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu Gunnar Helgi Hálfdánarson (SEP), fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsbanka Íslands, og fyrrverandi stjórnarmaður í honum eftir bankahrunið 2008. Gunnar Snorri Gunnarsson (PEP), sendiherra Íslands í Kína. Gylfi Magnússon (PEP), hagfræðingur við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra Halldór Kristjánsson (PEP), fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands og senior executive vice president hjá fjármálafyrirtækinu Prospect Financial Services í Edmonton í Kanada. Halldóra Mogensen (PEP), þingkona Pírata Halli Sigurðsson (PEP) Hanna Katrín Friðriksson (PEP), þingkona Viðreisnar og þingflokksformaður flokksins Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins Heiða Helgadóttir (PEP), einn af stofendum Besta flokksins og fyrrverandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar Helga Sigrún Harðardóttir (PEP), þingkona Framsóknarflokksins á árunum 2008 til 2009 Helga Olrich (RCA), dóttir Tómasar Inga Olrich fyrrverandi ráðherra Hjörleifur Sveinbjörnsson (RCA), eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur Hrafn Bragason, fyrrverandi hæstaréttardómari. Var í embætti 1987 til 2007. Logi Ólafsson, starfsmaður utanríkisráðuneytisins. Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandspósts og einn lykilstjórnandi ríkisfyrirtækisins Hörður Zóphaníasson (PEP), fyrrverandi skólastjóri og fulltrúi í kjararáði Höskuldur Erlingsson (PEP), ekki vitað Ingibjörg Guðmundsdóttir (PEP), fyrrverandi varaforseti ASÍ Ingimundur Sigurpálsson, fyrrverandi forstjóri Íslandspósts Ingþór Eiríksson (PEP) fjársýslustjóri Jakob Falur Garðarsson (PEP), framkvæmdastjóri Frumtaka - Jensína Kristín Böðvarsdóttir (PEP), einn af stjórnendum alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Valcon og fyrrverandi starfsmaður Alvogen, Símans og Landsbankans Jón Egill Egilsson (PEP), fyrrverandi sendiherra og fyrrverandi ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og núverandi meðlimur í orðunefnd Fálkaorðunnar. Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Íslandsbanka. Jón HB. Snorrason (PEP), fyrrverandi aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík og saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara Karl Gauti Hjaltason (PEP), þingmaður Miðflokksins, Katrín Júlíusdóttir (PEP), fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra og núverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Kristinn Gunnarsson (PEP), fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins Kristján Andri Stefánsson (PEP), sendiherra Íslands í Brussel Lilja Einarsdóttir (PEP), bankastjóri Landsbankans Magnús Torfi Ólafsson (PEP), fyrrverandi þingmaður Samtaka frjálsyndra og vinstri manna sem lést árið 1998. Mynd fylgir af Magnúsi Torfa í gagnagrunninum. Margrét Hauksdóttir (PEP), forstjóri Þjóðskrár sem er ríkisstofnun Maríanna Jónasdóttir (PEP), skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu Óttar Proppé (PEP), fyrrverandi þingmaður Bjartar framtíðar og ráðherra Ragnar Kristjánsson (PEP), ekki vitað Ragnhildur Hjaltadóttir (PEP), ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og þar á undan ráðuneytisstjóri í innanríkisráðuneytinu Reynir Vignir (PEP), endurskoðandi og fyrrverandi formaður skilanefndar Straums fjárfestingarbanka. Ríkharður Daðason (RCA), fjárfestir og sonur Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, fyrrverandi þingkonu Sjálfstæðisflokksins Sari Ohyama (RCA), eiginkona Ragnars Baldurssonar sendiráðsfulltrúa Íslands í Kína. Sigríður Jóhannesdóttir (PEP), þingmaður Alþýðubandalagsins á árunum 1996 til 2003. Sigurður Bessason (PEP), fyrrverandi formaður Eflingar og varaforseti ASÍ Sjöfn Þórðardóttir (PEP), kennari, ráðgjafi og fyrrverandi formaður Landsambands sjálstæðiskvenna. Sólveig Pétursdóttir (PEP), fyrrverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra Stefán Skjaldarsson (PEP), fyrrverandi sendiherra Íslands í Kína og núverandi starfandi sendiherra í utanríkisráðuneytinu. Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina og fyrrverandi varaþingmaður. Tryggvi Pálsson (PEP), fyrrverandi forstöðumaður fjármálastöðugleika í Seðlabanka Íslands og fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans. Þóra Arnórsdóttir (PEP), ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Kveiks og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Þórður Bjarni Guðjónsson (PEP), starfsmaður utanríkisráðuneytisins, meðal annars fyrrverandi aðalræðismaður Íslands í Winnipeg. Þórir Ibsen (PEP), sendiherra Þórir Skarphéðinsson (PEP), lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður sjávarútvegs- og viðskiptaráðuneytisins
Kína Upplýsingatækni Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira