Fyrirliði nýliðanna hetjan og áberandi í yfirferð Gaupa um kvennakörfuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 16:02 Fjölniskonur fagna sigrinum í Smáranum í gærkvöldi. Skjámynd/S2 Sport Tveir leikir fóru fram í í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Fjölnir hélt sigurgöngu sinni áfram og Haukarnir sóttu sinn fyrsta sigur í vetur í Stykkishólm. Guðjón Guðmundsson fór yfir báða leikina frá því í gær. Nýliðar Fjölnis fara vel af stað í Domino´s deildinni í körfubolta og eru búnar að vinna tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Fjölnir vann stórsigur á Snæfelli í fyrsta leik og fylgdi því eftir með því að vinna Blika í háspennuleik í Smáranum. Fjölnir vann Blikana 74-71 með flottum endaspretti en Blikar voru yfir stærsta hluta leiksins og náði mest ellefu stiga forskoti. Fjölnir missti út einn erlendan leikmann fyrir leikinn (Fiona O'Dwyer er meidd) en fékk aðra (Ariana Moorer komin úr sóttkví). Ariana Moorer var stigahæst í sínum fyrsta leik með 15 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta en hin sextán ára Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir skoraði líka sextán stig. Lina Pikciuté var líka mjög öflug með 13 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Heiða Hlín Björnsdóttir kom flott inn af bekknum með 12 stig. Hetja leiksins var þó fyrirliðinn Margrét Ósk Einarsdóttir sem setti niður risaþrist í lok leiksins. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir átti stórleik i liði Blika með 25 stig en hin bandaríska Jessica Kay Loera gerði lítið í seinni hálfleik þegar liðið þurfti á henni að halda. Loera skoraði 16 stig í leiknum en aðeins tvö þeirra í seinni hálfleik þar sem hún klikkaði á 11 af 12 skotum sínum. Isabella Ósk Sigurðardóttir var síðan með 11 stig og 12 fráköst. Haukarnir gerðu góða ferð í Stykkishólm og unnu þar átta stiga sigur, 67-59. Hin bandaríska Alyesha Lovett var stigahæst hjá Haukum með 20 stig og 10 fráköst en Snæfellsliðið er enn án síns Bandaríkjamanns. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 stig, hin sautján ára Elísabeth Ýr Ægisdóttir skoraði 19 stig og tók 6 fráköst og fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir var síðan með 10 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Sautján ára stelpa var stigahæst hjá Snæfelli en Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 18 stig í leiknum en Búlgarinn Iva Georgieva var síðan með ellefu stig. Emese Vida var með 10 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Guðjóns Guðmundssonar um leikina tvo frá því í gærkvöldi. Klippa: Gaupi fór yfir aðra umferð Domino´s deildar kvenna Dominos-deild kvenna Fjölnir Haukar Breiðablik Snæfell Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Fjölnir hélt sigurgöngu sinni áfram og Haukarnir sóttu sinn fyrsta sigur í vetur í Stykkishólm. Guðjón Guðmundsson fór yfir báða leikina frá því í gær. Nýliðar Fjölnis fara vel af stað í Domino´s deildinni í körfubolta og eru búnar að vinna tvo fyrstu leiki sína í deildinni. Fjölnir vann stórsigur á Snæfelli í fyrsta leik og fylgdi því eftir með því að vinna Blika í háspennuleik í Smáranum. Fjölnir vann Blikana 74-71 með flottum endaspretti en Blikar voru yfir stærsta hluta leiksins og náði mest ellefu stiga forskoti. Fjölnir missti út einn erlendan leikmann fyrir leikinn (Fiona O'Dwyer er meidd) en fékk aðra (Ariana Moorer komin úr sóttkví). Ariana Moorer var stigahæst í sínum fyrsta leik með 15 stig, 10 fráköst og 4 stolna bolta en hin sextán ára Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir skoraði líka sextán stig. Lina Pikciuté var líka mjög öflug með 13 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar og Heiða Hlín Björnsdóttir kom flott inn af bekknum með 12 stig. Hetja leiksins var þó fyrirliðinn Margrét Ósk Einarsdóttir sem setti niður risaþrist í lok leiksins. Þórdís Jóna Kristjánsdóttir átti stórleik i liði Blika með 25 stig en hin bandaríska Jessica Kay Loera gerði lítið í seinni hálfleik þegar liðið þurfti á henni að halda. Loera skoraði 16 stig í leiknum en aðeins tvö þeirra í seinni hálfleik þar sem hún klikkaði á 11 af 12 skotum sínum. Isabella Ósk Sigurðardóttir var síðan með 11 stig og 12 fráköst. Haukarnir gerðu góða ferð í Stykkishólm og unnu þar átta stiga sigur, 67-59. Hin bandaríska Alyesha Lovett var stigahæst hjá Haukum með 20 stig og 10 fráköst en Snæfellsliðið er enn án síns Bandaríkjamanns. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 stig, hin sautján ára Elísabeth Ýr Ægisdóttir skoraði 19 stig og tók 6 fráköst og fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir var síðan með 10 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Sautján ára stelpa var stigahæst hjá Snæfelli en Tinna Guðrún Alexandersdóttir skoraði 18 stig í leiknum en Búlgarinn Iva Georgieva var síðan með ellefu stig. Emese Vida var með 10 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Guðjóns Guðmundssonar um leikina tvo frá því í gærkvöldi. Klippa: Gaupi fór yfir aðra umferð Domino´s deildar kvenna
Dominos-deild kvenna Fjölnir Haukar Breiðablik Snæfell Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Fótbolti Fleiri fréttir NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn