„Fyrsta skrefið er að skipta um kúrs, snúa skútunni frá hægri“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 20:06 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. vísir/stefán Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að stíga ekki nógu fast til jarðar í aðgerðum gegn hlýnun jarðar, er hann tók til máls í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Hann vill að stefnan sem tekin verði af hálfu ríkisvaldsins verði tekin til vinstri, en ekki hægri. Í ræðu sinni sagði Logi að það væri ódýrt að heyra forsætisráðherra tala um græna byltingu á sama degi og lögð hafi verið fram fjárlög sem gefi engin fyrirheit um slíkt, að sögn Loga. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Það er ekki græn bylting þegar Ísland setur veikari loftslagsmarkmið en Danmörk og Noregur. Það er ekki græn bylting þegar við losum meira og meira á vakt þessarar ríkisstjórnar á hverju ári. Og það er ekki græn bylting þegar ríkið ver minna en einu prósenti af vergri landsframleiðslu til loftslagsaðgerða,“ sagði Logi. Fjárfesta ætti myndarlega í hugviti, nýsköpun, þróun, umhverfisvænni atvinnustarfsemi og grænni matvælaframleiðslu; hraða ætti orkuskiptum og stórefla almenningssamgöngur. Fyrr í ræðunni sagði Logi að þær efnahagsþrengingar sem fylgt hafa kórónuveirufaraldrinum og viðbrögðin sem ríki heimsins hafi gripið til vegna þeirra hafi sýnt að mikilvægi ríkisvaldsins og sterkrar almannaþjónustu hafi aldrei verið augljósara. Fullyrðingar hægrimanna um að reglulítill markaður myndi leysa sjálfur úr vandamálum væru úr lausu lofti gripnar. „Við stöndum andspænis gríðarlega flóknum verkefnum sem verða ekki öll leyst á stuttum tíma. En fyrsta skrefið er að skipta um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af okkur gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virka og hvernig verðmæti verða til.“ Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir að stíga ekki nógu fast til jarðar í aðgerðum gegn hlýnun jarðar, er hann tók til máls í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Hann vill að stefnan sem tekin verði af hálfu ríkisvaldsins verði tekin til vinstri, en ekki hægri. Í ræðu sinni sagði Logi að það væri ódýrt að heyra forsætisráðherra tala um græna byltingu á sama degi og lögð hafi verið fram fjárlög sem gefi engin fyrirheit um slíkt, að sögn Loga. Horfa má á beina útsendingu frá eldhúsdagsumræðunum hér. „Það er ekki græn bylting þegar Ísland setur veikari loftslagsmarkmið en Danmörk og Noregur. Það er ekki græn bylting þegar við losum meira og meira á vakt þessarar ríkisstjórnar á hverju ári. Og það er ekki græn bylting þegar ríkið ver minna en einu prósenti af vergri landsframleiðslu til loftslagsaðgerða,“ sagði Logi. Fjárfesta ætti myndarlega í hugviti, nýsköpun, þróun, umhverfisvænni atvinnustarfsemi og grænni matvælaframleiðslu; hraða ætti orkuskiptum og stórefla almenningssamgöngur. Fyrr í ræðunni sagði Logi að þær efnahagsþrengingar sem fylgt hafa kórónuveirufaraldrinum og viðbrögðin sem ríki heimsins hafi gripið til vegna þeirra hafi sýnt að mikilvægi ríkisvaldsins og sterkrar almannaþjónustu hafi aldrei verið augljósara. Fullyrðingar hægrimanna um að reglulítill markaður myndi leysa sjálfur úr vandamálum væru úr lausu lofti gripnar. „Við stöndum andspænis gríðarlega flóknum verkefnum sem verða ekki öll leyst á stuttum tíma. En fyrsta skrefið er að skipta um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af okkur gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virka og hvernig verðmæti verða til.“
Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira