Sigurður Ingi stal senunni: „Ræðan mín er ónýt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 20:28 Sigurður Ingi Jóhannsson. Vísir/Vilhelm Það vakti nokkra lukku á Alþingi í kvöld þegar Sigurður Ingi Jóhannsson greip orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á lofti í upphafi ræðu hans í eldhúsdagsumræðu á þingi í kvöld. Augljóst var að upphaf ræðu Sigurðar Inga var ekki sú ræða sem hann hafði skrifað fyrirfram en hann skaut léttum skotum á ræður Loga og Sigmundar Davíðs sem voru á undan honum í pontu. „Formaður Miðflokksins sagði hér í sinni ræðu að stefna ríkisstjórnarinnar væri stefna Vinstri grænna. Formaður Samfylkingarinnar kom síðan hér upp og segir að stefnan sé hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Svarið liggur auðvitað í augum uppi. Stefna ríkisstjórnarinnar er stefna Framsóknarflokksins,“ sagði Sigurður Ingi og uppskar hlátur viðstaddra. Vitnaði hann aftur í Loga og ræðu hans þar sem hann hafði komið inn á að þörf væri á metnaðarfullu fjárfestingarátaki sem væri grænt að upplagi. „Og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar það sem hann sagði Vinna, vöxtur, velferð sem eru kjörorð Framsóknarflokkstefnunnar og Samfylkingin er að taka upp. Og þegar hann lýsti síðan hvaða áform þyrfti að fara í í fjárfestingarátakinu þá var hann að lýsa fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar að allur heimurinn er að fara í þessa átt.“ Eins og fyrr segir var ljóst að Sigurður Ingi hafði ekki ætlað sér að hefja ræðu sína á þessum orðum, og varð það augljóst er hann lauk þessari eldræðu og renndi sér yfir í þá ræðu sem hann hafði áætlað að fara með. „Þannig að ræðan mín er ónýt. Ég þurfti að byrja á þessu.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
Það vakti nokkra lukku á Alþingi í kvöld þegar Sigurður Ingi Jóhannsson greip orð Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, á lofti í upphafi ræðu hans í eldhúsdagsumræðu á þingi í kvöld. Augljóst var að upphaf ræðu Sigurðar Inga var ekki sú ræða sem hann hafði skrifað fyrirfram en hann skaut léttum skotum á ræður Loga og Sigmundar Davíðs sem voru á undan honum í pontu. „Formaður Miðflokksins sagði hér í sinni ræðu að stefna ríkisstjórnarinnar væri stefna Vinstri grænna. Formaður Samfylkingarinnar kom síðan hér upp og segir að stefnan sé hægri stefna Sjálfstæðisflokksins. Svarið liggur auðvitað í augum uppi. Stefna ríkisstjórnarinnar er stefna Framsóknarflokksins,“ sagði Sigurður Ingi og uppskar hlátur viðstaddra. Vitnaði hann aftur í Loga og ræðu hans þar sem hann hafði komið inn á að þörf væri á metnaðarfullu fjárfestingarátaki sem væri grænt að upplagi. „Og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar það sem hann sagði Vinna, vöxtur, velferð sem eru kjörorð Framsóknarflokkstefnunnar og Samfylkingin er að taka upp. Og þegar hann lýsti síðan hvaða áform þyrfti að fara í í fjárfestingarátakinu þá var hann að lýsa fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar og það er rétt hjá formanni Samfylkingarinnar að allur heimurinn er að fara í þessa átt.“ Eins og fyrr segir var ljóst að Sigurður Ingi hafði ekki ætlað sér að hefja ræðu sína á þessum orðum, og varð það augljóst er hann lauk þessari eldræðu og renndi sér yfir í þá ræðu sem hann hafði áætlað að fara með. „Þannig að ræðan mín er ónýt. Ég þurfti að byrja á þessu.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira