Á jafnvel von á minnisblaði vegna kínverska listans í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2020 10:55 Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Vísir/vilhelm Utanríkisráðuneytið hefur sett sig í samband við kínversk stjórnvöld vegna lista yfir Íslendinga sem koma fyrir í gagnasafni kínverska fyrirtækisins Zhenhua. Þetta segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hún hefur óskað eftir minnisblaði frá ráðuneytinu vegna málsins og býst jafnvel við upplýsingunum í dag. Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunninum en hluta hans var lekið nýverið. Bæði Stundin og Morgunblaðið hafa nafngreint Íslendinga sem finna má á listanum. Á meðal þeirra eru stjórnmálamenn, embættismenn og forkólfar í viðskiptalífinu. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, ræddi listann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún hefur óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að nefndinni verði sent minnisblað um málið. „Því ég veit að utanríkisráðuneytið hefur skoðað þessi mál og haft samband við kínversk stjórnvöld. Þannig að ég á von á, mögulega í dag, minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um þetta mál,“ segir Sigríður. Þá segir hún að gagnalekinn nú ætti að vekja fólk til umhugsunar um að stöðugt væri verið að búa til ýmiss konar lista yfir fólk, ekki í annarlegum tilgangi heldur vegna lagaskyldu. „Dæmi um svona lista eru listar bankastofnana vegna reglna um peningaþvætti. Og það er ekki ólíklegt að þessi listi sé runninn undan slíkum listum. Ef marka má fréttir þá er verið að skrá einhver tengsl fólks við alls konar fólk og reglur til dæmis yfir peningaþvætti krefjast þess af bönkum að bankar geri svona lista yfir alla sína viðskiptavini,“ segir Sigríður. Hún skilur þó áhyggjur fólks af listanum úr gagnagrunni Zhenhua. „Það vekur kannski áhyggjur að kínversk stjórnvöld, sem við vitum að virða ekki mannréttindi og geta haft einhvern ógagnsæjan tilgang, að svona listar lendi í höndum kínverskra stjórnvalda.“ Viðtal Bítisins við Sigríði má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Kína Netöryggi Persónuvernd Utanríkismál Tengdar fréttir Take-away listi af kínverskum veitingastað? Listi Kínverjanna yfir áhugaverða og mikilvæga Íslendinga vekur furðu. 1. október 2020 12:46 Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. 29. september 2020 11:38 Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga.“ 27. september 2020 15:38 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur sett sig í samband við kínversk stjórnvöld vegna lista yfir Íslendinga sem koma fyrir í gagnasafni kínverska fyrirtækisins Zhenhua. Þetta segir Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Hún hefur óskað eftir minnisblaði frá ráðuneytinu vegna málsins og býst jafnvel við upplýsingunum í dag. Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunninum en hluta hans var lekið nýverið. Bæði Stundin og Morgunblaðið hafa nafngreint Íslendinga sem finna má á listanum. Á meðal þeirra eru stjórnmálamenn, embættismenn og forkólfar í viðskiptalífinu. Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, ræddi listann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún hefur óskað eftir því við utanríkisráðuneytið að nefndinni verði sent minnisblað um málið. „Því ég veit að utanríkisráðuneytið hefur skoðað þessi mál og haft samband við kínversk stjórnvöld. Þannig að ég á von á, mögulega í dag, minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um þetta mál,“ segir Sigríður. Þá segir hún að gagnalekinn nú ætti að vekja fólk til umhugsunar um að stöðugt væri verið að búa til ýmiss konar lista yfir fólk, ekki í annarlegum tilgangi heldur vegna lagaskyldu. „Dæmi um svona lista eru listar bankastofnana vegna reglna um peningaþvætti. Og það er ekki ólíklegt að þessi listi sé runninn undan slíkum listum. Ef marka má fréttir þá er verið að skrá einhver tengsl fólks við alls konar fólk og reglur til dæmis yfir peningaþvætti krefjast þess af bönkum að bankar geri svona lista yfir alla sína viðskiptavini,“ segir Sigríður. Hún skilur þó áhyggjur fólks af listanum úr gagnagrunni Zhenhua. „Það vekur kannski áhyggjur að kínversk stjórnvöld, sem við vitum að virða ekki mannréttindi og geta haft einhvern ógagnsæjan tilgang, að svona listar lendi í höndum kínverskra stjórnvalda.“ Viðtal Bítisins við Sigríði má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Kína Netöryggi Persónuvernd Utanríkismál Tengdar fréttir Take-away listi af kínverskum veitingastað? Listi Kínverjanna yfir áhugaverða og mikilvæga Íslendinga vekur furðu. 1. október 2020 12:46 Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. 29. september 2020 11:38 Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga.“ 27. september 2020 15:38 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Take-away listi af kínverskum veitingastað? Listi Kínverjanna yfir áhugaverða og mikilvæga Íslendinga vekur furðu. 1. október 2020 12:46
Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. 29. september 2020 11:38
Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Nöfnum 411 Íslendinga bregður fyrir í gagnagrunni kínversks fyrirtækis sem sérhæfir sig í að fylgjast með hegðun og atferli samfélagsmiðlanotenda. Gagnagrunnurinn hefur að geyma upplýsingar um 2,4 milljónir „þekktra einstaklinga.“ 27. september 2020 15:38