Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KA 25-24 | Fyrsti sigur Stjörnunnar kom í háspennuleik Benedikt Grétarsson skrifar 2. október 2020 21:15 Stjarnan gat leyft sér að fagna í leikslok. Vísir/Hulda Margrét. Stjarnan vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Olísdeild karla í handbolta en þá lögðu Stjörnumenn KA í hörkuleik, 25-24. Staðan í hálfleik var 13-15 fyrir KA sem fékk tækifæri til að stela stigi í lokin. Varnarleikur beggja liða var sterkur í byrjun leiks og sóknarmenn voru í smá basli með að finna glufur. KA var skrefi á undan framan af leik og komst í 4-6. Þá settu heimamenn í annar gír, skoruðu fjögur mörk og breyttu stöðunni í 8-6. KA tók leikhlé sem skilaði fínu áhlaupi og áður en Stjörnumenn vissu, voru það gestirnir sem voru komnir með tveggja marka forystu, 12-14 og það voru norðanmenn sem leiddu að loknum fyrri hálfleik, 13-15. Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét KA skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en svo botnfraus sóknarleikur gestanna gjörsamlega. Stjörnumenn gengu auðvitað á lagið og gerðu sex mörk í röð. Vörn heimamanna var hreint út sagt mögnuð á þessum kafla og Adam Thorsteinssen stóð vaktina vel í markinu. Norðanmenn eru ekki þekktir fyrir að gefast upp og með mikilli baráttu náðu þeir að jafna metin í 21-21. Lokakaflinn varð í kjölfarið æsispennandi og skemmtilegur. Liðin skiptust á að skora en Stjarnan var þó alltaf örlítið á undan og með frumkvæðið. Þegar 110 sekúndur voru eftir að leiknum, héldu heimamenn í sókn einu marki yfir og Tandri Már Konráðsson skoraði mikilvægt mark. KA minnkaði muninn úr vítakasti og Pétur Árni Hauksson fékk dæmd á sig skref í lokasókn Stjörnunnar. KA fékk því boltann þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka en það virtist enginn leikmaður liðsins vera með það fullkomlega á hreinu hvað ætti að gera og sóknin fjaraði út í ekki neitt. Stjörnumenn hrósuðu því sínum fyrsta sigri í vetur en KA þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap. Það var hart barist í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Stjarnan leikinn? Gamla klisjan um vörn og markvörslu á ennþá við þegar fjallað er um handbolta. Stjörnumenn voru mjög þéttir varnarlega í seinni hálfleik og Adam Thorsteinssen var öflugur í markinu á bak við varnarmúrinn. Reynslumiklir leikmenn stigu svo upp þegar á þurfti í sókninni. Hverjir stóðu upp úr? Tandri Már Konráðsson var að venju mjög öflugur á báðum endum vallarins fyrir Stjörnuna og Brynjar Hólm lúskraði vel á sveitungum sínum í vörninni. Pétur Árni og Björgvin skiluðu góðri vinnu í bæði vörn og sókn og Veigar Snær átti fína innkomu í vinstra hornið í fjarveru Dags Gautasonar. Nicholas Satchwell lék vel í fyrri hálfleik fyrir KA og Ólafur Gústafsson var ógnandi í sókninni. Það vantaði fleiri leikmenn til að ráðast á vörn Stjörnunnar í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Línuspil KA var nánast ósýnilegt en Stjarnan lék vissulega flata vörn þar sem lítið pláss var fyrir línumenn gestanna. Uppstilltur sóknarleikur var á köflum stirður, sérstaklega hjá KA-mönnum. Hvað gerist næst í deildinni? Stjörnumenn rúnta upp í Mosfellsbæ og mæta Gunna Magg og félögum í Aftureldingu. KA fær Hauka í heimsókn til Akureyrar. Patrekur Jóhannesson er þjálfari Stjörnunnar.Stöð 2 Sport Patrekur: Það er komin stemming í Garðabæinn Patrekur Jóhannesson tók við Stjörnunni fyrir mót og hann fagnaði að vonum vel fyrsta sigri liðsins í Olísdeild karla í handbolta á þessu tímabili. Stjarnan vann KA 25-24 í hörkuleik og Patti var sérlega ánægður með varnarleik og markvörslu sinna manna. „Það er alltaf ákveðinn léttir að landa fyrsta sigrinum, ég skal alveg viðurkenna það. Við vildum svo sannarlega vinna í kvöld, rétt eins og KA. Þetta var bara hörkuleikur. Mér fannst við stjórna þessu ágætlega framan af en svo gefum við eftir og verðum litlir í okkur. Við ræddum saman í hálfleik og þetta gekk vel í seinni hálfleik,“ sagði Patrekur strax eftir leik. Varnarleikur Stjörnunnar var flottur í seini hálfleik eftir smá hikst í þeim fyrri. „Ég var óánægður með varnarleikinn á köflum í fyrri hálfleik. Óli Gúst og Áki fengu að koma of nálægt vörninni en í seinni hálfleik vorum við góðir og það er bara hrikalega mikilvægt að fá þetta samspil á milli varnar og markmanns. Adam var góður í kvöld í markinu.“ Það hefur ekki farið framhjá handboltaáhugafólki að stemmingin í Garðabænum hefur ekki verið sú besta þegar kemur að karlaliðinu í handbolta. Patrekur finnur mikinn mun á þessum málum og er þakklátur mörgu Stjörnufólki. „Það var búið að tala þetta mikið niður á undanförnum árum, bæði húsið og andann í húsinu. Ég fann alveg þegar ég tók við liðinu að það var eitthvað mikið að hjá okkur en núna er ótrúlega mikið af fólki sem vinnur í kringum þetta og fyrir það er ég þakklátur.,“ sagði Patti og bætti svo við. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna leikinn, því að við viljum gefa eitthvað til baka og það er stemming í kringum handboltann í Garðabæ. Öll umgjörð og allur sá pakki er alveg tipp-topp og það er frábærum sjálfboðaliðum að þakka.“ Jónatan á hliðarlínunni í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Jónatan: Ekki nógu klókir undir lok leikja „Ég er bara mjög svekktur og fúll í dag,“ sagði pirraður Jónatan Magnússon eftir tapið gegn Stjörnunni. KA fékk tækifæri til að taka eitt stig en lokasókn liðsins var ekki góð. „Mér fannst við bara fara mjög illa með lokasóknina. Við erum búnir að vera að spila sjö gegn sex og eigum að vita hvað er mikið eftir af leiknum þegar við fáum boltann. Ég er gríðalega svekktur að við náum ekki einu sinni að koma skoti á markið.“ Hvað var jákvæðast? „Við vorum fínir varnarlega á löngum köflum en virðumst ekki ná að nýta það til að skora auðveld mörk í bakið á þeim. Sóknarleikurinn í seinni hálfleik var bara alls ekki góður. Við erum að leita lausna en það tekst bara aldrei almennilega.“ „Við lögðum mikið í þetta, eins og við gerum alltaf. Við erum búnir að vera í mjög jöfnum leikjum í vetur en ég hefði viljað taka stig hérna í kvöld.“ Spennandi verkefni bíður KA í miðri viku. „Það er bikarleikur á miðvikudaginn, sannkallaður Derby-slagur gegn Þór á Akureyri. Við þurfum bara að halda áfram að vinna í okkar málum og bæta okkur. Það er margt í okkar leik fínt en við erum bara ekki nógu klókir á lokakafla þessara leikja og það er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jónatan og bjó sig undir frekar þreytta rútuferð norður. Olís-deild karla Stjarnan KA Handbolti Íslenski handboltinn
Stjarnan vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Olísdeild karla í handbolta en þá lögðu Stjörnumenn KA í hörkuleik, 25-24. Staðan í hálfleik var 13-15 fyrir KA sem fékk tækifæri til að stela stigi í lokin. Varnarleikur beggja liða var sterkur í byrjun leiks og sóknarmenn voru í smá basli með að finna glufur. KA var skrefi á undan framan af leik og komst í 4-6. Þá settu heimamenn í annar gír, skoruðu fjögur mörk og breyttu stöðunni í 8-6. KA tók leikhlé sem skilaði fínu áhlaupi og áður en Stjörnumenn vissu, voru það gestirnir sem voru komnir með tveggja marka forystu, 12-14 og það voru norðanmenn sem leiddu að loknum fyrri hálfleik, 13-15. Úr leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét KA skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks en svo botnfraus sóknarleikur gestanna gjörsamlega. Stjörnumenn gengu auðvitað á lagið og gerðu sex mörk í röð. Vörn heimamanna var hreint út sagt mögnuð á þessum kafla og Adam Thorsteinssen stóð vaktina vel í markinu. Norðanmenn eru ekki þekktir fyrir að gefast upp og með mikilli baráttu náðu þeir að jafna metin í 21-21. Lokakaflinn varð í kjölfarið æsispennandi og skemmtilegur. Liðin skiptust á að skora en Stjarnan var þó alltaf örlítið á undan og með frumkvæðið. Þegar 110 sekúndur voru eftir að leiknum, héldu heimamenn í sókn einu marki yfir og Tandri Már Konráðsson skoraði mikilvægt mark. KA minnkaði muninn úr vítakasti og Pétur Árni Hauksson fékk dæmd á sig skref í lokasókn Stjörnunnar. KA fékk því boltann þegar um 20 sekúndur voru til leiksloka en það virtist enginn leikmaður liðsins vera með það fullkomlega á hreinu hvað ætti að gera og sóknin fjaraði út í ekki neitt. Stjörnumenn hrósuðu því sínum fyrsta sigri í vetur en KA þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap. Það var hart barist í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Stjarnan leikinn? Gamla klisjan um vörn og markvörslu á ennþá við þegar fjallað er um handbolta. Stjörnumenn voru mjög þéttir varnarlega í seinni hálfleik og Adam Thorsteinssen var öflugur í markinu á bak við varnarmúrinn. Reynslumiklir leikmenn stigu svo upp þegar á þurfti í sókninni. Hverjir stóðu upp úr? Tandri Már Konráðsson var að venju mjög öflugur á báðum endum vallarins fyrir Stjörnuna og Brynjar Hólm lúskraði vel á sveitungum sínum í vörninni. Pétur Árni og Björgvin skiluðu góðri vinnu í bæði vörn og sókn og Veigar Snær átti fína innkomu í vinstra hornið í fjarveru Dags Gautasonar. Nicholas Satchwell lék vel í fyrri hálfleik fyrir KA og Ólafur Gústafsson var ógnandi í sókninni. Það vantaði fleiri leikmenn til að ráðast á vörn Stjörnunnar í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Línuspil KA var nánast ósýnilegt en Stjarnan lék vissulega flata vörn þar sem lítið pláss var fyrir línumenn gestanna. Uppstilltur sóknarleikur var á köflum stirður, sérstaklega hjá KA-mönnum. Hvað gerist næst í deildinni? Stjörnumenn rúnta upp í Mosfellsbæ og mæta Gunna Magg og félögum í Aftureldingu. KA fær Hauka í heimsókn til Akureyrar. Patrekur Jóhannesson er þjálfari Stjörnunnar.Stöð 2 Sport Patrekur: Það er komin stemming í Garðabæinn Patrekur Jóhannesson tók við Stjörnunni fyrir mót og hann fagnaði að vonum vel fyrsta sigri liðsins í Olísdeild karla í handbolta á þessu tímabili. Stjarnan vann KA 25-24 í hörkuleik og Patti var sérlega ánægður með varnarleik og markvörslu sinna manna. „Það er alltaf ákveðinn léttir að landa fyrsta sigrinum, ég skal alveg viðurkenna það. Við vildum svo sannarlega vinna í kvöld, rétt eins og KA. Þetta var bara hörkuleikur. Mér fannst við stjórna þessu ágætlega framan af en svo gefum við eftir og verðum litlir í okkur. Við ræddum saman í hálfleik og þetta gekk vel í seinni hálfleik,“ sagði Patrekur strax eftir leik. Varnarleikur Stjörnunnar var flottur í seini hálfleik eftir smá hikst í þeim fyrri. „Ég var óánægður með varnarleikinn á köflum í fyrri hálfleik. Óli Gúst og Áki fengu að koma of nálægt vörninni en í seinni hálfleik vorum við góðir og það er bara hrikalega mikilvægt að fá þetta samspil á milli varnar og markmanns. Adam var góður í kvöld í markinu.“ Það hefur ekki farið framhjá handboltaáhugafólki að stemmingin í Garðabænum hefur ekki verið sú besta þegar kemur að karlaliðinu í handbolta. Patrekur finnur mikinn mun á þessum málum og er þakklátur mörgu Stjörnufólki. „Það var búið að tala þetta mikið niður á undanförnum árum, bæði húsið og andann í húsinu. Ég fann alveg þegar ég tók við liðinu að það var eitthvað mikið að hjá okkur en núna er ótrúlega mikið af fólki sem vinnur í kringum þetta og fyrir það er ég þakklátur.,“ sagði Patti og bætti svo við. „Þess vegna var svo mikilvægt að vinna leikinn, því að við viljum gefa eitthvað til baka og það er stemming í kringum handboltann í Garðabæ. Öll umgjörð og allur sá pakki er alveg tipp-topp og það er frábærum sjálfboðaliðum að þakka.“ Jónatan á hliðarlínunni í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét Jónatan: Ekki nógu klókir undir lok leikja „Ég er bara mjög svekktur og fúll í dag,“ sagði pirraður Jónatan Magnússon eftir tapið gegn Stjörnunni. KA fékk tækifæri til að taka eitt stig en lokasókn liðsins var ekki góð. „Mér fannst við bara fara mjög illa með lokasóknina. Við erum búnir að vera að spila sjö gegn sex og eigum að vita hvað er mikið eftir af leiknum þegar við fáum boltann. Ég er gríðalega svekktur að við náum ekki einu sinni að koma skoti á markið.“ Hvað var jákvæðast? „Við vorum fínir varnarlega á löngum köflum en virðumst ekki ná að nýta það til að skora auðveld mörk í bakið á þeim. Sóknarleikurinn í seinni hálfleik var bara alls ekki góður. Við erum að leita lausna en það tekst bara aldrei almennilega.“ „Við lögðum mikið í þetta, eins og við gerum alltaf. Við erum búnir að vera í mjög jöfnum leikjum í vetur en ég hefði viljað taka stig hérna í kvöld.“ Spennandi verkefni bíður KA í miðri viku. „Það er bikarleikur á miðvikudaginn, sannkallaður Derby-slagur gegn Þór á Akureyri. Við þurfum bara að halda áfram að vinna í okkar málum og bæta okkur. Það er margt í okkar leik fínt en við erum bara ekki nógu klókir á lokakafla þessara leikja og það er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jónatan og bjó sig undir frekar þreytta rútuferð norður.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti