Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2020 14:43 Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AP/Ludovic Marin Emmanuel Macron, forseti Frakklands, opinberaði í dag áætlun ríkisstjórnar sinnar varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Áætlunin beinst sérstaklega gegn „aðskilnaðaröflum“ og er markmið þeirra að verja franska múslima frá „utanaðkomandi áhrifum,“ eins og forsetinn orðaði það í ræðu í dag. Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. „Veraldarhyggja er grunnur sameinaðs Frakklands,“ sagði Macron í ræðu sinni. „Föllum ekki í gildru öfgamanna sem reyna að setja smánarblett á alla múslima.“ Macron viðurkenndi einnig að ríkinu væri að hluta til um að kenna og að stórum hópum múslima hefði verið komið fyrir á sömu svæðunum, nokkurs konar gettóum. Nýlenduárum Frakklands væri sömuleiðis um að kenna og þá sérstaklega aðgerðum Frakka í Alsír. Þær hefðu skilið eftir sig ör sem hefðu oft leitt til erfiðleika við aðlögun innflytjenda frá fyrrverandi nýlendum. „Við höfum ekki losað okkur við fortíð okkar. Við eigum afar og ömmur sem færðu ör sín yfir á börn þeirra.“ Eins og fram kemur í frétt France24 er um það bil sjö mánuðir frá því Macron tilkynnti að ríkisstjórn hans myndi gera breytingar til að sporna gegn erlendum áhrifum á íslamstrú í Frakklandi. Meðal annars stæði til að koma í veg fyrir að önnur ríki sendu bænapresta og kennara til Frakklands. Tilefni þeirra ummæli voru, að hluta til, vegna þeirra fjölmörgu hryðjuverkaárása sem hafa átt sér stað í Frakklandi á undanförnum árum, samhliða auknum fordómum gegn íslam í Frakklandi. Samkvæmt frétt Guardian mun ríkisstjórn Macron veita embættismönnum aukin völd til að berjast gegn öfgum. Auka á eftirlit með moskum og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá verður hægt að slíta samtökum sem talin eru vinna gegn ríkinu. Einnig á að auka fjárveitingar til mennta- og húsnæðismála og Dómsmálaráðuneytisins. Sömuleiðis verður fjármunum veitt í húsnæðis- og félagsmál. Macron sagði verkefnið sem Frakkar stæðu frammi fyrir vera að berjast gegn öfgum og ´þeim sem vilji sundra í nafni trúar og í senn verja þá múslima sem séu ríkisborgarar lýðveldisins að fullu. Frakkland Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, opinberaði í dag áætlun ríkisstjórnar sinnar varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Áætlunin beinst sérstaklega gegn „aðskilnaðaröflum“ og er markmið þeirra að verja franska múslima frá „utanaðkomandi áhrifum,“ eins og forsetinn orðaði það í ræðu í dag. Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. „Veraldarhyggja er grunnur sameinaðs Frakklands,“ sagði Macron í ræðu sinni. „Föllum ekki í gildru öfgamanna sem reyna að setja smánarblett á alla múslima.“ Macron viðurkenndi einnig að ríkinu væri að hluta til um að kenna og að stórum hópum múslima hefði verið komið fyrir á sömu svæðunum, nokkurs konar gettóum. Nýlenduárum Frakklands væri sömuleiðis um að kenna og þá sérstaklega aðgerðum Frakka í Alsír. Þær hefðu skilið eftir sig ör sem hefðu oft leitt til erfiðleika við aðlögun innflytjenda frá fyrrverandi nýlendum. „Við höfum ekki losað okkur við fortíð okkar. Við eigum afar og ömmur sem færðu ör sín yfir á börn þeirra.“ Eins og fram kemur í frétt France24 er um það bil sjö mánuðir frá því Macron tilkynnti að ríkisstjórn hans myndi gera breytingar til að sporna gegn erlendum áhrifum á íslamstrú í Frakklandi. Meðal annars stæði til að koma í veg fyrir að önnur ríki sendu bænapresta og kennara til Frakklands. Tilefni þeirra ummæli voru, að hluta til, vegna þeirra fjölmörgu hryðjuverkaárása sem hafa átt sér stað í Frakklandi á undanförnum árum, samhliða auknum fordómum gegn íslam í Frakklandi. Samkvæmt frétt Guardian mun ríkisstjórn Macron veita embættismönnum aukin völd til að berjast gegn öfgum. Auka á eftirlit með moskum og tryggja að bænaprestar fái þjálfun í Frakklandi. Þá verður hægt að slíta samtökum sem talin eru vinna gegn ríkinu. Einnig á að auka fjárveitingar til mennta- og húsnæðismála og Dómsmálaráðuneytisins. Sömuleiðis verður fjármunum veitt í húsnæðis- og félagsmál. Macron sagði verkefnið sem Frakkar stæðu frammi fyrir vera að berjast gegn öfgum og ´þeim sem vilji sundra í nafni trúar og í senn verja þá múslima sem séu ríkisborgarar lýðveldisins að fullu.
Frakkland Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira