Dagskráin: Íslandsmeistarar KR, Lionel Messi, Cristiano Ronaldo, Tom Brady, Kjartan Atli og svo miklu miklu meira Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2020 06:00 Þessir miklu mátar eru í beinni á Stöð 2 Sport í dag. FIFA/Getty Sunnudagur til sælu, um að gera að eyða honum upp í sófa og horfa á Stöð 2 Sport enda af nægu að taka á rásum okkar í dag. Við sýnum beint frá Pepsi Max deildum karla og kvenna, förum yfir það helsta í Pepsi Max Tilþrifunum, sýnum frá ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, NFL-deildin er á dagskrá sem og spænsku körfuboltinn. Og síðast en ekki síst erum við þrjár beinar útsendingar frá golfmótum sem og Vodafonedeildin í League of Legends er á dagskrá. Íslandsmeistarar KR heimsækja Kórinn í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu klukkan 17:00 í dag en útsending heft tíu mínútum fyrr. Í fyrra töpuðu KR-ingar þessum leik 4-1, þá töpuðu þeir 3-0 fyrir HK fyrr í sumar. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í dag en KR-ingar þurfa nauðsynlega sigur í baráttunni um Evrópusæti. Þaðan förum við neðar í Kópavog þar sem Fylkir er í heimsókn á Kópavogsvelli. Breiðablik vann fyrri viðureign liðanna í sumar 1-0 og því má búast við hörkuleik. Bæði lið í bullandi baráttu um Evrópusæti. Klukkan 21.15 er svo komið að Pepsi Max Tilþrifunum í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Stöð 2 Sport 2 Það er veisla í dag. Ekki flóknara en það. Við sýnum leik Atalanta og Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni klukkan 10.30. Atalanta er eitt skemmtilegasta lið Evrópu þessa dagana og því má búast við mikilli skemmtun. Spánarmeistarar Real Madrid mæta til leiks klukkan 13.50 en þeir heimsækja Levante í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þaðan förum við aftur til Ítalíu og sjáum leik AC Milan og Spezia. Stórleikur Juventus og Napoli er svo á dagskrá klukkan 18.35 og er það síðasti leikurinn sem við sýnum í beinni. Fyrrum samherjarnir Andrea Pirlo og Gennaro Gattuso mætast þarna á hliðarlínunni í fyrsta skipti. Fríða og Dýrið myndu sumir segja. Verður áhugavert í alla staði. Stöð 2 Sport 3 Þór/KA og Selfoss eigast við í Pepsi Max deild kvenna. Heimastúlkur þurfa sigur til að falla ekki niður um deild meðan Selfoss er að reyna tryggja sér 3. sætið í deildinni. Hefst útsendingin klukkan 13:20. Barcelona tekur á móti Sevilla í stórleik á Spáni klukkan 18.50. Ansu Fati hefur stolið fyrirsögnunum í upphafi tímabils en hvað gerist nú? Stöð 2 Sport 4 Klukkan 09:50 hefst útsending fyrir leik Osasuna og Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Klukkan 12.50 er stórleikur Lazio og Inter Milan svo á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Klukkan 16.55 færum við okkur til Bandaríkjanna í NFL-deildina. Lið Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United, og er með Tom Brady í leikstjórnandastöðunni fær Los Angeles Chargers í heimsókn. Las Vegas Raiders fær svo Buffalo Bills í heimsókn í síðari leik dagsins en hann hefst klukkan 20.20. Stöð 2 ESport Spænski körfuboltinn er á dagskrá á ESport stöð okkar því að er ekki pláss annarsstaðar. Martin Hermansson og félagar í Valencia heimsækja Coosur Real Betis klukkan 17.50. Svo förum við beint í Vodafonedeildina í League of Legends. Golfstöðin Klukkan 10.30 hefst bein útsending frá Opna skoska á Evrópumótaröðinni. Klukkan 17.00 er það Shoprite Classic-mótið á LPGA-mótaröðinni og klukkan 20.00 er svo Sanderson Farms-meistaramótið á PGA-mótaröðinni. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Spænski körfuboltinn NFL Golf Rafíþróttir Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Sunnudagur til sælu, um að gera að eyða honum upp í sófa og horfa á Stöð 2 Sport enda af nægu að taka á rásum okkar í dag. Við sýnum beint frá Pepsi Max deildum karla og kvenna, förum yfir það helsta í Pepsi Max Tilþrifunum, sýnum frá ítölsku og spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, NFL-deildin er á dagskrá sem og spænsku körfuboltinn. Og síðast en ekki síst erum við þrjár beinar útsendingar frá golfmótum sem og Vodafonedeildin í League of Legends er á dagskrá. Íslandsmeistarar KR heimsækja Kórinn í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu klukkan 17:00 í dag en útsending heft tíu mínútum fyrr. Í fyrra töpuðu KR-ingar þessum leik 4-1, þá töpuðu þeir 3-0 fyrir HK fyrr í sumar. Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í dag en KR-ingar þurfa nauðsynlega sigur í baráttunni um Evrópusæti. Þaðan förum við neðar í Kópavog þar sem Fylkir er í heimsókn á Kópavogsvelli. Breiðablik vann fyrri viðureign liðanna í sumar 1-0 og því má búast við hörkuleik. Bæði lið í bullandi baráttu um Evrópusæti. Klukkan 21.15 er svo komið að Pepsi Max Tilþrifunum í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar. Stöð 2 Sport 2 Það er veisla í dag. Ekki flóknara en það. Við sýnum leik Atalanta og Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni klukkan 10.30. Atalanta er eitt skemmtilegasta lið Evrópu þessa dagana og því má búast við mikilli skemmtun. Spánarmeistarar Real Madrid mæta til leiks klukkan 13.50 en þeir heimsækja Levante í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Þaðan förum við aftur til Ítalíu og sjáum leik AC Milan og Spezia. Stórleikur Juventus og Napoli er svo á dagskrá klukkan 18.35 og er það síðasti leikurinn sem við sýnum í beinni. Fyrrum samherjarnir Andrea Pirlo og Gennaro Gattuso mætast þarna á hliðarlínunni í fyrsta skipti. Fríða og Dýrið myndu sumir segja. Verður áhugavert í alla staði. Stöð 2 Sport 3 Þór/KA og Selfoss eigast við í Pepsi Max deild kvenna. Heimastúlkur þurfa sigur til að falla ekki niður um deild meðan Selfoss er að reyna tryggja sér 3. sætið í deildinni. Hefst útsendingin klukkan 13:20. Barcelona tekur á móti Sevilla í stórleik á Spáni klukkan 18.50. Ansu Fati hefur stolið fyrirsögnunum í upphafi tímabils en hvað gerist nú? Stöð 2 Sport 4 Klukkan 09:50 hefst útsending fyrir leik Osasuna og Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Klukkan 12.50 er stórleikur Lazio og Inter Milan svo á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Klukkan 16.55 færum við okkur til Bandaríkjanna í NFL-deildina. Lið Glazer fjölskyldunnar, sem á Manchester United, og er með Tom Brady í leikstjórnandastöðunni fær Los Angeles Chargers í heimsókn. Las Vegas Raiders fær svo Buffalo Bills í heimsókn í síðari leik dagsins en hann hefst klukkan 20.20. Stöð 2 ESport Spænski körfuboltinn er á dagskrá á ESport stöð okkar því að er ekki pláss annarsstaðar. Martin Hermansson og félagar í Valencia heimsækja Coosur Real Betis klukkan 17.50. Svo förum við beint í Vodafonedeildina í League of Legends. Golfstöðin Klukkan 10.30 hefst bein útsending frá Opna skoska á Evrópumótaröðinni. Klukkan 17.00 er það Shoprite Classic-mótið á LPGA-mótaröðinni og klukkan 20.00 er svo Sanderson Farms-meistaramótið á PGA-mótaröðinni.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Spænski körfuboltinn NFL Golf Rafíþróttir Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ „Maður verður að telja það sterkt andlega“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Dagskráin í dag: Stúkan fer yfir umferðina Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Íslendingar hita upp í Katowice Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki