Skemmdarverk unnin á Trans-Jesú í skjóli nætur Sylvía Hall skrifar 4. október 2020 17:53 Jesú var skrapaður af í skjóli nætur. Þegar vagnstjóri hjá Strætó ætlaði að fara með vagn á leið í morgun blasti við honum töluvert magn filmu á jörðinni við hliðina á vagninum. Filman reyndist vera af vagninum sjálfum sem auglýsing Sunnudagaskólans prýddi. „Hann ætlaði með vagninn á leið og þá sá hann fullt af filmu á jörðinni og skildi ekkert í því. Svo kíkti hann upp og sér bara þetta – það var búið að skrapa Jesú í burtu af auglýsingunni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við fréttastofu. Jesú-skreytingin hefur vakið mikið umtal frá því að hún birtist upphaflega sem kynningarefni fyrir Sunnudagaskólann. Þar má sjá stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Auglýsingin vakti mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum; sumir töldu hana skref í rétta átt á meðan sumir meðlimir Þjóðkirkjunnar gagnrýndu hana harðlega. Guðmundur segir ljóst að skemmdarverkin beinist einungis að Jesú-myndinni sjálfri. Þar hafi filman verið skröpuð af en aðrir hlutar verksins látnir í friði. „Okkur grunar að einhver hafi komið í nótt og skemmt teikninguna inni á vagnasvæði hjá okkur.“ Öryggismyndavélar eru á svæðinu þar sem vagninn stóð og verður farið yfir efni úr þeim við fyrsta tækifæri. Að sögn Guðmundar er ólíklegt að börn hafi verið að verki þar sem skemmdirnar eru nokkuð hátt uppi. Líkt og sjá má hefur andlit Jesú verið skrapað af sem og brjóst hans. Hann segir stefnt að því að lagfæra vagninn á morgun, enda hafi staðið til að hann myndi aka um götur höfuðborgarsvæðisins í átta vikur. Engar athugasemdir hafi borist Strætó vegna auglýsingarinnar og því hafi þetta komið á óvart þrátt fyrir skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum. „Maður veit alveg að þetta var umdeilt, en þetta er sorglegt skemmdarverk.“ Hinsegin Trúmál Þjóðkirkjan Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. 18. september 2020 21:37 Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Þegar vagnstjóri hjá Strætó ætlaði að fara með vagn á leið í morgun blasti við honum töluvert magn filmu á jörðinni við hliðina á vagninum. Filman reyndist vera af vagninum sjálfum sem auglýsing Sunnudagaskólans prýddi. „Hann ætlaði með vagninn á leið og þá sá hann fullt af filmu á jörðinni og skildi ekkert í því. Svo kíkti hann upp og sér bara þetta – það var búið að skrapa Jesú í burtu af auglýsingunni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við fréttastofu. Jesú-skreytingin hefur vakið mikið umtal frá því að hún birtist upphaflega sem kynningarefni fyrir Sunnudagaskólann. Þar má sjá stóran og mikinn regnboga og skeggjaðan Jesú með brjóst. Auglýsingin vakti mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum; sumir töldu hana skref í rétta átt á meðan sumir meðlimir Þjóðkirkjunnar gagnrýndu hana harðlega. Guðmundur segir ljóst að skemmdarverkin beinist einungis að Jesú-myndinni sjálfri. Þar hafi filman verið skröpuð af en aðrir hlutar verksins látnir í friði. „Okkur grunar að einhver hafi komið í nótt og skemmt teikninguna inni á vagnasvæði hjá okkur.“ Öryggismyndavélar eru á svæðinu þar sem vagninn stóð og verður farið yfir efni úr þeim við fyrsta tækifæri. Að sögn Guðmundar er ólíklegt að börn hafi verið að verki þar sem skemmdirnar eru nokkuð hátt uppi. Líkt og sjá má hefur andlit Jesú verið skrapað af sem og brjóst hans. Hann segir stefnt að því að lagfæra vagninn á morgun, enda hafi staðið til að hann myndi aka um götur höfuðborgarsvæðisins í átta vikur. Engar athugasemdir hafi borist Strætó vegna auglýsingarinnar og því hafi þetta komið á óvart þrátt fyrir skiptar skoðanir á samfélagsmiðlum. „Maður veit alveg að þetta var umdeilt, en þetta er sorglegt skemmdarverk.“
Hinsegin Trúmál Þjóðkirkjan Strætó Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. 18. september 2020 21:37 Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22 Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58 „Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Erlendir miðlar fjalla um auglýsingu Kirkjunnar Fjallað er um auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann, teiknaða mynd þar sem skeggjaður Jesú með brjóst býður börn velkomin, í breska miðlinum Daily Mail. 18. september 2020 21:37
Formaður Samtakanna ´78 gagnrýnir „hringlandahátt“ Þjóðkirkjunnar vegna Trans-Jesú Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, spyr hvort að Þjóðkirkjan ætli að vera alvöru samherji hinsegin fólks eða ekki og hefur óskað eftir fundi með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup. 17. september 2020 23:22
Kirkjuþing harmar að myndin hafi sært fólk Kirkjuþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að ætlunin með auglýsingu Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagsskólans hafi verið að undirstrika fjölbreytileikann. 12. september 2020 18:58
„Það eru aldrei mistök að upphefja fjölbreytileika samfélagsins“ Auglýsing Þjóðkirkjunnar fyrir sunnudagaskólann sem vakið hefur mikla athygli undanfarið þar sem á henni má sjá Jesú með brjóst hefur verið tekin út af heimasíðu Kirkjunnar. 12. september 2020 16:15