Óskar Hrafn: Fannst aldrei spurning hvort liðið var að fara að vinna Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2020 22:01 Blikar byrjuðu leikinn betur og það var því eins og köld tuska í andlitið þegar Fylkismenn komust yfir á 16.mínútu í nánast fyrstu sókn sinni í leiknum. „Ég er mjög ánægður með liðið í þessum leik. Við erum kannski orðnir vanir því að fá blauta tusku framan í okkur, höfum verið í því í undanförnum leikjum og höfum síðan staðið upp. Fengið högg en staðið upp sterkari eftir þau,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Mér fannst svosem aldrei spurning í þessum leik hvort liðið var betra eða hvort liðið var að fara að vinna burtséð frá því hvort þeir náðu forystunni eða ekki. Rauða spjaldið fannst mér ekki skipta neinu máli í því samhengi. Mér fannst við betri allan tímann,“ bætti Óskar Hrafn við en Daði Ólafsson leikmaður Fylkis fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á 55.mínútu þegar staðan var 2-1. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk í kvöld en fjögur af sex mörkum hans í sumar hafa komið þegar Thomas Mikkelsen, markahæsti maður Blika á tímabilinu, er fjarverandi. Brynjólfur Andersen var frábær í liði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst það heldur hart gagnvart Thomas að kenna honum um markaleysi Brynjólfs í undanförnum leikjum. Stundum dettur þetta og kannski tekur hann meiri ábyrgð í teignum og kemur sér meira inn í teiginn heldur en hann hefur gert.“ „Við fögnum því þegar hann skorar, hann er feykilega öflugur leikmaður. Einhverjir hafa kallað eftir fleiri mörkum frá honum þannig að við fögnum því hvaðan sem mörkin koma.“ Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði Blika í dag. Hann átti góðan leik. Barðist eins og ljón, fiskaði víti og bæði gulu spjöldin á Daða. “Svo sannarlega hefur Stefán komið sterkur inn. Hann fór á lán til Grindavíkur og það var mjög vel heppnað fyrir alla aðila. Hann hefur komið mjög sterkur inn í undanförnum leikjum.“ „Það er yndislegt að hafa ungan og uppalinn leikmann í þessum gæðaflokki. Það er frábært og við fögnum hverjum þeim sem tekur stærra hlutverk en hann hafði. Það er mjög jákvætt þegar menn gera það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Blikar byrjuðu leikinn betur og það var því eins og köld tuska í andlitið þegar Fylkismenn komust yfir á 16.mínútu í nánast fyrstu sókn sinni í leiknum. „Ég er mjög ánægður með liðið í þessum leik. Við erum kannski orðnir vanir því að fá blauta tusku framan í okkur, höfum verið í því í undanförnum leikjum og höfum síðan staðið upp. Fengið högg en staðið upp sterkari eftir þau,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Mér fannst svosem aldrei spurning í þessum leik hvort liðið var betra eða hvort liðið var að fara að vinna burtséð frá því hvort þeir náðu forystunni eða ekki. Rauða spjaldið fannst mér ekki skipta neinu máli í því samhengi. Mér fannst við betri allan tímann,“ bætti Óskar Hrafn við en Daði Ólafsson leikmaður Fylkis fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á 55.mínútu þegar staðan var 2-1. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk í kvöld en fjögur af sex mörkum hans í sumar hafa komið þegar Thomas Mikkelsen, markahæsti maður Blika á tímabilinu, er fjarverandi. Brynjólfur Andersen var frábær í liði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst það heldur hart gagnvart Thomas að kenna honum um markaleysi Brynjólfs í undanförnum leikjum. Stundum dettur þetta og kannski tekur hann meiri ábyrgð í teignum og kemur sér meira inn í teiginn heldur en hann hefur gert.“ „Við fögnum því þegar hann skorar, hann er feykilega öflugur leikmaður. Einhverjir hafa kallað eftir fleiri mörkum frá honum þannig að við fögnum því hvaðan sem mörkin koma.“ Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði Blika í dag. Hann átti góðan leik. Barðist eins og ljón, fiskaði víti og bæði gulu spjöldin á Daða. “Svo sannarlega hefur Stefán komið sterkur inn. Hann fór á lán til Grindavíkur og það var mjög vel heppnað fyrir alla aðila. Hann hefur komið mjög sterkur inn í undanförnum leikjum.“ „Það er yndislegt að hafa ungan og uppalinn leikmann í þessum gæðaflokki. Það er frábært og við fögnum hverjum þeim sem tekur stærra hlutverk en hann hafði. Það er mjög jákvætt þegar menn gera það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira