Óskar Hrafn: Fannst aldrei spurning hvort liðið var að fara að vinna Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2020 22:01 Blikar byrjuðu leikinn betur og það var því eins og köld tuska í andlitið þegar Fylkismenn komust yfir á 16.mínútu í nánast fyrstu sókn sinni í leiknum. „Ég er mjög ánægður með liðið í þessum leik. Við erum kannski orðnir vanir því að fá blauta tusku framan í okkur, höfum verið í því í undanförnum leikjum og höfum síðan staðið upp. Fengið högg en staðið upp sterkari eftir þau,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Mér fannst svosem aldrei spurning í þessum leik hvort liðið var betra eða hvort liðið var að fara að vinna burtséð frá því hvort þeir náðu forystunni eða ekki. Rauða spjaldið fannst mér ekki skipta neinu máli í því samhengi. Mér fannst við betri allan tímann,“ bætti Óskar Hrafn við en Daði Ólafsson leikmaður Fylkis fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á 55.mínútu þegar staðan var 2-1. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk í kvöld en fjögur af sex mörkum hans í sumar hafa komið þegar Thomas Mikkelsen, markahæsti maður Blika á tímabilinu, er fjarverandi. Brynjólfur Andersen var frábær í liði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst það heldur hart gagnvart Thomas að kenna honum um markaleysi Brynjólfs í undanförnum leikjum. Stundum dettur þetta og kannski tekur hann meiri ábyrgð í teignum og kemur sér meira inn í teiginn heldur en hann hefur gert.“ „Við fögnum því þegar hann skorar, hann er feykilega öflugur leikmaður. Einhverjir hafa kallað eftir fleiri mörkum frá honum þannig að við fögnum því hvaðan sem mörkin koma.“ Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði Blika í dag. Hann átti góðan leik. Barðist eins og ljón, fiskaði víti og bæði gulu spjöldin á Daða. “Svo sannarlega hefur Stefán komið sterkur inn. Hann fór á lán til Grindavíkur og það var mjög vel heppnað fyrir alla aðila. Hann hefur komið mjög sterkur inn í undanförnum leikjum.“ „Það er yndislegt að hafa ungan og uppalinn leikmann í þessum gæðaflokki. Það er frábært og við fögnum hverjum þeim sem tekur stærra hlutverk en hann hafði. Það er mjög jákvætt þegar menn gera það.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira
Blikar byrjuðu leikinn betur og það var því eins og köld tuska í andlitið þegar Fylkismenn komust yfir á 16.mínútu í nánast fyrstu sókn sinni í leiknum. „Ég er mjög ánægður með liðið í þessum leik. Við erum kannski orðnir vanir því að fá blauta tusku framan í okkur, höfum verið í því í undanförnum leikjum og höfum síðan staðið upp. Fengið högg en staðið upp sterkari eftir þau,“ sagði Óskar Hrafn þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir leik í kvöld. „Mér fannst svosem aldrei spurning í þessum leik hvort liðið var betra eða hvort liðið var að fara að vinna burtséð frá því hvort þeir náðu forystunni eða ekki. Rauða spjaldið fannst mér ekki skipta neinu máli í því samhengi. Mér fannst við betri allan tímann,“ bætti Óskar Hrafn við en Daði Ólafsson leikmaður Fylkis fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á 55.mínútu þegar staðan var 2-1. Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk í kvöld en fjögur af sex mörkum hans í sumar hafa komið þegar Thomas Mikkelsen, markahæsti maður Blika á tímabilinu, er fjarverandi. Brynjólfur Andersen var frábær í liði Breiðabliks í kvöld.Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst það heldur hart gagnvart Thomas að kenna honum um markaleysi Brynjólfs í undanförnum leikjum. Stundum dettur þetta og kannski tekur hann meiri ábyrgð í teignum og kemur sér meira inn í teiginn heldur en hann hefur gert.“ „Við fögnum því þegar hann skorar, hann er feykilega öflugur leikmaður. Einhverjir hafa kallað eftir fleiri mörkum frá honum þannig að við fögnum því hvaðan sem mörkin koma.“ Stefán Ingi Sigurðarson var í byrjunarliði Blika í dag. Hann átti góðan leik. Barðist eins og ljón, fiskaði víti og bæði gulu spjöldin á Daða. “Svo sannarlega hefur Stefán komið sterkur inn. Hann fór á lán til Grindavíkur og það var mjög vel heppnað fyrir alla aðila. Hann hefur komið mjög sterkur inn í undanförnum leikjum.“ „Það er yndislegt að hafa ungan og uppalinn leikmann í þessum gæðaflokki. Það er frábært og við fögnum hverjum þeim sem tekur stærra hlutverk en hann hafði. Það er mjög jákvætt þegar menn gera það.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Sjá meira