Carragher: Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 09:00 Það urðu ótrúleg úrslit í leik Aston Villa og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Samsett/Getty Liverpool hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Jürgen Klopp en í gær þegar Liverpool steinlá 7-2 á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Carragher var líka í hálfgerðu áfalli þegar hann ræddi leikinn og úrslitin á Sky Sports. Liverpool goðsögnin og starfandi knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports fékk nefnilega það verkefni að útskýra leik Liverpol eftir skellinn óvænta í gær. „Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta. Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin því ég trúði ekki hvað ég var að horfa upp á,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. „Þetta er frammistaða sem á ekkert skilt við þetta Liverpool lið. Þetta eru skjokkerendi úrslit og sjokkerandi frammistaða. Það er enginn vafi á því að þetta er versta frammistaða liðsins undir stjórn Jürgen Klopp,“ sagði Carragher. 'The reaction wasn't good and we lost the plot.' "Nobody to blame apart from us." #LFC boss Jurgen Klopp was full of praise for #AVFC, highlighting 'undefendable' Ollie Watkins and Jack Grealish as he tried to explain his side's 7-2 defeat. pic.twitter.com/LUUTDIFBEq— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 4, 2020 „Mér fannst það vera ljóst frá byrjun leiks að Liverpool væri ekki í sínum gír. Það var að skapast hætta frá fyrstu mínútum leiksins,“ sagði Jamie Carragher sem var ekki hrifinn af því hversu hátt vörn Liverpool var með línuna. „Ég er ekki hrifinn af því og ég er ekki sammála. Þeir eru að reyna að veiða menn í rangstöðugildruna og þeir spila með liðið hátt upp á vellinum. Þetta þýðir að liðið er alltaf að fá á sig að minnsta kosti eitt dauðafæri í leik en á móti er liðið auðvitað að vinna boltann hátt upp á vellinum,“ sagði Carragher „Þegar lið eru að brjótast í gegnum pressuna aftur og aftur þá verða menn að bakka. Ég trúði því bara ekki að maður eins og Virgil van Dijk hafi ekki kallað menn aftur í stöðunni 5-2 og passað upp á það að þetta yrði ekki enn verra. Þeir voru heppnir að þetta urðu ekki á endanum átta eða níu mörk,“ sagði Jamie Carragher. „Það er ekki að gagnrýna þetta lið of mikið miðað við það sem það hefur afrekað síðustu ár en liðið fékk á sig fullt af mörkum í fyrsta leiknum á móti Leeds. Núna er næsti leikur liðsins stórleikur á móti toppliði Everton. Þar mun koma í ljóst hvort að þetta hafi verið furðuúrslit eða hvort að þetta sé að verða vandamál. Það er margt sem bendir til þess og við getum þá farið alveg aftur til Watford leiksins,“ sagði Jamie Carragher en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
Liverpool hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Jürgen Klopp en í gær þegar Liverpool steinlá 7-2 á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Jamie Carragher var líka í hálfgerðu áfalli þegar hann ræddi leikinn og úrslitin á Sky Sports. Liverpool goðsögnin og starfandi knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports fékk nefnilega það verkefni að útskýra leik Liverpol eftir skellinn óvænta í gær. „Ég get eiginlega ekki útskýrt þetta. Ég var næstum því farinn að hlæja að Liverpool liðinu undir lokin því ég trúði ekki hvað ég var að horfa upp á,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports. „Þetta er frammistaða sem á ekkert skilt við þetta Liverpool lið. Þetta eru skjokkerendi úrslit og sjokkerandi frammistaða. Það er enginn vafi á því að þetta er versta frammistaða liðsins undir stjórn Jürgen Klopp,“ sagði Carragher. 'The reaction wasn't good and we lost the plot.' "Nobody to blame apart from us." #LFC boss Jurgen Klopp was full of praise for #AVFC, highlighting 'undefendable' Ollie Watkins and Jack Grealish as he tried to explain his side's 7-2 defeat. pic.twitter.com/LUUTDIFBEq— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 4, 2020 „Mér fannst það vera ljóst frá byrjun leiks að Liverpool væri ekki í sínum gír. Það var að skapast hætta frá fyrstu mínútum leiksins,“ sagði Jamie Carragher sem var ekki hrifinn af því hversu hátt vörn Liverpool var með línuna. „Ég er ekki hrifinn af því og ég er ekki sammála. Þeir eru að reyna að veiða menn í rangstöðugildruna og þeir spila með liðið hátt upp á vellinum. Þetta þýðir að liðið er alltaf að fá á sig að minnsta kosti eitt dauðafæri í leik en á móti er liðið auðvitað að vinna boltann hátt upp á vellinum,“ sagði Carragher „Þegar lið eru að brjótast í gegnum pressuna aftur og aftur þá verða menn að bakka. Ég trúði því bara ekki að maður eins og Virgil van Dijk hafi ekki kallað menn aftur í stöðunni 5-2 og passað upp á það að þetta yrði ekki enn verra. Þeir voru heppnir að þetta urðu ekki á endanum átta eða níu mörk,“ sagði Jamie Carragher. „Það er ekki að gagnrýna þetta lið of mikið miðað við það sem það hefur afrekað síðustu ár en liðið fékk á sig fullt af mörkum í fyrsta leiknum á móti Leeds. Núna er næsti leikur liðsins stórleikur á móti toppliði Everton. Þar mun koma í ljóst hvort að þetta hafi verið furðuúrslit eða hvort að þetta sé að verða vandamál. Það er margt sem bendir til þess og við getum þá farið alveg aftur til Watford leiksins,“ sagði Jamie Carragher en það má sjá hvað hann sagði hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti