Fimmtán ár síðan Íslendingalið var síðast með fullt hús í enska á þessum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 12:47 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni með Everton liðinu um helgina. Getty/Alex Livesey Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru með tólf stig af tólf mögulegum eftir fjórar fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton vann 4-2 sigur á Brighton & Hove Albion í fyrsta byrjunarliðsleik Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Gylfi kom inn fyrir Brasilíumanninn Allan sem meiddist í deildarbikarsigri á West Ham í síðustu viku. Gylfi fékk tækifærið og lagði upp fyrsta mark Everton í leiknum. Everton er nú með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina og markatöluna 12-5. Gudjohnsen: The Blond Maradona Days - On this day at the start of the century Eidur Gudjohnsen signed for Chelsea, and to mark the 20-year anniversary we remember his time playing for us as a deep-lying creative midfielder, and a very good one at that. https://t.co/RUyXKxq8yS— CFC News (@CFCnews) June 19, 2020 Síðasta Íslendingalið til að vera með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina í ensku úrvalsdeildinni var lið Chelsea tímabilið 2005-06. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði reyndar bara tvo af þessum fjórum leikjum. Tímabilið á undan spilaði Eiður aftur á móti alla fjóra leikina í fyrstu fjórum umferðunum sem Chelsea vann líka alla. Eiður Smári spilaði tvo fyrstu leikina með Chelsea tímabilið 2005 til 2006 en var ekki í hóp í næstu tveimur leikjum liðsins. Chelsea vann níu fyrstu deildarleiki tímabilsins og varð síðan enskur meistari annað árið í röð. Gylfi hefur reyndar áður unnið fyrstu fjóra deildarleikina sem hann hefur spilað á tímabili. Tottenham vann þá fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum tímabilið 2013-14. Gylfi var ónotaður varamaður þegar Tottenham tapaði 1-0 fyrir Arsenal í þriðju umferðinni en spilaði alla fjóra sigurleikina í þessum fyrstu fimm umferðum. Gylfi Þór og félagar í Swansea City unnu þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu 2014-15 og var Gylfi með eitt mark og fjórar stoðsendingar í þeim þar af mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Manchester United í fyrstu umferðinni. Swansea tapaði hins vegar 4-2 á móti Chelsea í fjórðu umferð. | "It is 51 years since Everton last won their opening four league games. This was arguably the most impressive so far."Match report from another action-packed day at Goodison! #EVEBHA— Everton (@Everton) October 3, 2020 Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru með tólf stig af tólf mögulegum eftir fjórar fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Everton vann 4-2 sigur á Brighton & Hove Albion í fyrsta byrjunarliðsleik Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Gylfi kom inn fyrir Brasilíumanninn Allan sem meiddist í deildarbikarsigri á West Ham í síðustu viku. Gylfi fékk tækifærið og lagði upp fyrsta mark Everton í leiknum. Everton er nú með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina og markatöluna 12-5. Gudjohnsen: The Blond Maradona Days - On this day at the start of the century Eidur Gudjohnsen signed for Chelsea, and to mark the 20-year anniversary we remember his time playing for us as a deep-lying creative midfielder, and a very good one at that. https://t.co/RUyXKxq8yS— CFC News (@CFCnews) June 19, 2020 Síðasta Íslendingalið til að vera með fullt hús eftir fjóra fyrstu leikina í ensku úrvalsdeildinni var lið Chelsea tímabilið 2005-06. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði reyndar bara tvo af þessum fjórum leikjum. Tímabilið á undan spilaði Eiður aftur á móti alla fjóra leikina í fyrstu fjórum umferðunum sem Chelsea vann líka alla. Eiður Smári spilaði tvo fyrstu leikina með Chelsea tímabilið 2005 til 2006 en var ekki í hóp í næstu tveimur leikjum liðsins. Chelsea vann níu fyrstu deildarleiki tímabilsins og varð síðan enskur meistari annað árið í röð. Gylfi hefur reyndar áður unnið fyrstu fjóra deildarleikina sem hann hefur spilað á tímabili. Tottenham vann þá fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum tímabilið 2013-14. Gylfi var ónotaður varamaður þegar Tottenham tapaði 1-0 fyrir Arsenal í þriðju umferðinni en spilaði alla fjóra sigurleikina í þessum fyrstu fimm umferðum. Gylfi Þór og félagar í Swansea City unnu þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu 2014-15 og var Gylfi með eitt mark og fjórar stoðsendingar í þeim þar af mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á Manchester United í fyrstu umferðinni. Swansea tapaði hins vegar 4-2 á móti Chelsea í fjórðu umferð. | "It is 51 years since Everton last won their opening four league games. This was arguably the most impressive so far."Match report from another action-packed day at Goodison! #EVEBHA— Everton (@Everton) October 3, 2020
Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira