Ráðherra sakar Ágúst Ólaf um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2020 08:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sakað Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ vegna orða sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. Í viðtalinu segir Ágúst Ólafur að það sé í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu, en ekki Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Svandís deilir tísti samflokkskonu sinnar, Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, þar sem hún birtir skriftað brot úr viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ágúst Ólaf og Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, þar sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, fjármálaáætlun og staðan á vinnumarkaði var til umræðu. „Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn,“ segir Svandís. Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn. https://t.co/4cWP4LcnQl— Svandís Svavarsd (@svasva) October 5, 2020 „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar“ Í umræðunum í Sprengisandi var Ágúst Ólafur að benda á að Samfylkingin væri að kalla eftir að ríkisstjórn ætti að leita metnaðarfyllri leiða til að skapa hér störf í landinu, nú þegar kórónuveirufaraldurinn herjar. Ætti það bæði við um á opinberum markaði og einkamarkaði þar sem þörfin er fyrir hendi. Ágúst Ólafur segir þá að „allar ríkisstjórnir í heimi [séu] að fara þessa leið, nema ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hann telur…“ Grípur þá þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson inn í: „Við köllum þetta nú venjulega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hún er forsætisráðherra.“ Þá segir Ágúst Ólafur: „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“ „Þetta er ekki í fyrsta sinn“ Líf Magneudóttir birti tístið og með fylgdi annað þar sem hún segir: „Ágúst Ólafur. Finndu þér eitthvað annað að gera. Þú átt ekkert erindi á Alþingi jafn illa haldinn af kvenfyrirlitningu og raun ber vitni. Þetta er ekki í fyrsta sinn ...“ Samflokkskona Ágústs Ólafs, Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi, svarar einnig Líf þar sem hún segir: „Úff þetta er bara ekki í lagi...“ Úff þetta er bara ekki í lagi...— Kristín Soffía (@KristinSoffia) October 4, 2020 Uppfært klukkan 10:51 Ágúst Ólafur hefur beðist afsökunar á ummælum á sínum. Í Facebook-færslu segir Ágúst: Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Alþingi Sprengisandur Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sakað Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ vegna orða sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. Í viðtalinu segir Ágúst Ólafur að það sé í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu, en ekki Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Svandís deilir tísti samflokkskonu sinnar, Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, þar sem hún birtir skriftað brot úr viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ágúst Ólaf og Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, þar sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, fjármálaáætlun og staðan á vinnumarkaði var til umræðu. „Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn,“ segir Svandís. Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn. https://t.co/4cWP4LcnQl— Svandís Svavarsd (@svasva) October 5, 2020 „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar“ Í umræðunum í Sprengisandi var Ágúst Ólafur að benda á að Samfylkingin væri að kalla eftir að ríkisstjórn ætti að leita metnaðarfyllri leiða til að skapa hér störf í landinu, nú þegar kórónuveirufaraldurinn herjar. Ætti það bæði við um á opinberum markaði og einkamarkaði þar sem þörfin er fyrir hendi. Ágúst Ólafur segir þá að „allar ríkisstjórnir í heimi [séu] að fara þessa leið, nema ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hann telur…“ Grípur þá þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson inn í: „Við köllum þetta nú venjulega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hún er forsætisráðherra.“ Þá segir Ágúst Ólafur: „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“ „Þetta er ekki í fyrsta sinn“ Líf Magneudóttir birti tístið og með fylgdi annað þar sem hún segir: „Ágúst Ólafur. Finndu þér eitthvað annað að gera. Þú átt ekkert erindi á Alþingi jafn illa haldinn af kvenfyrirlitningu og raun ber vitni. Þetta er ekki í fyrsta sinn ...“ Samflokkskona Ágústs Ólafs, Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi, svarar einnig Líf þar sem hún segir: „Úff þetta er bara ekki í lagi...“ Úff þetta er bara ekki í lagi...— Kristín Soffía (@KristinSoffia) October 4, 2020 Uppfært klukkan 10:51 Ágúst Ólafur hefur beðist afsökunar á ummælum á sínum. Í Facebook-færslu segir Ágúst: Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim.
Alþingi Sprengisandur Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira