Kvennakórinn Katla: „Við héldum tónleika rétt áður en lífið breyttist“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 5. október 2020 20:14 Kvennakórinn Katla birtir nýtt myndband sem tekið var upp á síðustu tónleikum þeirra í febrúar. Leifur Wilberg „Við héldum tónleika rétt áður en lífið breyttist. Yfirskrift tónleikanna var Ástir og uppgjör þar sem flutt var tónlist sem útsett er af konum, samin er af konum eða fjallar um konur.“ Þetta segir Linda Fanney Valgeirsdóttir meðlimur í Kvennakórnum Kötlu í samtali við Vísi. Kvennakórinn Kötlu skipa rúmlega 80 konur af höfuðborgarsvæðinu sem eru á aldrinum 25 til 45 ára. Kórstjórarnir eru þær Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir og hefur kórinn verið starfræktur síðan árið 2012. Covid hefur auðvitað haft mikil áhrif á starfsemina okkar og erum við alltaf að leita nýrra leiða til að geta haldið áfram. Sem dæmi þá höfum við verið með fjaræfingar og heimaæfingar. Þetta er svo stór hluti af lífinu okkar sem við viljum ekki vera án. Linda segir að þrátt fyrir ástandið í samfélaginu stefni kórinn þó á sína árlegu jólatónleika en þeir munu vera með breyttu sniði þetta árið. Kvennakórinn Katla leggur mikið upp úr líflegri sviðsframkomu á tónleikum sínum. Leifur Wilberg „Þetta kemur allt í ljós hvernig þetta þróast en við stefnum á jólatónleikana sama hvaða leið verður farin,“ segir Linda Fanney. Í dag birti kórinn afar skemmtilegt myndband sem tekið var upp á tónleikunum sem kórinn hélt í febrúar síðastliðnum. Greinilegt er að öllu var til tjaldað og mikið lagt í sviðsframkomuna sem var mjög lífleg og krafmikil. „Lagið sem við fluttum heitir Water Fountain og er eftir bandaríska tónlistarhópinn tUnE-yArDs og í útsetningu tónlistarkonunnar Maríu Magnúsardóttur (MIMRA) sem sjálf er meðlimur í kórnum,“ segir Linda Fanney að lokum. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið. Tónlist Kórar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
„Við héldum tónleika rétt áður en lífið breyttist. Yfirskrift tónleikanna var Ástir og uppgjör þar sem flutt var tónlist sem útsett er af konum, samin er af konum eða fjallar um konur.“ Þetta segir Linda Fanney Valgeirsdóttir meðlimur í Kvennakórnum Kötlu í samtali við Vísi. Kvennakórinn Kötlu skipa rúmlega 80 konur af höfuðborgarsvæðinu sem eru á aldrinum 25 til 45 ára. Kórstjórarnir eru þær Lilja Dögg Gunnarsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir og hefur kórinn verið starfræktur síðan árið 2012. Covid hefur auðvitað haft mikil áhrif á starfsemina okkar og erum við alltaf að leita nýrra leiða til að geta haldið áfram. Sem dæmi þá höfum við verið með fjaræfingar og heimaæfingar. Þetta er svo stór hluti af lífinu okkar sem við viljum ekki vera án. Linda segir að þrátt fyrir ástandið í samfélaginu stefni kórinn þó á sína árlegu jólatónleika en þeir munu vera með breyttu sniði þetta árið. Kvennakórinn Katla leggur mikið upp úr líflegri sviðsframkomu á tónleikum sínum. Leifur Wilberg „Þetta kemur allt í ljós hvernig þetta þróast en við stefnum á jólatónleikana sama hvaða leið verður farin,“ segir Linda Fanney. Í dag birti kórinn afar skemmtilegt myndband sem tekið var upp á tónleikunum sem kórinn hélt í febrúar síðastliðnum. Greinilegt er að öllu var til tjaldað og mikið lagt í sviðsframkomuna sem var mjög lífleg og krafmikil. „Lagið sem við fluttum heitir Water Fountain og er eftir bandaríska tónlistarhópinn tUnE-yArDs og í útsetningu tónlistarkonunnar Maríu Magnúsardóttur (MIMRA) sem sjálf er meðlimur í kórnum,“ segir Linda Fanney að lokum. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið.
Tónlist Kórar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira