„Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 15:09 Skimað fyrir kórónuveirunni hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 59 greindust með veiruna í gær. Vísir/Vilhelm Smitstuðull kórónuveirunnar hér á landi fer nú hækkandi, sem gæti leitt til þess að faraldurinn endi í veldisvísisvexti. „Rauð flögg“ eru nú alls staðar og þróunin er áhyggjuefni, að mati hópsins sem stendur að spálíkani um framgang faraldursins á Íslandi. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ekki er langt síðan stuðullinn nálgaðist einn en æskilegt er að hann haldist undir einum. Nú hefur stuðullinn hins vegar risið í 2,5. Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Aftur tekur veiran kipp. Það eru rauð flögg alls staðar. Við erum ekki að ná tökum á ástandinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu Jóhönnu Jakobsdóttur líftölfræðings, sem unnið hefur að spálíkani ásamt fleiri vísindamönnum, þar á meðal Thor Aspelund prófessor. „Ef smitstuðullinn helst lengi fyrir ofan 1 endar ástandið í veldisvísisvexti. Ef hann er t.d. 2 smitar einstaklingur að jafnaði 2 aðra, þeir smita svo 2 aðra og koll af kolli. Í samræmi við þessa óheillaþróun tekur spá um fjölda smita líka kipp. Fjöldinn gæti hækkað hratt en óvissan er reyndar mjög mikil,“ segir í færslunni. Sviðsmynd af þróun faraldursins frá teyminu sem stendur að spálíkani Háskóla Íslands, sóttvarnalæknis og landlæknis. Með færslunni fylgir sviðsmynd af þróuninni næstu vikur, sem sjá má hér fyrir ofan. Þar er gert ráð fyrir að náist að koma hlutfalli þeirra sem greinast í sóttkví upp í 50 prósent og að sóttvarnaraðgerðir skili árangri, þannig að smitstuðullinn lækki á ný. 58 prósent þeirra sem greindust með veiruna síðasta sólarhringinn voru í sóttkví en hlutfallið var lægra dagana á undan. Veiran miklu dreifðari nú en áður Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það með Thor Aspelund á upplýsingafundi almannavarna í dag að þriðja bylgja faraldursins væri ófyrirsjáanlegri en þær fyrri og að erfiðara væri að spá fyrir um þróun hennar. „Þessi bylgja er mjög ólík bylgjunni sem var í vetur, þar sem við fengum mjög hratt flæði af veirunni inn í landið,“ sagði Þórólfur. „Nú er veiran búin að grafa um sig, hún er búin að dreifa sér, við erum með miklu meiri dreifingu og þannig er erfiðara að eiga við hana og ná utan um faraldurinn núna en þá. Það mun taka lengri tíma og ég er alveg viðbúinn því að okkur muni ekki takast algjörlega að keyra veiruna eins mikið niður núna og okkur tókst í vetur.“ Fram kom í rýni spálíkansteymisins 25. september að smitstuðullinn hefði náð hápunkti í rúmlega tveimur í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Hápunkturinn hafi hins vegar verið í kringum fjóra í annarri bylgju og í september komst hann yfir sex. Stuðullinn var á tímabili á hraðri niðurleið í þriðju bylgjunni sem stendur yfir núna en líkt og áður sagði er þróunin nú aftur upp á við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Smitstuðull kórónuveirunnar hér á landi fer nú hækkandi, sem gæti leitt til þess að faraldurinn endi í veldisvísisvexti. „Rauð flögg“ eru nú alls staðar og þróunin er áhyggjuefni, að mati hópsins sem stendur að spálíkani um framgang faraldursins á Íslandi. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. Smitstuðull segir til um það hvað einstaklingur sem sýkist af Covid-19 mun að jafnaði smita marga aðra. Ekki er langt síðan stuðullinn nálgaðist einn en æskilegt er að hann haldist undir einum. Nú hefur stuðullinn hins vegar risið í 2,5. Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur vinnur að spálíkani fyrir kórónuveiruna ásamt kollegum sínum við Háskóla Íslands.Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson „Aftur tekur veiran kipp. Það eru rauð flögg alls staðar. Við erum ekki að ná tökum á ástandinu,“ segir í færslu á Facebook-síðu Jóhönnu Jakobsdóttur líftölfræðings, sem unnið hefur að spálíkani ásamt fleiri vísindamönnum, þar á meðal Thor Aspelund prófessor. „Ef smitstuðullinn helst lengi fyrir ofan 1 endar ástandið í veldisvísisvexti. Ef hann er t.d. 2 smitar einstaklingur að jafnaði 2 aðra, þeir smita svo 2 aðra og koll af kolli. Í samræmi við þessa óheillaþróun tekur spá um fjölda smita líka kipp. Fjöldinn gæti hækkað hratt en óvissan er reyndar mjög mikil,“ segir í færslunni. Sviðsmynd af þróun faraldursins frá teyminu sem stendur að spálíkani Háskóla Íslands, sóttvarnalæknis og landlæknis. Með færslunni fylgir sviðsmynd af þróuninni næstu vikur, sem sjá má hér fyrir ofan. Þar er gert ráð fyrir að náist að koma hlutfalli þeirra sem greinast í sóttkví upp í 50 prósent og að sóttvarnaraðgerðir skili árangri, þannig að smitstuðullinn lækki á ný. 58 prósent þeirra sem greindust með veiruna síðasta sólarhringinn voru í sóttkví en hlutfallið var lægra dagana á undan. Veiran miklu dreifðari nú en áður Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók undir það með Thor Aspelund á upplýsingafundi almannavarna í dag að þriðja bylgja faraldursins væri ófyrirsjáanlegri en þær fyrri og að erfiðara væri að spá fyrir um þróun hennar. „Þessi bylgja er mjög ólík bylgjunni sem var í vetur, þar sem við fengum mjög hratt flæði af veirunni inn í landið,“ sagði Þórólfur. „Nú er veiran búin að grafa um sig, hún er búin að dreifa sér, við erum með miklu meiri dreifingu og þannig er erfiðara að eiga við hana og ná utan um faraldurinn núna en þá. Það mun taka lengri tíma og ég er alveg viðbúinn því að okkur muni ekki takast algjörlega að keyra veiruna eins mikið niður núna og okkur tókst í vetur.“ Fram kom í rýni spálíkansteymisins 25. september að smitstuðullinn hefði náð hápunkti í rúmlega tveimur í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Hápunkturinn hafi hins vegar verið í kringum fjóra í annarri bylgju og í september komst hann yfir sex. Stuðullinn var á tímabili á hraðri niðurleið í þriðju bylgjunni sem stendur yfir núna en líkt og áður sagði er þróunin nú aftur upp á við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54 Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13 Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Hrollvekjandi hugsanir undirstrika mikilvægi hvíldarinnar Íbúi á Selfossi sem lýkur brátt einangrun eftir að hafa smitast af Covid-19 leggur áherslu á að fólk fari vel með sig enda margir sem glími við eftirköst. 5. október 2020 13:54
Allir sjúklingarnir þrír í öndunarvél Allir sjúklingarnir þrír sem liggja á gjörgæslu Landspítalans vegna Covid-19 eru nú í öndunarvél. 5. október 2020 14:13
Um tuttugu smitaðir eftir æfingar hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs Iðkandi í Hnefaleikafélagi Kópavogs greindist með kórónuveiruna á fimmtudag. 5. október 2020 12:23