Formaður UJ segir ummælin minna á þá kynferðislegu áreitni sem Ágúst Ólafur hafi áður sýnt af sér Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 18:11 Ragna Sigurðardóttir, borgarfulltrúi og formaður Ungra jafnaðarmanna, telur að ummæli Ágústs Ólafar hljóti að hafa áhrif á stöðu hans fyrir alþingiskosningar á næsta ári. Samsett mynd „Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar.“ Svo skrifar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, um flokksbróður sinn Ágúst Ólaf Ágústsson um leið og hún deilir frétt þar sem fjallað er um ummæli sem Ágúst Ólafur lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina. Ragna virðist lítt hrifin af framkomu þingmannsins. Í þættinum talaði Ágúst Ólafur um „ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar,“ fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, og sagði að það væri í raun hann sem stjórni verkum ríkisstjórnarinnar en ekki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Þessi orð hans hafa sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem sagði Ágúst Ólaf sýna „botnlausa kvenfyrirlitningu“ með orðum sínum. Í dag baðst Ágúst Ólafur svo afsökunar á ummælum sínum. Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar. https://t.co/szSulSw7Bn— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) October 5, 2020 Í færslu sinni vísar Ragna til þess þegar Ágúst Ólafur fór í launalaust leyfi í desember 2018 vegna framkomu sinnar í garð blaðakonu um sumarið það sama ár. Ágúst Ólafur snéri aftur til starfa á Alþingi vorið 2019. „Allt þetta hlýtur að hafa áhrif á stöðu hans fyrir næstu alþingiskosningar,“ skrifar Ragna ennfremur við færslu sína á Twitter. Auk þess að vera nýlega kjörin formaður Ungra jafnaðarmanna er Ragna borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Samfylkingin Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
„Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar.“ Svo skrifar Ragna Sigurðardóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, um flokksbróður sinn Ágúst Ólaf Ágústsson um leið og hún deilir frétt þar sem fjallað er um ummæli sem Ágúst Ólafur lét falla í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina. Ragna virðist lítt hrifin af framkomu þingmannsins. Í þættinum talaði Ágúst Ólafur um „ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar,“ fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, og sagði að það væri í raun hann sem stjórni verkum ríkisstjórnarinnar en ekki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Þessi orð hans hafa sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem sagði Ágúst Ólaf sýna „botnlausa kvenfyrirlitningu“ með orðum sínum. Í dag baðst Ágúst Ólafur svo afsökunar á ummælum sínum. Svona eiga þingmenn ekki að tala. Gott og gilt að biðjast afsökunar en ummælin minna óneitanlega á þá kynferðislegu áreitni sem þingmaðurinn sýndi af sér og léleg viðbrögð hans í kjölfar opinberunar hennar. https://t.co/szSulSw7Bn— Ragna Sigurðardóttir (@ragnasig) October 5, 2020 Í færslu sinni vísar Ragna til þess þegar Ágúst Ólafur fór í launalaust leyfi í desember 2018 vegna framkomu sinnar í garð blaðakonu um sumarið það sama ár. Ágúst Ólafur snéri aftur til starfa á Alþingi vorið 2019. „Allt þetta hlýtur að hafa áhrif á stöðu hans fyrir næstu alþingiskosningar,“ skrifar Ragna ennfremur við færslu sína á Twitter. Auk þess að vera nýlega kjörin formaður Ungra jafnaðarmanna er Ragna borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira