Það hefur verið nóg að gera á skrifstofunni hjá Manchester United í dag.
Nú undir kvöld tilkynnti félagið að liðið hefði gengið frá samningum við Facundo Pellistri frá Club Atletico Penarol í Úrúgvæ.
Facundo fær fjögurra ára samning hjá rauðu djöflunum með möguleika á eins árs framlengingu.
Vængmaðurinn ungi hefur spilað 37 leiki fyrir Penarol í úrvalsdeildinni í Úrúgvæ en Edinson Cavani, Alex Tellas og Amad Diallo hafa gengið í raðir United í dag.
#DeadlineDay signing number: 4
— BBC Sport (@BBCSport) October 5, 2020
Facundo Pellistri has joined Manchester United from Penarol.
LIVE: https://t.co/SYOZllX1pf#bbcfootball pic.twitter.com/CmsrpmaPtR