Argentínsk goðsögn líkir nýja Man. Utd stráknum við „óþekktarorm“ inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 11:01 Facundo Pellistri er góður með boltann og vill taka menn á. Hér er hann í leik með Penarol liðnu. Getty/Sandro Pereyra Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United veðjaði í gær á átján ára leikmann frá Úrúgvæ þegar félagið keypti Facundo Pellistri frá Penarol. Það þekkja ekki margir Facundo Pellistri í Evrópu en þessu ungi strákur hefur vakið talsverða athygli í heimalandi sínu. Manchester United var tilbúið að borga níu milljónir punda fyrir hann eða meira en sextán hundruð milljónir íslenskra króna. Manchester United ákvað að klára kaupin strax en vitað var af áhuga félaga eins og Real Madrid, Juventus og Atletico Madrid. Fyrst fréttist af honum árið 2017 og félög í Evrópu hafa fylgst með honum síðan þar á meðal í leikjum í Copa Libertadores keppninni. United completed the signing of 18-year-old Facundo Pellistri late last night, just 30 mins before the deadline closed. He will go straight into the first team upon his arrival. Footage of what he can do is now doing the rounds on social media... https://t.co/32DSyUBVkr— SPORTbible (@sportbible) October 6, 2020 United er á því að þarna sé félagið búið að finna stjörnu framtíðarinnar og það er ljóst að hann hefur aldurinn með sér enda fæddur í desember 2001. Argentínska goðsögnin Juan Roman Riquelme var spurður út í leikmanninn en Juan Roman Riquelme sjálfur sagði það einu sinni að mesta eftirsjáin á hans ferli hafi verið að fara ekki til Manchester United þegar Sir Alex Ferguson vildi fá hann árið 2006. Riquelme segir að strákurinn sé góður í fótbolta. „Hann er ungur og hæfileikaríkur,“ sagði Juan Roman Riquelme sem er að vinna fyrir Boca Juniors þessa dagana. „Hann hefur ekki spilað það mikið en þú sérð að hann er sannur óþekktarormur þegar hann er með boltann við fætur sér. Það er mikilvægt, sagði Riquelme. #Boca La joya que quería Riquelme, a un paso de EuropaFacundo Pellistri, el juvenil de 18 años de Peñarol, era pretendido por el vicepresidente xeneize pero estaría muy cerca de concretar su llegada a Olympique de Lyon.https://t.co/LOo7FO39zV— TyC Sports (@TyCSports) September 29, 2020 „Það eru ekki til margir leikmenn eins og hann, það er leikmenn sem hafa hugrekkið að vera svona ósvífnir inn á vellinum. Það eru verðmæti í því, sagði Riquelme. Það leynir sér ekki að Facundo Pellistri er flinkur með boltann og hann reynir mikið að taka menn á sem tekst oft hjá honum. Það var fyrrum leikmaður Manchester United, Diego Forlan, sem gaf stráknum tækifærið hjá aðlliði Penarol. Forlan hefur síðan hætt hjá félaginu. Orð Riquelme og tölfræðin frá Úrúgvæ segja okkur líka að Facundo Pellistri vill gera hlutina svolítið upp á eigin spýtur og á kannski eftir að læra það að vinna betur innan liðsins. Það verður hann að gera ef hann ætlar að fá að spila hjá Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United veðjaði í gær á átján ára leikmann frá Úrúgvæ þegar félagið keypti Facundo Pellistri frá Penarol. Það þekkja ekki margir Facundo Pellistri í Evrópu en þessu ungi strákur hefur vakið talsverða athygli í heimalandi sínu. Manchester United var tilbúið að borga níu milljónir punda fyrir hann eða meira en sextán hundruð milljónir íslenskra króna. Manchester United ákvað að klára kaupin strax en vitað var af áhuga félaga eins og Real Madrid, Juventus og Atletico Madrid. Fyrst fréttist af honum árið 2017 og félög í Evrópu hafa fylgst með honum síðan þar á meðal í leikjum í Copa Libertadores keppninni. United completed the signing of 18-year-old Facundo Pellistri late last night, just 30 mins before the deadline closed. He will go straight into the first team upon his arrival. Footage of what he can do is now doing the rounds on social media... https://t.co/32DSyUBVkr— SPORTbible (@sportbible) October 6, 2020 United er á því að þarna sé félagið búið að finna stjörnu framtíðarinnar og það er ljóst að hann hefur aldurinn með sér enda fæddur í desember 2001. Argentínska goðsögnin Juan Roman Riquelme var spurður út í leikmanninn en Juan Roman Riquelme sjálfur sagði það einu sinni að mesta eftirsjáin á hans ferli hafi verið að fara ekki til Manchester United þegar Sir Alex Ferguson vildi fá hann árið 2006. Riquelme segir að strákurinn sé góður í fótbolta. „Hann er ungur og hæfileikaríkur,“ sagði Juan Roman Riquelme sem er að vinna fyrir Boca Juniors þessa dagana. „Hann hefur ekki spilað það mikið en þú sérð að hann er sannur óþekktarormur þegar hann er með boltann við fætur sér. Það er mikilvægt, sagði Riquelme. #Boca La joya que quería Riquelme, a un paso de EuropaFacundo Pellistri, el juvenil de 18 años de Peñarol, era pretendido por el vicepresidente xeneize pero estaría muy cerca de concretar su llegada a Olympique de Lyon.https://t.co/LOo7FO39zV— TyC Sports (@TyCSports) September 29, 2020 „Það eru ekki til margir leikmenn eins og hann, það er leikmenn sem hafa hugrekkið að vera svona ósvífnir inn á vellinum. Það eru verðmæti í því, sagði Riquelme. Það leynir sér ekki að Facundo Pellistri er flinkur með boltann og hann reynir mikið að taka menn á sem tekst oft hjá honum. Það var fyrrum leikmaður Manchester United, Diego Forlan, sem gaf stráknum tækifærið hjá aðlliði Penarol. Forlan hefur síðan hætt hjá félaginu. Orð Riquelme og tölfræðin frá Úrúgvæ segja okkur líka að Facundo Pellistri vill gera hlutina svolítið upp á eigin spýtur og á kannski eftir að læra það að vinna betur innan liðsins. Það verður hann að gera ef hann ætlar að fá að spila hjá Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira