Heldur því fram að hann hafi í raun verið stjóri Liverpool en ekki Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2020 10:00 Jürgen Klopp við hlið Zeljko Buvac þegar allt lék í lyndi. EPA/ANDY RAIN Viðtal við fyrrum aðstoðarmann Jürgen Klopp komst í fréttirnar eftir skellinn hjá lærisveinum Klopp í Liverpool um helgina en þar eignar hann sér heiðurinn að velgengi Klopp. Zeljko Buvac, fyrrum aðstoðarmaður Jürgen Klopp, bauð upp á sérstakar yfirlýsingar í athyglisverðu viðtali þar sem hann gerði upp tímann sinn hjá Liverpool. Zeljko Buvac hætti óvænt hjá Liverpool í apríl 2018 eftir að það slettist upp á vinskap hans og Jürgen Klopp. Þeir voru þá búnir að vinna saman í sautján ár. Former Liverpool assistant Zeljko Buvac has insisted he is the man behind Jurgen Klopp's success in a remarkable interview.https://t.co/xlaxspGKYg pic.twitter.com/iCrnYb68bF— SPORTbible (@sportbible) October 6, 2020 Buvac hafði fengið viðurnefnið „heilinn“ á tíma sínum með Klopp og sumir voru að velta því fyrir sér hvernig Liverpool liðinu myndi ganga án hans. Eftir að Zeljko Buvac hætti þá hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og enska meistaratitilinn. Daily Mail sagði frá viðtali rússneska blaðamannsins Nobel Arustamyan við Zeljko Buvac. Myndbandið var birt á YouTube en því hefur nú verið eytt án skýringa. „Ég óskaði félaginu ekki til hamingju með titlana. Ég var samt ánægður fyrir hönd Liverpool, fyrir hönd stuðningsmannanna og fyrir hönd leikmannanna,“ sagði Zeljko Buvac í viðtalinu. „Mér leið eins og ég væri stjórinn hjá liði Klopp í öll þessi sautján ár fyrir utan það að tala opinberlega og fara í viðtöl. Ég þurfti ekki á athyglinni að halda heldur var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Buvac. Hann er þó ekki tilbúinn að sanna sig annars staðar. I did the job of the manager at Liverpool, not Klopp!" #LFChttps://t.co/OdPCTPY1Y2— talkSPORT (@talkSPORT) October 5, 2020 „Ég vil ekki verða stjóri núna. Ég myndi hugsa mig um ef Barcelona myndi hringja en annars kæmi það ekki til greina,“ sagði Zeljko Buvac. Buvac er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá Dynamo Moskvu í Rússlandi. „Þú segir að ég sé bara hér til að hafa eitthvað að gera þar til að ég fær betra tilboð. Ef þú vissir bara hvernig tilboðum ég hef hafnað síðan ég hætti hjá Liverpool þá myndir þú ekki segja það. Ég ætla ekki samt að segja hvaða félög höfðu samband,“ sagði Zeljko Buvac. Enski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira
Viðtal við fyrrum aðstoðarmann Jürgen Klopp komst í fréttirnar eftir skellinn hjá lærisveinum Klopp í Liverpool um helgina en þar eignar hann sér heiðurinn að velgengi Klopp. Zeljko Buvac, fyrrum aðstoðarmaður Jürgen Klopp, bauð upp á sérstakar yfirlýsingar í athyglisverðu viðtali þar sem hann gerði upp tímann sinn hjá Liverpool. Zeljko Buvac hætti óvænt hjá Liverpool í apríl 2018 eftir að það slettist upp á vinskap hans og Jürgen Klopp. Þeir voru þá búnir að vinna saman í sautján ár. Former Liverpool assistant Zeljko Buvac has insisted he is the man behind Jurgen Klopp's success in a remarkable interview.https://t.co/xlaxspGKYg pic.twitter.com/iCrnYb68bF— SPORTbible (@sportbible) October 6, 2020 Buvac hafði fengið viðurnefnið „heilinn“ á tíma sínum með Klopp og sumir voru að velta því fyrir sér hvernig Liverpool liðinu myndi ganga án hans. Eftir að Zeljko Buvac hætti þá hefur Liverpool unnið Meistaradeildina, heimsmeistarakeppni félagsliða og enska meistaratitilinn. Daily Mail sagði frá viðtali rússneska blaðamannsins Nobel Arustamyan við Zeljko Buvac. Myndbandið var birt á YouTube en því hefur nú verið eytt án skýringa. „Ég óskaði félaginu ekki til hamingju með titlana. Ég var samt ánægður fyrir hönd Liverpool, fyrir hönd stuðningsmannanna og fyrir hönd leikmannanna,“ sagði Zeljko Buvac í viðtalinu. „Mér leið eins og ég væri stjórinn hjá liði Klopp í öll þessi sautján ár fyrir utan það að tala opinberlega og fara í viðtöl. Ég þurfti ekki á athyglinni að halda heldur var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Buvac. Hann er þó ekki tilbúinn að sanna sig annars staðar. I did the job of the manager at Liverpool, not Klopp!" #LFChttps://t.co/OdPCTPY1Y2— talkSPORT (@talkSPORT) October 5, 2020 „Ég vil ekki verða stjóri núna. Ég myndi hugsa mig um ef Barcelona myndi hringja en annars kæmi það ekki til greina,“ sagði Zeljko Buvac. Buvac er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá Dynamo Moskvu í Rússlandi. „Þú segir að ég sé bara hér til að hafa eitthvað að gera þar til að ég fær betra tilboð. Ef þú vissir bara hvernig tilboðum ég hef hafnað síðan ég hætti hjá Liverpool þá myndir þú ekki segja það. Ég ætla ekki samt að segja hvaða félög höfðu samband,“ sagði Zeljko Buvac.
Enski boltinn Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Sjá meira