Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast veldisvöxt útbreiðslunnar Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2020 12:06 Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að útbreiðsla kórónuveirunnar sé komin í veldisvöxt og nú verði allir að leggjast á eitt við að hefta útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að útbreiðsla kórónuveirunnar sé kominn í veldisvöxt. Þess vegna sé nauðsynlegt að grípa til hertari sótttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiknar með að hertari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði auglýstar von bráðar, jafnvel síðar í dag. Forsætisráðherra reiknar með að fjarlægðartakmarkanir verði hertar sem og að undanþágur frá samkomutakmörkunum verði endurskoðaðar. Þær snúa meðal annars að leikhúsum og íþróttaviðburðum.Stöð 2/Egill „Það sem við sjáum með þessum mikla fjölda smitaðra er að veiran er auðvitað búin að dreifa sér út um allt samfélag og hún er gríðarlega skæð. Smitar víða. Þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni. Ég hef verið í samskiptum við sóttvarnayfirvöld í morgun og veit til þess að þau eru að skoða að leggja til hertar aðgerðir sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,” segir Katrín. Góður árangur hafi náðist í fyrri bylgjum faraldursins og hún hafi trú á að það takist nú. Það kalli hins vegar á mjög samstilltar aðgerðir sem allir verði að taka þátt í. Hægt sé að ganga lengra í fjarlægðartakmörkunum sem enn séu einn metri og endurskoða undanþágur frá tuttugu manna samkomutakmörkunum sem sóttvarnayfirvöld séu að skoða. Klippa: Katrín Jakobsdóttir ræðir hertar aðgerðir „Ég held að staðan sé hreinlega þannig þegar við sjáum þessa miklu fjölgun í hópi þeirra sem hafa smitast. Núna eru hátt í átta hundruð manns í smitaðir í einangrun. Þetta er gríðarlegur fjöldi. Við sjáum líka að dreifingin er mjög mikil. Þannig að þá er mjög mikilvægt að grípa fast inn í til að ná stjórn á ástandinu,” segir forsætisráðherra. Hingað til hefur útbreiðsla veirunnar ekki náð veldisvexti í samfélaginu. En forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að nú sé það að gerast. „Það er full ástæða til að óttast það þegar við sjáum svona tölur. Við erum búin að hafa alltaf tvö leiðarljós fyrir framan okkur í þessum faraldri. Annars vegar að forgangsraða lífi og heilsu fólks og hins vegar að lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Nú sjáum við aftur á móti álag á heilbrigðiskerfið okkar fara mjög vaxandi vegna þessara miklu veikinda fólks og það skiptir máli að grípa fast inn í,” sagði Katrín Jakobsdóttir skömmu fyrir hádegi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 96 börn nú í einangrun Alls eru nú 96 börn sautján ára og yngri í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19. 6. október 2020 11:27 Boða til upplýsingafundar eftir metfjölda smita Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar klukkan þrjú í dag. 6. október 2020 11:23 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að útbreiðsla kórónuveirunnar sé kominn í veldisvöxt. Þess vegna sé nauðsynlegt að grípa til hertari sótttvarnaaðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiknar með að hertari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu verði auglýstar von bráðar, jafnvel síðar í dag. Forsætisráðherra reiknar með að fjarlægðartakmarkanir verði hertar sem og að undanþágur frá samkomutakmörkunum verði endurskoðaðar. Þær snúa meðal annars að leikhúsum og íþróttaviðburðum.Stöð 2/Egill „Það sem við sjáum með þessum mikla fjölda smitaðra er að veiran er auðvitað búin að dreifa sér út um allt samfélag og hún er gríðarlega skæð. Smitar víða. Þannig að þetta er verulegt áhyggjuefni. Ég hef verið í samskiptum við sóttvarnayfirvöld í morgun og veit til þess að þau eru að skoða að leggja til hertar aðgerðir sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,” segir Katrín. Góður árangur hafi náðist í fyrri bylgjum faraldursins og hún hafi trú á að það takist nú. Það kalli hins vegar á mjög samstilltar aðgerðir sem allir verði að taka þátt í. Hægt sé að ganga lengra í fjarlægðartakmörkunum sem enn séu einn metri og endurskoða undanþágur frá tuttugu manna samkomutakmörkunum sem sóttvarnayfirvöld séu að skoða. Klippa: Katrín Jakobsdóttir ræðir hertar aðgerðir „Ég held að staðan sé hreinlega þannig þegar við sjáum þessa miklu fjölgun í hópi þeirra sem hafa smitast. Núna eru hátt í átta hundruð manns í smitaðir í einangrun. Þetta er gríðarlegur fjöldi. Við sjáum líka að dreifingin er mjög mikil. Þannig að þá er mjög mikilvægt að grípa fast inn í til að ná stjórn á ástandinu,” segir forsætisráðherra. Hingað til hefur útbreiðsla veirunnar ekki náð veldisvexti í samfélaginu. En forsætisráðherra segir fulla ástæðu til að óttast að nú sé það að gerast. „Það er full ástæða til að óttast það þegar við sjáum svona tölur. Við erum búin að hafa alltaf tvö leiðarljós fyrir framan okkur í þessum faraldri. Annars vegar að forgangsraða lífi og heilsu fólks og hins vegar að lágmarka samfélagsleg og efnahagsleg áhrif. Nú sjáum við aftur á móti álag á heilbrigðiskerfið okkar fara mjög vaxandi vegna þessara miklu veikinda fólks og það skiptir máli að grípa fast inn í,” sagði Katrín Jakobsdóttir skömmu fyrir hádegi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir 96 börn nú í einangrun Alls eru nú 96 börn sautján ára og yngri í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19. 6. október 2020 11:27 Boða til upplýsingafundar eftir metfjölda smita Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar klukkan þrjú í dag. 6. október 2020 11:23 Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
96 börn nú í einangrun Alls eru nú 96 börn sautján ára og yngri í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19. 6. október 2020 11:27
Boða til upplýsingafundar eftir metfjölda smita Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hefur boðað til upplýsingafundar klukkan þrjú í dag. 6. október 2020 11:23
Hyggst leggja til hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hyggst leggja til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að aðgerðir vegna kórónuveirufarldursins verði hertar á höfuðborgarsvæðinu frá því sem nú er. 6. október 2020 11:19