Upplýsingaóreiða í bergmálshellum Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 6. október 2020 13:00 Fyrir ári síðan skrifaði ég grein um samsæriskenningar og hættuna sem þeim getur fylgt. Þá hafði ég engan grun um hvað 2020 myndi bera í skauti sér og frjóan jarðveg Covid-19 faraldursins fyrir uppgang öfgaafla og samsæriskenninga. Aukin óvissa og raskanir á daglegu lífi hafa stuðlað að aukinni útbreiðslu fjarstæðukenndra og jafnvel hatursfullra hugmynda. Þótt talsmenn slíkra hugmynda séu hlutfallslega fáir á Íslandi, er rík ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Nú vita þeir sem mig þekkja að ég er enginn aðdáandi öfgafullra hugmynda yst á vinstri vængnum, en mikil aukning samsæriskenninga yst á hægri vængnum er mér ekki síður áhyggjuefni. Þessar kenningar virðast vera sérstaklega áberandi meðal þeirra sem aðhyllast hvíta yfirburðahyggju. Allar birtingarmyndir hvítrar yfirburðahyggju eiga það sameiginlegt að kalla eftir samstöðu á þeim neikvæðum forsendum að öflugt utanaðkomandi afl ógni tilvist hvíts fólks. Ástæðan er sú að húðlitur og yfirborðskennd menningareinkenni virðast vera ófullnægjandi forsendur fyrir raunverulegri sameiningu. Í kennisetningum nasista þriðja ríkisins, norrænna nýnasista og QAnon-sértrúarhópsins er þessum ímyndaða óvini lýst á nokkurn veginn sama hátt. Óvinurinn er sagður vera afmarkaður hópur sem starfar á bak við tjöldin og er nánast ósýnilegur í daglegu lífi, en er samt sem áður valdamesta aflið á jörðinni. Áberandi einkenni óvinarins er meint siðferðishnignun hans sem birtist m.a. í iðju eins og mannáti, mansali og barnaníði. Einnig er algengt að óvinurinn sé ásakaður um að grafa markvisst undan siðferðisgildum hins vestræna samfélags. Sannleikur í bland við lygar Áhrifamestu og hættulegustu samsæriskenningarnar hnoða sannleikskornum saman við ósannindi. Það á við um alla þessa hópa en er sérstaklega áberandi í orðræðu QAnon. Við fyrstu sýn getur sumt QAnon-efni virst traustvekjandi því það byggir oft á réttmætum baráttumálum. Til dæmis tóku áhangendur QAnon myllutengi Save the Children samtakanna upp á sína arma og þannig laumuðu þeir fölskum upplýsingum inn á milli sannra upplýsinga í átaki Save the Children á samfélagsmiðlum. Með því að notfæra sér ótta fólks um velferð barna sinna hafa þeir náð að koma boðskap sínum til fjölmennari hóps en annars hefði verið mögulegt. Flestir eru meðvitaðir um að barnaníð og mansal fyrirfinnst í heiminum. QAnon hefur hins vegar nýtt sér ótta almennings við slíka glæpastarfsemi til að lauma að þeirri hugmynd að alþjóðlegur mansalshringur, sem samanstendur af demókrötum, frægum auðjöðrum og Hollywood-stjörnum, beri ábyrgð á því að ræna börnum úti um allan heim. Þar sem flestir áhangenda QAnon í Bandaríkjunum eru repúblikanar, kemur það ekki á óvart að þeir hafi bendlað pólitíska andstæðinga sína í demókrataflokknum við þennan meinta glæpahring. Gyðingahatur samnefnari hópanna Það þarf vart að taka fram að allir hópar sem aðhyllast hvíta yfirburðahyggju eru einnig gróðrarstía fyrir stækt Gyðingahatur. Það þarf ekki meira en yfirborðsþekkingu á samsæriskenningum til að sjá að öll meginstefin í fyrrnefndum kenningum eru fengin úr andgyðinglegum samsæriskenningum fyrri alda. Áhangendur QAnon hafa litið á stuðning meirihluta bandarískra Gyðinga við demókrataflokkinn sem sönnun fyrir aðild þeirra að samsærinu. Þeir hópar sem kenna sig við nasisma aðhyllast sömuleiðis hugmyndir um að Gyðingar og „síonísk öfl“ stjórni stórum hluta heimsins, ræni börnum og stundi kerfisbundið barnaníð. Íslenskir nýnasistar dreifðu nýverið áróðri gegn Gyðingum í miðbæ Reykjavíkur. Textinn hefur verið útmáður af myndinni til að veita samtökunum ekki óþarfa auglýsingu. Þessar hugmyndir hafa haft raunverulegar mannskæðar afleiðingar. Undanfarin ár hefur fjöldi árása á Gyðinga og skemmdarverka á samkunduhúsum þeirra færst hratt í aukana. Fyrir aðeins tveimur dögum síðan var ungur Gyðingur ítrekað sleginn í höfuðið með skóflu fyrir utan samkunduhús í Hamborg. Bergmálshellar flækja stöðuna „Upplýsingaóreiða“ er hugtak sem er notað um það magn misvísandi upplýsinga sem er miðlað til fólks í gegn um fjölmiðla. Á meðan villandi upplýsingar hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda má færa rök fyrir því að í dag byggi skoðanamyndun fólks í meira mæli á fölskum upplýsingum en fyrir nokkrum áratugum. Fyrir þessu eru í það minnsta tvær tengdar ástæður. Í fyrsta lagi fær efni á Internetinu ekki dreifingu í samræmi við sannleiksgildi þess, heldur er dreifingin í samræmi við hversu mikið efnið höfðar til tilfinninga fólks. Samsæriskenningaefni er oft sett fram á litríkan og æsifréttalegan hátt. Slíkt efni fær fleiri smelli, meiri auglýsingatekjur og þar af leiðandi meiri dreifingu en hófsamt, jarðbundið efni. Í öðru lagi byggja samskiptamiðlar, efnisveitur og leitarvélar á þeim forsendum að notandinn sér einungis efni sem er í samræmi við þær skoðanir sem hann aðhyllist nú þegar. Fyrir vikið er fólki aldrei gefin ástæða til að efast um það sem verður á vegi þeirra og því herðist það meir og meir í afstöðu sinni. Þetta fyrirbæri er kallað „bergmálshellisáhrifin“ (e. echo chamber effect). Í bergmálshellinum er gagnrýnin hugsun yfirleitt í lágmarki og það útskýrir hvers vegna sífellt fjarstæðukenndari hugmyndir eigi upp á pallborðið í umræðunni. Raunhæf hugmynd? Trúnni á öflugan sameiginlegan óvin fylgir iðulega tilfinningahiti og baráttuhugur sem getur verið mjög ánetjandi. En mig langar að hvetja þá sem aðhyllast þessa hugmynd til að velta fyrir sér hversu raunhæf hún sé. Er virkilega mögulegt að einhver hópur fólks hér á jörðinni sé svo skipulagður og agaður að hann gæti haft afgerandi áhrif á stóran hluta heimsins án þess að það væri á allra vitorði? Í það minnsta er þetta ekki í neinu samræmi við mína reynslu af mannkyninu, hvorki af einstaklingum né hópum. Ég upplifi mannkynið í heild sinni sem óskipulagt og óreiðukennt, og fáir virðast geta þagað yfir bitastæðum leyndarmálum. Með þetta í huga ættu fleiri áleitnar spurningar að vakna: Er það áhættunnar virði að stofna hópum fólks í hættu með hatursorðræðu, ef þessi leynilegu, hnattrænu óvinasamtök eru ekki til í raun og veru? Er það þess virði að vera litinn hornauga af samfélaginu vegna öfgafullra skoðana sem reynast síðan rangar? Heimsfaraldurinn hefur lagt aukið álag á okkur sem samfélag og mun halda áfram að gera það á komandi mánuðum. En á endanum mun hann ganga yfir og þá vona ég að við getum litið aftur til tímabils sem einkenndist af skynsemi og æðruleysi, en ekki af trúgirni og örvæntingu. Við erum öll almannavarnir, en við erum einnig fremsta víglínan í baráttunni gegn hatursorðræðu og yfirburðahyggju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir ári síðan skrifaði ég grein um samsæriskenningar og hættuna sem þeim getur fylgt. Þá hafði ég engan grun um hvað 2020 myndi bera í skauti sér og frjóan jarðveg Covid-19 faraldursins fyrir uppgang öfgaafla og samsæriskenninga. Aukin óvissa og raskanir á daglegu lífi hafa stuðlað að aukinni útbreiðslu fjarstæðukenndra og jafnvel hatursfullra hugmynda. Þótt talsmenn slíkra hugmynda séu hlutfallslega fáir á Íslandi, er rík ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun. Nú vita þeir sem mig þekkja að ég er enginn aðdáandi öfgafullra hugmynda yst á vinstri vængnum, en mikil aukning samsæriskenninga yst á hægri vængnum er mér ekki síður áhyggjuefni. Þessar kenningar virðast vera sérstaklega áberandi meðal þeirra sem aðhyllast hvíta yfirburðahyggju. Allar birtingarmyndir hvítrar yfirburðahyggju eiga það sameiginlegt að kalla eftir samstöðu á þeim neikvæðum forsendum að öflugt utanaðkomandi afl ógni tilvist hvíts fólks. Ástæðan er sú að húðlitur og yfirborðskennd menningareinkenni virðast vera ófullnægjandi forsendur fyrir raunverulegri sameiningu. Í kennisetningum nasista þriðja ríkisins, norrænna nýnasista og QAnon-sértrúarhópsins er þessum ímyndaða óvini lýst á nokkurn veginn sama hátt. Óvinurinn er sagður vera afmarkaður hópur sem starfar á bak við tjöldin og er nánast ósýnilegur í daglegu lífi, en er samt sem áður valdamesta aflið á jörðinni. Áberandi einkenni óvinarins er meint siðferðishnignun hans sem birtist m.a. í iðju eins og mannáti, mansali og barnaníði. Einnig er algengt að óvinurinn sé ásakaður um að grafa markvisst undan siðferðisgildum hins vestræna samfélags. Sannleikur í bland við lygar Áhrifamestu og hættulegustu samsæriskenningarnar hnoða sannleikskornum saman við ósannindi. Það á við um alla þessa hópa en er sérstaklega áberandi í orðræðu QAnon. Við fyrstu sýn getur sumt QAnon-efni virst traustvekjandi því það byggir oft á réttmætum baráttumálum. Til dæmis tóku áhangendur QAnon myllutengi Save the Children samtakanna upp á sína arma og þannig laumuðu þeir fölskum upplýsingum inn á milli sannra upplýsinga í átaki Save the Children á samfélagsmiðlum. Með því að notfæra sér ótta fólks um velferð barna sinna hafa þeir náð að koma boðskap sínum til fjölmennari hóps en annars hefði verið mögulegt. Flestir eru meðvitaðir um að barnaníð og mansal fyrirfinnst í heiminum. QAnon hefur hins vegar nýtt sér ótta almennings við slíka glæpastarfsemi til að lauma að þeirri hugmynd að alþjóðlegur mansalshringur, sem samanstendur af demókrötum, frægum auðjöðrum og Hollywood-stjörnum, beri ábyrgð á því að ræna börnum úti um allan heim. Þar sem flestir áhangenda QAnon í Bandaríkjunum eru repúblikanar, kemur það ekki á óvart að þeir hafi bendlað pólitíska andstæðinga sína í demókrataflokknum við þennan meinta glæpahring. Gyðingahatur samnefnari hópanna Það þarf vart að taka fram að allir hópar sem aðhyllast hvíta yfirburðahyggju eru einnig gróðrarstía fyrir stækt Gyðingahatur. Það þarf ekki meira en yfirborðsþekkingu á samsæriskenningum til að sjá að öll meginstefin í fyrrnefndum kenningum eru fengin úr andgyðinglegum samsæriskenningum fyrri alda. Áhangendur QAnon hafa litið á stuðning meirihluta bandarískra Gyðinga við demókrataflokkinn sem sönnun fyrir aðild þeirra að samsærinu. Þeir hópar sem kenna sig við nasisma aðhyllast sömuleiðis hugmyndir um að Gyðingar og „síonísk öfl“ stjórni stórum hluta heimsins, ræni börnum og stundi kerfisbundið barnaníð. Íslenskir nýnasistar dreifðu nýverið áróðri gegn Gyðingum í miðbæ Reykjavíkur. Textinn hefur verið útmáður af myndinni til að veita samtökunum ekki óþarfa auglýsingu. Þessar hugmyndir hafa haft raunverulegar mannskæðar afleiðingar. Undanfarin ár hefur fjöldi árása á Gyðinga og skemmdarverka á samkunduhúsum þeirra færst hratt í aukana. Fyrir aðeins tveimur dögum síðan var ungur Gyðingur ítrekað sleginn í höfuðið með skóflu fyrir utan samkunduhús í Hamborg. Bergmálshellar flækja stöðuna „Upplýsingaóreiða“ er hugtak sem er notað um það magn misvísandi upplýsinga sem er miðlað til fólks í gegn um fjölmiðla. Á meðan villandi upplýsingar hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda má færa rök fyrir því að í dag byggi skoðanamyndun fólks í meira mæli á fölskum upplýsingum en fyrir nokkrum áratugum. Fyrir þessu eru í það minnsta tvær tengdar ástæður. Í fyrsta lagi fær efni á Internetinu ekki dreifingu í samræmi við sannleiksgildi þess, heldur er dreifingin í samræmi við hversu mikið efnið höfðar til tilfinninga fólks. Samsæriskenningaefni er oft sett fram á litríkan og æsifréttalegan hátt. Slíkt efni fær fleiri smelli, meiri auglýsingatekjur og þar af leiðandi meiri dreifingu en hófsamt, jarðbundið efni. Í öðru lagi byggja samskiptamiðlar, efnisveitur og leitarvélar á þeim forsendum að notandinn sér einungis efni sem er í samræmi við þær skoðanir sem hann aðhyllist nú þegar. Fyrir vikið er fólki aldrei gefin ástæða til að efast um það sem verður á vegi þeirra og því herðist það meir og meir í afstöðu sinni. Þetta fyrirbæri er kallað „bergmálshellisáhrifin“ (e. echo chamber effect). Í bergmálshellinum er gagnrýnin hugsun yfirleitt í lágmarki og það útskýrir hvers vegna sífellt fjarstæðukenndari hugmyndir eigi upp á pallborðið í umræðunni. Raunhæf hugmynd? Trúnni á öflugan sameiginlegan óvin fylgir iðulega tilfinningahiti og baráttuhugur sem getur verið mjög ánetjandi. En mig langar að hvetja þá sem aðhyllast þessa hugmynd til að velta fyrir sér hversu raunhæf hún sé. Er virkilega mögulegt að einhver hópur fólks hér á jörðinni sé svo skipulagður og agaður að hann gæti haft afgerandi áhrif á stóran hluta heimsins án þess að það væri á allra vitorði? Í það minnsta er þetta ekki í neinu samræmi við mína reynslu af mannkyninu, hvorki af einstaklingum né hópum. Ég upplifi mannkynið í heild sinni sem óskipulagt og óreiðukennt, og fáir virðast geta þagað yfir bitastæðum leyndarmálum. Með þetta í huga ættu fleiri áleitnar spurningar að vakna: Er það áhættunnar virði að stofna hópum fólks í hættu með hatursorðræðu, ef þessi leynilegu, hnattrænu óvinasamtök eru ekki til í raun og veru? Er það þess virði að vera litinn hornauga af samfélaginu vegna öfgafullra skoðana sem reynast síðan rangar? Heimsfaraldurinn hefur lagt aukið álag á okkur sem samfélag og mun halda áfram að gera það á komandi mánuðum. En á endanum mun hann ganga yfir og þá vona ég að við getum litið aftur til tímabils sem einkenndist af skynsemi og æðruleysi, en ekki af trúgirni og örvæntingu. Við erum öll almannavarnir, en við erum einnig fremsta víglínan í baráttunni gegn hatursorðræðu og yfirburðahyggju.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun