87 manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Það er 12 smitum færra en greindist í fyrradag, þegar 99 greindust með veiruna. Ekkert smit greindist á landamærunum.
4.045 einstaklingar eru nú í sóttkví og fjölgar um tæplega 500 á milli daga. 53% þeirra sem greindust með veiruna í gær voru í sóttkví við greiningu. Það þýðir að 41 þeirra sem greindust með veiruna í gær voru utan sóttkvíar.
795 manns eru í einangrun á landinu öllu vegna kórónuveirusmits. Langflestir þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu eða 685. Þar eru einnig flestir þeirra sem eru í sóttkví, alls 3.007.
Átján eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af eru fjórir á gjörgæslu.
Alls voru tekin 2.386 sýni innanlands í gær og 300 sýni á landamærunum. Nýgengi innanlandssmita er 182,2. Nýgengi landamærasmita er 7,4.
Frá því að kórónuveiran greindist fyrst á Íslandi, þann 28. febrúar síðastliðinn, hafa 3.172 greinst með hana.
Fréttin verður uppfærð.