Aldrei aftur Baldur Borgþórsson skrifar 7. október 2020 13:01 Þúsundir fjölskyldna horfa nú fram á að missa heimili sín komi ekki til aðgerða af hálfu ríkisstjórnar landsins. Ástæðan er öllum kunn. Covid-19. Þá ekki síst vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í nafni sóttvarnarlaga þar sem þúsundum heimila er meinað að afla sér tekna og þar með lífsviðurværis. Hjá sumum er tekjufallið verulegt hjá öðrum algjört. Deila má um þá aðferðafræði og úrræði sem notuð hafa verið í baráttunni við veiruna hvort heldur sem er hér á landi eða erlendis. Athygli vekur þó að það land sem lengst hefur gengið í skerðingu frelsis borgara sinna, Spánn, er jafnframt það land sem er með hæsta nýgengni smita í Evrópu. Langhæsta. Slík staðreynd hlýtur að vekja spurningar. En veltum okkur ekki upp úr vandanum skoðum frekar lausnir: Hvað er til ráða? Eigum við aftur að horfa upp á þúsundir fjölskyldna missa heimili sín að ósekju? Svarið er Nei. Þegar svona er komið þarf að hugsa út fyrir kassann og finna lausnir. Ríkisstjórnin getur með fulltingi Alþingis komið til bjargar. Gera mætti lánastofnunum skylt að frysta lán og skuldbindingar þeirra sem hafa misst getuna til að standa undir slíku vegna þeirra aðstæðna/aðgerða sem áður eru nefndar. Frysting felur í sér að engir vextir safnast, enginn kostnaður. Lán og skuldbindingar halda krónutölu sinni. Viðkomandi lánastofnanir fá á móti núll vexti hjá SÍ fyrir samsvarandi upphæð og fryst er. Sömu aðferðafræði mætti síðan beita víðar. Sveitafélög geta sem dæmi boðið upp á frystingu fasteignagjalda með sama hætti svo eitthvað sé nefnt. Sömu aðferðafræði væri jafnframt beitt vegna þeirra sem eru á leigumarkaði. Enginn á að missa heimili sitt vegna aðstæðna og aðgerða sem þeir hafa ekkert með að gera og engar varnir gegn. Allt skal gert til að hindra slíkar hörmungar. Undirritaður gefur sig ekki út fyrir að vera sérmenntaður í fjármálafræðum en hefur þó fullvissu fyrir því að aðgerðir sem þessar eru sannarlega framkvæmanlegar. Allt sem þarf er vilji. Eitt er ljóst. Ekkert okkar vill horfa upp á fólk og fjölskyldur missa heimili sín og býli aftur. Aldrei aftur. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þúsundir fjölskyldna horfa nú fram á að missa heimili sín komi ekki til aðgerða af hálfu ríkisstjórnar landsins. Ástæðan er öllum kunn. Covid-19. Þá ekki síst vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í nafni sóttvarnarlaga þar sem þúsundum heimila er meinað að afla sér tekna og þar með lífsviðurværis. Hjá sumum er tekjufallið verulegt hjá öðrum algjört. Deila má um þá aðferðafræði og úrræði sem notuð hafa verið í baráttunni við veiruna hvort heldur sem er hér á landi eða erlendis. Athygli vekur þó að það land sem lengst hefur gengið í skerðingu frelsis borgara sinna, Spánn, er jafnframt það land sem er með hæsta nýgengni smita í Evrópu. Langhæsta. Slík staðreynd hlýtur að vekja spurningar. En veltum okkur ekki upp úr vandanum skoðum frekar lausnir: Hvað er til ráða? Eigum við aftur að horfa upp á þúsundir fjölskyldna missa heimili sín að ósekju? Svarið er Nei. Þegar svona er komið þarf að hugsa út fyrir kassann og finna lausnir. Ríkisstjórnin getur með fulltingi Alþingis komið til bjargar. Gera mætti lánastofnunum skylt að frysta lán og skuldbindingar þeirra sem hafa misst getuna til að standa undir slíku vegna þeirra aðstæðna/aðgerða sem áður eru nefndar. Frysting felur í sér að engir vextir safnast, enginn kostnaður. Lán og skuldbindingar halda krónutölu sinni. Viðkomandi lánastofnanir fá á móti núll vexti hjá SÍ fyrir samsvarandi upphæð og fryst er. Sömu aðferðafræði mætti síðan beita víðar. Sveitafélög geta sem dæmi boðið upp á frystingu fasteignagjalda með sama hætti svo eitthvað sé nefnt. Sömu aðferðafræði væri jafnframt beitt vegna þeirra sem eru á leigumarkaði. Enginn á að missa heimili sitt vegna aðstæðna og aðgerða sem þeir hafa ekkert með að gera og engar varnir gegn. Allt skal gert til að hindra slíkar hörmungar. Undirritaður gefur sig ekki út fyrir að vera sérmenntaður í fjármálafræðum en hefur þó fullvissu fyrir því að aðgerðir sem þessar eru sannarlega framkvæmanlegar. Allt sem þarf er vilji. Eitt er ljóst. Ekkert okkar vill horfa upp á fólk og fjölskyldur missa heimili sín og býli aftur. Aldrei aftur. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar