Ekki réttlátt að refsa fyrir birtingu á eigin klámmyndum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. október 2020 13:34 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Vísir/vilhelm „Hvort sem fólk birtir af sér klámfengið efni af fúsum og frjálsum vilja, eða vegna nauðungar eða misnotkunar, þá er það aldrei réttlátt, og aldrei til þess fallið að vernda það fyrir misnotkun, að refsa því,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. Þar vísaði hann til frétta af því að hátt í tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Stígamót hafa sagt þetta áhyggjuefni. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar,“ sagði Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum í samtali við fréttastofu. Samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga getur dreifing eða sala á klámi varðað allt að sex mánaða fangelsi eða sektum og sagðist Helgi hafa áhyggjur af réttarstöðu fólksins sem birtir klámefni á vefum líkt og OnlyFans. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi.“ Alþingi Samfélagsmiðlar Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Hvort sem fólk birtir af sér klámfengið efni af fúsum og frjálsum vilja, eða vegna nauðungar eða misnotkunar, þá er það aldrei réttlátt, og aldrei til þess fallið að vernda það fyrir misnotkun, að refsa því,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. Þar vísaði hann til frétta af því að hátt í tuttugu íslenskar konur selja erótískt eða klámfengið myndefni af sér á samfélagsmiðlinum Only Fans sem hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi. Þær sem virkastar eru á miðlinum segjast þéna mörg hundruð þúsund krónur á mánuði. Stígamót hafa sagt þetta áhyggjuefni. „Það sem við sjáum sammerkt með fólki sem hefur verið í vændi eða klámi er að þau eru oft í efnahagslega þröngri stöðu og vantar pening. Þau hafa yfirleitt reynslu af því að vera beitt kynferðisofbeldi sem börn eða unglingar þannig að það er búið að brjóta á mörkunum þeirra og stundum er þetta tengt neyslu og fjármögnun hennar,“ sagði Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum í samtali við fréttastofu. Samkvæmt 210. gr. almennra hegningarlaga getur dreifing eða sala á klámi varðað allt að sex mánaða fangelsi eða sektum og sagðist Helgi hafa áhyggjur af réttarstöðu fólksins sem birtir klámefni á vefum líkt og OnlyFans. „Nú vill svo til að klám er bannað á Íslandi, sem er að mér vitandi einsdæmi í frjálslyndum lýðræðisríkjum. Nú vill sjálfsagt einhver benda á að einhver hluti þess fólks sé í nauðungaraðstæðum, sé jafnvel misnotað af öðru og að sjálfsögðu er hætta á því. En á þá að refsa fólki fyrir að vera í þeim aðstæðum?“ spurði Helgi Hrafn. „Klám er umdeilt tabú-viðfangsefni, en við verðum að sýna að við höfum þroskann til að geta tekið upplýsta umræðu um það þegar réttindi borgaranna, og jafnvel fórnarlamba misnotkunar, eru í húfi.“
Alþingi Samfélagsmiðlar Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira