Tuttugu Covid innlagnir og álagið eykst stöðugt Lillý Valgerður Pétursdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 7. október 2020 17:43 Nú liggja tuttugu manns á spítala veikir af kórónuveirunni og álagið eykst stöðugt með fjölgun þar og á göngudeild. Vísir/Vilhelm Tuttugu liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 en áttatíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Smitsjúkdómalæknir segir meiri hættu á því í þessari bylgju en þeirri fyrri að veiran nái til viðkvæmari hópa vegna þess hvað hún sé víða í samfélaginu. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum stöðugt vera að þyngjast. Már Kristjánsson segir reynslu heilbrigðiskerfisins af meðhöndlun á covid sjúkdómnum skila sér í grimmari meðferð á fólki á göngudeild sem vonandi fækki innlögnum.Stöð 2/Egill „Í morgun vorum við með átján sjúklinga inni en mér er kunnugt um að tveir hafi verið lagðir inn síðan og hingað til. Þannig að við erum með tuttugu manns. Það eru fjórir á gjörgæslu og vaxandi fjöldi á göngudeildinni," sagði Már nú síðdegis. Staðan sé því að þyngjast á öllum vígstöðvum. Miðað við þann fjölda sem hafi verið að greinast daglega undanfarna viku megi búast við fjölgun næstu tvær vikurnar að minnsta kosti. En það geti tekið allt að viku frá því fólk veikist þar til það sé komið inn á spítala. „Meðalaldurinn í þessum hópi í samfélaginu núna er klárlega lægri," segir Már. Aldursdreifingin sé hins vegar dreifðari en áður þannig að fólk á áttræðis, níræðis og jafnvel tíðræðis aldri séu einnig að veikjast. „Af því þetta er víðar í samfélaginu er meiri hætta á að þetta komist inn í miklu viðkvæmari hópa. Eins og við eru að sjá til dæmis á öldrunarstofnunum og öldrunardeildum. Þannig að það er mikil áskorun fyrir okkur. Við reynum kannski að glíma svolítið öðru vísi við faraldurinn en áður til að koma í veg fyrir þetta," segir Már. Það hafi ekki tekist að efla einstaklinga á baráttunni nú eins vel og tekist hafi í vor. En vonandi færi hertari aðgerði fólki heim sanninn um alvarleika málsins. Hann voni að álagið verði ekki meira en í bylgjunni í vor. Margt hafi verið straumlínulagað í störfum sjúkrahússins síðan þá. „Þar á ég bæði við nálgunina gagnvart einstaklingunum. Þannig að við erum að verða grimmari í að meðhöndla þá til að forða innlögnum. Vonandi skilar það sér í betri horfum fyrir fólk og hlutfallslega færri sjúkrahúss innlögnum," segir Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira
Tuttugu liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 en áttatíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Smitsjúkdómalæknir segir meiri hættu á því í þessari bylgju en þeirri fyrri að veiran nái til viðkvæmari hópa vegna þess hvað hún sé víða í samfélaginu. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum stöðugt vera að þyngjast. Már Kristjánsson segir reynslu heilbrigðiskerfisins af meðhöndlun á covid sjúkdómnum skila sér í grimmari meðferð á fólki á göngudeild sem vonandi fækki innlögnum.Stöð 2/Egill „Í morgun vorum við með átján sjúklinga inni en mér er kunnugt um að tveir hafi verið lagðir inn síðan og hingað til. Þannig að við erum með tuttugu manns. Það eru fjórir á gjörgæslu og vaxandi fjöldi á göngudeildinni," sagði Már nú síðdegis. Staðan sé því að þyngjast á öllum vígstöðvum. Miðað við þann fjölda sem hafi verið að greinast daglega undanfarna viku megi búast við fjölgun næstu tvær vikurnar að minnsta kosti. En það geti tekið allt að viku frá því fólk veikist þar til það sé komið inn á spítala. „Meðalaldurinn í þessum hópi í samfélaginu núna er klárlega lægri," segir Már. Aldursdreifingin sé hins vegar dreifðari en áður þannig að fólk á áttræðis, níræðis og jafnvel tíðræðis aldri séu einnig að veikjast. „Af því þetta er víðar í samfélaginu er meiri hætta á að þetta komist inn í miklu viðkvæmari hópa. Eins og við eru að sjá til dæmis á öldrunarstofnunum og öldrunardeildum. Þannig að það er mikil áskorun fyrir okkur. Við reynum kannski að glíma svolítið öðru vísi við faraldurinn en áður til að koma í veg fyrir þetta," segir Már. Það hafi ekki tekist að efla einstaklinga á baráttunni nú eins vel og tekist hafi í vor. En vonandi færi hertari aðgerði fólki heim sanninn um alvarleika málsins. Hann voni að álagið verði ekki meira en í bylgjunni í vor. Margt hafi verið straumlínulagað í störfum sjúkrahússins síðan þá. „Þar á ég bæði við nálgunina gagnvart einstaklingunum. Þannig að við erum að verða grimmari í að meðhöndla þá til að forða innlögnum. Vonandi skilar það sér í betri horfum fyrir fólk og hlutfallslega færri sjúkrahúss innlögnum," segir Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Sjá meira