Tuttugu Covid innlagnir og álagið eykst stöðugt Lillý Valgerður Pétursdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 7. október 2020 17:43 Nú liggja tuttugu manns á spítala veikir af kórónuveirunni og álagið eykst stöðugt með fjölgun þar og á göngudeild. Vísir/Vilhelm Tuttugu liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 en áttatíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Smitsjúkdómalæknir segir meiri hættu á því í þessari bylgju en þeirri fyrri að veiran nái til viðkvæmari hópa vegna þess hvað hún sé víða í samfélaginu. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum stöðugt vera að þyngjast. Már Kristjánsson segir reynslu heilbrigðiskerfisins af meðhöndlun á covid sjúkdómnum skila sér í grimmari meðferð á fólki á göngudeild sem vonandi fækki innlögnum.Stöð 2/Egill „Í morgun vorum við með átján sjúklinga inni en mér er kunnugt um að tveir hafi verið lagðir inn síðan og hingað til. Þannig að við erum með tuttugu manns. Það eru fjórir á gjörgæslu og vaxandi fjöldi á göngudeildinni," sagði Már nú síðdegis. Staðan sé því að þyngjast á öllum vígstöðvum. Miðað við þann fjölda sem hafi verið að greinast daglega undanfarna viku megi búast við fjölgun næstu tvær vikurnar að minnsta kosti. En það geti tekið allt að viku frá því fólk veikist þar til það sé komið inn á spítala. „Meðalaldurinn í þessum hópi í samfélaginu núna er klárlega lægri," segir Már. Aldursdreifingin sé hins vegar dreifðari en áður þannig að fólk á áttræðis, níræðis og jafnvel tíðræðis aldri séu einnig að veikjast. „Af því þetta er víðar í samfélaginu er meiri hætta á að þetta komist inn í miklu viðkvæmari hópa. Eins og við eru að sjá til dæmis á öldrunarstofnunum og öldrunardeildum. Þannig að það er mikil áskorun fyrir okkur. Við reynum kannski að glíma svolítið öðru vísi við faraldurinn en áður til að koma í veg fyrir þetta," segir Már. Það hafi ekki tekist að efla einstaklinga á baráttunni nú eins vel og tekist hafi í vor. En vonandi færi hertari aðgerði fólki heim sanninn um alvarleika málsins. Hann voni að álagið verði ekki meira en í bylgjunni í vor. Margt hafi verið straumlínulagað í störfum sjúkrahússins síðan þá. „Þar á ég bæði við nálgunina gagnvart einstaklingunum. Þannig að við erum að verða grimmari í að meðhöndla þá til að forða innlögnum. Vonandi skilar það sér í betri horfum fyrir fólk og hlutfallslega færri sjúkrahúss innlögnum," segir Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira
Tuttugu liggja nú á Landspítalanum með Covid-19 en áttatíu og sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Smitsjúkdómalæknir segir meiri hættu á því í þessari bylgju en þeirri fyrri að veiran nái til viðkvæmari hópa vegna þess hvað hún sé víða í samfélaginu. Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum stöðugt vera að þyngjast. Már Kristjánsson segir reynslu heilbrigðiskerfisins af meðhöndlun á covid sjúkdómnum skila sér í grimmari meðferð á fólki á göngudeild sem vonandi fækki innlögnum.Stöð 2/Egill „Í morgun vorum við með átján sjúklinga inni en mér er kunnugt um að tveir hafi verið lagðir inn síðan og hingað til. Þannig að við erum með tuttugu manns. Það eru fjórir á gjörgæslu og vaxandi fjöldi á göngudeildinni," sagði Már nú síðdegis. Staðan sé því að þyngjast á öllum vígstöðvum. Miðað við þann fjölda sem hafi verið að greinast daglega undanfarna viku megi búast við fjölgun næstu tvær vikurnar að minnsta kosti. En það geti tekið allt að viku frá því fólk veikist þar til það sé komið inn á spítala. „Meðalaldurinn í þessum hópi í samfélaginu núna er klárlega lægri," segir Már. Aldursdreifingin sé hins vegar dreifðari en áður þannig að fólk á áttræðis, níræðis og jafnvel tíðræðis aldri séu einnig að veikjast. „Af því þetta er víðar í samfélaginu er meiri hætta á að þetta komist inn í miklu viðkvæmari hópa. Eins og við eru að sjá til dæmis á öldrunarstofnunum og öldrunardeildum. Þannig að það er mikil áskorun fyrir okkur. Við reynum kannski að glíma svolítið öðru vísi við faraldurinn en áður til að koma í veg fyrir þetta," segir Már. Það hafi ekki tekist að efla einstaklinga á baráttunni nú eins vel og tekist hafi í vor. En vonandi færi hertari aðgerði fólki heim sanninn um alvarleika málsins. Hann voni að álagið verði ekki meira en í bylgjunni í vor. Margt hafi verið straumlínulagað í störfum sjúkrahússins síðan þá. „Þar á ég bæði við nálgunina gagnvart einstaklingunum. Þannig að við erum að verða grimmari í að meðhöndla þá til að forða innlögnum. Vonandi skilar það sér í betri horfum fyrir fólk og hlutfallslega færri sjúkrahúss innlögnum," segir Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Sjá meira