Gunnlaugur fannst eftir fjóra mánuði og 50 kílómetra ferðalag Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 08:01 Gunnlaugur í fangi konunnar sem fann hann í Varmahlíð. Á kortinu er gerð grein fyrir ferðalagi kisa en um 50 kílómetrar eru á milli Hofsóss og Varmahlíðar. Samsett Kötturinn Gunnlaugur, sem búsettur er í grennd við Hofsós, komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. Gunnlaugur fannst í Varmahlíð í Skagafirði – um fimmtíu kílómetrum frá heimili sínu. Kærasti Freyju Amble Gísladóttur hefur átt Gunnlaug í átta ár. Freyja segir í samtali við Vísi að kisi hafi gufað upp um miðjan júní síðastliðinn. Alvanalegt sé að hann hverfi í tvo, þrjá daga, enda mikill veiðiköttur. „En svo skilaði hann sér ekkert, við fórum til nágrannans að leita en sáum hann hvergi. Svo liðu tveir mánuðir og við vorum búin að gefast upp á því á að finna hann. Þannig að við fórum og fengum okkur kettlinga.“ Gunnlaugur að njóta sín í sveitinni.Aðsend Í morgun dró þó óvænt til tíðinda. „Ég vaknaði og kærastinn minn, sem á Gunnlaug, hafði séð færslu á Facebook um týndan kött. Dýralæknirinn okkar hafði deilt henni. Og kærastinn minn segir við mig: „Ég held að Gunnlaugur sé fundinn“.“ Og Gunnlaugur reyndist svo sannarlega hafa komið í leitirnar; um fimmtíu kílómetra frá heimili sínu. Freyja segir að þau gruni sterklega að hann hafi farið upp í bíl og óvart húkkað far. „Þetta eru um fimmtíu kílómetrar frá okkur á Hofsósi og í Varmahlíð þar sem hann fannst. Og ár og vötn og allt á milli,“ segir Freyja. Þá virðist sem Gunnlaugi hafi ekki orðið meint af svaðilförinni. „Hann var aðeins of feitur þegar hann fór frá okkur en er núna í flottu standi,“ segir Freyja og hlær. „Og hann er sérstaklega glaður að vera kominn til baka. En þetta er auðvitað ótrúlegt. Við hefðum aldrei fundið hann ef fólk hefði ekki auglýst hann á netinu.“ Dýr Skagafjörður Gæludýr Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira
Kötturinn Gunnlaugur, sem búsettur er í grennd við Hofsós, komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. Gunnlaugur fannst í Varmahlíð í Skagafirði – um fimmtíu kílómetrum frá heimili sínu. Kærasti Freyju Amble Gísladóttur hefur átt Gunnlaug í átta ár. Freyja segir í samtali við Vísi að kisi hafi gufað upp um miðjan júní síðastliðinn. Alvanalegt sé að hann hverfi í tvo, þrjá daga, enda mikill veiðiköttur. „En svo skilaði hann sér ekkert, við fórum til nágrannans að leita en sáum hann hvergi. Svo liðu tveir mánuðir og við vorum búin að gefast upp á því á að finna hann. Þannig að við fórum og fengum okkur kettlinga.“ Gunnlaugur að njóta sín í sveitinni.Aðsend Í morgun dró þó óvænt til tíðinda. „Ég vaknaði og kærastinn minn, sem á Gunnlaug, hafði séð færslu á Facebook um týndan kött. Dýralæknirinn okkar hafði deilt henni. Og kærastinn minn segir við mig: „Ég held að Gunnlaugur sé fundinn“.“ Og Gunnlaugur reyndist svo sannarlega hafa komið í leitirnar; um fimmtíu kílómetra frá heimili sínu. Freyja segir að þau gruni sterklega að hann hafi farið upp í bíl og óvart húkkað far. „Þetta eru um fimmtíu kílómetrar frá okkur á Hofsósi og í Varmahlíð þar sem hann fannst. Og ár og vötn og allt á milli,“ segir Freyja. Þá virðist sem Gunnlaugi hafi ekki orðið meint af svaðilförinni. „Hann var aðeins of feitur þegar hann fór frá okkur en er núna í flottu standi,“ segir Freyja og hlær. „Og hann er sérstaklega glaður að vera kominn til baka. En þetta er auðvitað ótrúlegt. Við hefðum aldrei fundið hann ef fólk hefði ekki auglýst hann á netinu.“
Dýr Skagafjörður Gæludýr Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Sjá meira