Nýi leikmaður Manchester United sagður þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 10:30 Edinson Cavani með verðlaun sem hann fékk fyrir að skora sitt tvöhundruðasta mark fyrir Paris Saint-Germain liðið. Getty/Aurelien Meunier Það er eitthvað í það að Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani spili sinn fyrsta leik með liði Manchester United. Edinson Cavani samdi við Manchester United rétt fyrir lok leikmannagluggans en hann kemur til enska úrvalsdeildarliðsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Paris Saint-Germain var runninn út. Edinson Cavani hefur verið berskjaldaður fyrir kórónuveirunni þar sem hann hefur ekki verið innan sóttvarnarbubblu íþróttaliðs síðan hann yfirgaf herbúðir Paris Saint-Germain í júní. Manchester United may be waiting for Edinson Cavani for a little longer...His debut is likely to be delayed by Covid-19 regulations.More: https://t.co/eAtYt3Cyxd pic.twitter.com/jQ7pJiVza6— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Þetta þýðir að þegar Edinson Cavani lendir í Manchester á sunnudaginn þá bíður hans væntanlega fjórtán daga sóttkví. Manchester United mun þó leita eftir nánari útskýringa um hvernig þessu verður háttað en þeir gætu bent á íslensku leiðina og sent hann í tvö kórónuveirupróf með fimm daga millibili. Manchester United spilar sinn fyrsta leik eftir landsleikjahlé á móti Newcastle 17. október næstkomandi. United hefði þegið það að geta notað Edinson Cavani í þeim leik þar sem Anthony Martial tekur út leikbann í þessum leik á St James' Park. Edinson Cavani má auðvitað ekki æfa með nýju liðsfélögunum sínum á meðan hann klárar sóttkví og missir væntanlega líka af Meistaradeildarleik á móti sínu gamla félagi Paris Saint-Germain sem verður spilaður 20. október. Edinson Cavani has become Man United's new No. 7.They've had some pretty special ones in the past pic.twitter.com/iWCGwREfBT— ESPN UK (@ESPNUK) October 6, 2020 Cavani verður ekki fyrsti fótboltamaðurinn til að fara í svona sóttkví. Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane þurfti að fara í fjórtán daga sóttkví í ágúst eftir að hafa komið heim úr fríi frá Barbados. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Edinson Cavani spjarar sig hjá Manchester United en þessi 33 ára gamli framherji skoraði 200 mörk í 301 leik í öllum keppnum með Paris Saint-Germain frá 2013 til 2020 og þar áður 104 mörk í 138 leikjum á þremur árum með Napoli. Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Það er eitthvað í það að Úrúgvæmaðurinn Edinson Cavani spili sinn fyrsta leik með liði Manchester United. Edinson Cavani samdi við Manchester United rétt fyrir lok leikmannagluggans en hann kemur til enska úrvalsdeildarliðsins á frjálsri sölu þar sem samningur hans við Paris Saint-Germain var runninn út. Edinson Cavani hefur verið berskjaldaður fyrir kórónuveirunni þar sem hann hefur ekki verið innan sóttvarnarbubblu íþróttaliðs síðan hann yfirgaf herbúðir Paris Saint-Germain í júní. Manchester United may be waiting for Edinson Cavani for a little longer...His debut is likely to be delayed by Covid-19 regulations.More: https://t.co/eAtYt3Cyxd pic.twitter.com/jQ7pJiVza6— BBC Sport (@BBCSport) October 7, 2020 Þetta þýðir að þegar Edinson Cavani lendir í Manchester á sunnudaginn þá bíður hans væntanlega fjórtán daga sóttkví. Manchester United mun þó leita eftir nánari útskýringa um hvernig þessu verður háttað en þeir gætu bent á íslensku leiðina og sent hann í tvö kórónuveirupróf með fimm daga millibili. Manchester United spilar sinn fyrsta leik eftir landsleikjahlé á móti Newcastle 17. október næstkomandi. United hefði þegið það að geta notað Edinson Cavani í þeim leik þar sem Anthony Martial tekur út leikbann í þessum leik á St James' Park. Edinson Cavani má auðvitað ekki æfa með nýju liðsfélögunum sínum á meðan hann klárar sóttkví og missir væntanlega líka af Meistaradeildarleik á móti sínu gamla félagi Paris Saint-Germain sem verður spilaður 20. október. Edinson Cavani has become Man United's new No. 7.They've had some pretty special ones in the past pic.twitter.com/iWCGwREfBT— ESPN UK (@ESPNUK) October 6, 2020 Cavani verður ekki fyrsti fótboltamaðurinn til að fara í svona sóttkví. Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane þurfti að fara í fjórtán daga sóttkví í ágúst eftir að hafa komið heim úr fríi frá Barbados. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Edinson Cavani spjarar sig hjá Manchester United en þessi 33 ára gamli framherji skoraði 200 mörk í 301 leik í öllum keppnum með Paris Saint-Germain frá 2013 til 2020 og þar áður 104 mörk í 138 leikjum á þremur árum með Napoli.
Enski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira