Rúmenar kvörtuðu yfir langri bið eftir niðurstöðu úr smitprófinu en voru væntanlega mjög ánægðir með niðurstöðuna.
Rúmenar eru nú búnir að fá niðurstöðu úr kórónuveiruprófinu sem þeir gengust undir á landamærunum við komuna til Íslands.
Rúmenar fengu niðurstöðurnar sendar með smáskilaboðum í gær en þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins. Enginn leikmaður eða starfsmaður rúmenska liðsins er með kórónuveiruna.
Deschidem ziua cu imagini spectaculoase de la experien a tr it la sosirea pe aeroportul din Keflavik + cele mai noi informa ii înaintea meciului de mâine cu Islanda pe https://t.co/OKRcBnPDvO pic.twitter.com/WwlzUN00yf
— Echipa Na ional (@hai_romania) October 7, 2020
Rúmenar voru ósáttir með að fá niðurstöðuna seint en leikmenn og þjálfarar liðsins þurftu að bíða í næstum því sólarhring eftir niðurstöðunum.
„Eftir óréttlætanlega langa bið þá fengu við allir í kvöld niðurstöðurnar úr smitprófinu sem var framkvæmt í gærkvöldi við komuna til Íslands. Allir leikmenn og allir úr þjálfarateyminu voru neikvæðir,“ segir á heimasíðu rúmenska sambandsins.
Það fannst engu að síður smit því einn úr fararstjórn rúmenska liðsins fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófinu. Það kemur fram í fréttinni á heimasíðu rúmenska sambandsins að sá hinn sami hafi ekki verið í beinum samskiptum við leikmennina.
Sá sem var með kórónuveiruna bjó ekki í Mogoșoaia þar sem liðið gisti fyrir förina til Íslands og hafði greinst neikvæður í öllum prófum fyrir ferðalagið til Íslands. Viðkomandi fór í annað próf til að athuga hvort um falska greiningu hafi verið að ræða.
Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18.45 í kvöld en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og á Stöð 2. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 17.45.
